Verkfallið hefur áhrif á ríflega átta þúsund farþega Icelandair Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 13:10 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Boðaðar verkfallsaðgerðir Félags flugumferðarstjóra frá klukkan 04 í nótt til klukkan 10 í fyrramálið munu hafa áhrif á um sextíu flugferðir og 8.300 farþega Icelandair. Þetta segir í tilkynningu frá Icelandair um verkfallið. Samningaviðræður Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, runnu út í sandinn í gær og annar fundur ekki boðaður fyrr en síðdegis á morgun. Því er ljóst að til vinnustöðvunar kemur klukkan 04 í nótt. „Verkfallið mun hafa þó nokkur áhrif á flugáætlun Icelandair. Þannig mun flugi sem er á áætlun snemma í fyrramálið frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu seinka. Sömuleiðis mun verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Starfsfólk Icelandair fylgist náið með stöðunni og mun hafa samband við farþega með hefðbundnum samskiptaleiðum ef breyting verður á flugi,“ segir í tilkynningu. Við breytingar á flugáætlun hafi starfsfólk Icelandair það að markmiði að allir farþegar komist á áfangastað innan sama ferðadags og að halda keðjuverkandi áhrifum á flugáætlunina í lágmarki. Flugáætlunin 14. desember sé umfangsmikil og gert sé ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um sextíu flugferðir og þar með ferðalög um 8.300 farþega Icelandair. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu.“ Yfirlit yfir helstu aðgerðir Icelandair: Flug frá Norður-Ameríku sem átti að lenda um og upp úr klukkan sex í fyrramálið er nú á áætlun á milli 10:30-11:00. Flug til Evrópu sem átti að fara í loftið á bilinu 7:20-8:40 er nú á áætlun á milli klukkan 09:45-11:45. Flug til London Gatwick í fyrramálið verður sameinað flugi til London Heathrow. Tvær ferðir til Amsterdam verða sameinaðar. Flugi til Frankfurt og Berlínar verður aflýst og farþegar endurbókaðir í gegnum Munchen og Zurich. Flugi til Stokkhólms og Óslóar verður aflýst og farþegar endurbókaður í gegnum Helsinki. Í vikunni hefur farþegum sem eiga bókað flug á verkfallsdögum verið boðið að færa flugið sitt og ferðast þannig einum degi fyrr eða síðar. Hluti tengifarþega hefur verið endurbókaður með öðrum flugfélögum á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Morgunflugi til Akureyrar er aflýst og farþegum boðið að ferðast með öðru flugi innan dagsins. Morgunflugi til Egilsstaða seinkar. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Icelandair um verkfallið. Samningaviðræður Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, runnu út í sandinn í gær og annar fundur ekki boðaður fyrr en síðdegis á morgun. Því er ljóst að til vinnustöðvunar kemur klukkan 04 í nótt. „Verkfallið mun hafa þó nokkur áhrif á flugáætlun Icelandair. Þannig mun flugi sem er á áætlun snemma í fyrramálið frá Norður-Ameríku til Íslands og frá Íslandi til Evrópu seinka. Sömuleiðis mun verkfallið hafa keðjuverkandi áhrif á flug síðdegis, bæði frá Evrópu til Íslands og frá Íslandi til Norður-Ameríku og Evrópu. Starfsfólk Icelandair fylgist náið með stöðunni og mun hafa samband við farþega með hefðbundnum samskiptaleiðum ef breyting verður á flugi,“ segir í tilkynningu. Við breytingar á flugáætlun hafi starfsfólk Icelandair það að markmiði að allir farþegar komist á áfangastað innan sama ferðadags og að halda keðjuverkandi áhrifum á flugáætlunina í lágmarki. Flugáætlunin 14. desember sé umfangsmikil og gert sé ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um sextíu flugferðir og þar með ferðalög um 8.300 farþega Icelandair. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu.“ Yfirlit yfir helstu aðgerðir Icelandair: Flug frá Norður-Ameríku sem átti að lenda um og upp úr klukkan sex í fyrramálið er nú á áætlun á milli 10:30-11:00. Flug til Evrópu sem átti að fara í loftið á bilinu 7:20-8:40 er nú á áætlun á milli klukkan 09:45-11:45. Flug til London Gatwick í fyrramálið verður sameinað flugi til London Heathrow. Tvær ferðir til Amsterdam verða sameinaðar. Flugi til Frankfurt og Berlínar verður aflýst og farþegar endurbókaðir í gegnum Munchen og Zurich. Flugi til Stokkhólms og Óslóar verður aflýst og farþegar endurbókaður í gegnum Helsinki. Í vikunni hefur farþegum sem eiga bókað flug á verkfallsdögum verið boðið að færa flugið sitt og ferðast þannig einum degi fyrr eða síðar. Hluti tengifarþega hefur verið endurbókaður með öðrum flugfélögum á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Morgunflugi til Akureyrar er aflýst og farþegum boðið að ferðast með öðru flugi innan dagsins. Morgunflugi til Egilsstaða seinkar.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira