Rúv hefur gert mikið í aðgengi fyrir táknmálssamfélagið í fjölmiðlum Berglind Stefánsdóttir skrifar 13. desember 2023 15:00 Mig langar til að svara innsendri grein um RÚV og táknmál frá þeim Elsu, Sigurlín Margréti, Kolbrúnu og Guðmundi. Ég svara sem fulltrúi Félags heyrnarlausra, en ég hef verið varaformaður félagsins frá því í vor. Ég var ein af fyrstu táknmálsþulum hjá RÚV þegar táknmálsfréttir hófust þar fyrir 40 árum síðan. Margir hafa velt fyrir sér hvort táknmálsamfélagið sé ólgandi út af uppsagnir táknmálsþula en svo er ekki. Þvert á móti er almenn ánægja með táknmálaðgengi í fjölmiðlinum.. Fyrst langar mig að hrósa RÚV fyrir þetta framtak sem hófst fyrir 40 árum síðan og svo að auka þjónustuna með því að hafa kvöldfréttir táknmálstúlkaðar, það var stórt skref að auka aðgengi okkar að fréttum á þennan hátt í stað þess að hafa einungis 10 mínútna fréttir á táknmáli. Oft gleymist það sem vel er gert, þó að fréttir á táknmáli hafi verið stuttar þá var þetta verulega til bóta og vakti athygli erlendis. Í talsverðan tíma var engin breyting þar á og það tók 40 ár að bæta við þjónustuna sem er ansi langur tími þess má geta að fyrir 40 árum þá voru umræður í Rúv hjá þáverandi dagskrárstjóra og fleiri aðilum hvernig væri hægt að þjóna samfélaginu sem best og ein hugmynd var að túlkur væri í glugga á myndfletinum, líkt og gert var víða erlendis. RÚV á hól skilið að auka þjónustuna og gefa okkur táknmálsfólki færi á að fylgjast með fréttum á jafnræðisgrundvelli. Í stað þess að fá 10 mínútna fréttatíma fáum við að fylgjast með fréttum eins og aðrir. Táknmálstúlkar eru aðgengistæki fyrir okkur, okkar leið til að fá aðgengi að upplýsingum svo það er beinlínis rangt að segja að þeir hafi stolið vinnu af táknmálsþulum enda er þetta tvennt ólíkt. Ég sjálf hef samanburð við þjónustuna í Noregi, eftir 11 ára búsetu þar í landi, NRK norska sjónvarpið fór fyrst af stað að táknmálstúlkun árið 2000 á sérstökum sjónvarps rásum og er svo enn þann dag í dag, svo að þau hafa nú 23 ára reynslu. Táknmálstúlkaðar fréttir eru hluti af þjónustu við samfélagið þar sem enginn vill missa og segja Norðmenn sjálfir að það sé mikilvægt að táknmálssamfélagið sé hluti af stóra samfélaginu. Í Noregi eru einnig sérstakar táknmálsfréttir fluttar af málhöfum auk þess sem NRK kaupir ýmsa þætti á táknmáli sem framleiddir eru af öðrum. Hjá NRK koma margir fagmenn að fréttum sem fluttar eru af málhöfum með táknforða, vali á fréttum og klæðnaði. Þau hefðu aldrei samþykkt vinnubrögð eins og hafa tíðkast hér á landi þar sem var ekkert eftirlit með starfi táknmálsþula sem höfðu fullt frjálsræði með vali á fréttum, sem dæmi má nefna að oft voru fréttirnar frá hádegi en ekki kvöldfréttum, sem komu að litlu gagni. Þegar Félag heyrnarlausra hóf samvinnu við RÚV var lögð áhersla að vera sem næst kvöldfréttum. Það er ekki nóg að vera málhafar eins og önnur tungumál þarf að vanda sig vel og svo gæðin séu góð. Hér á landi hefur þetta farið á annan veg. Táknmálsþulir hafa ekki unnið í teymi, líkt og gert er í Noregi. Þar skorti á samvinnu, það hefði mátt funda með öðrum málhöfum til að fá upplýsingar frá samfélaginu hvað mætti betur fara og eins að funda sín á milli til að fara yfir táknforða og rýna í störf hvers annars. Ef hver er að vinna í sínu horni gefur það auga leið að gæðin hraka og það sá ég þegar ég flutti til Íslands fyrir þremur árum síðan og gerði strax við það athugasemdir. Félag heyrnarlausra mátti ekki koma með tillögur að úrbótum enda voru þau sjálfstæðir verktakar. Fyrir mitt leyti þá mátti taka hlé á táknmálsfréttum og endurskoða kerfið. Það er alltaf leiðinlegt að missa vinnu, sérlega eftir langan starfsferil en þarna þurfti að staldra við og skoða hagsmuni táknmálssamfélagsins í heild. Við vildum meira en 10 mínútna fréttir og þegar RÚV lagði fyrir könnun hjá félagsmönnum Félags heyrnarlausra þá sýndi það sig að félagsmenn vildu táknmálstúlkaðar fréttir og einnig túlkun á þáttum líkt og Kastljós. Margir kusu einnig að halda fréttum með táknmálsþulum en spurning er hvort það sé þörf vegna smæðar samfélagsins, sem telur um 200 manns en til samanburðar er í Noregi 5000 manna samfélag. Ég sá spurningalistann sem var sendur félagsmönnum og spurningarnar voru einfaldar auk þess sem félagsmenn höfðu aðgengi að táknmálstalandi starfsfólki félagsins ef þörf krafði. Íslenskt táknmál er fyrir okkur öll sem málið nota, ekki eingöngu fjóra málhafa. Ég dreg ekki út því hversu slæmt það er fyrir þau fjögur að missa vinnuna en þetta var hlutastarf og að senda reikning til Félags heyrnarlausra upp á hálfa milljón er ekki eðlilegt. Verktakar sem vinna sjálfstætt, sem starfa án að komu félagsin og hafa ekki viljað afskipti þess en vilja að félagið greiði lögfræðikostnað. Félagið er með samning við lögfræðing og eðlilegast er að kanna málið fyrst hjá Félagi heyrnarlausra. Ég hef fulla trú á að RÚV hafi vilja til að bæta þjónustuna enn meir og bíð spennt eftir nýjum andlitum, nýjum málhöfum og ferskum hugmyndum. Höfundur er varaformaður Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Ríkisútvarpið Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mig langar til að svara innsendri grein um RÚV og táknmál frá þeim Elsu, Sigurlín Margréti, Kolbrúnu og Guðmundi. Ég svara sem fulltrúi Félags heyrnarlausra, en ég hef verið varaformaður félagsins frá því í vor. Ég var ein af fyrstu táknmálsþulum hjá RÚV þegar táknmálsfréttir hófust þar fyrir 40 árum síðan. Margir hafa velt fyrir sér hvort táknmálsamfélagið sé ólgandi út af uppsagnir táknmálsþula en svo er ekki. Þvert á móti er almenn ánægja með táknmálaðgengi í fjölmiðlinum.. Fyrst langar mig að hrósa RÚV fyrir þetta framtak sem hófst fyrir 40 árum síðan og svo að auka þjónustuna með því að hafa kvöldfréttir táknmálstúlkaðar, það var stórt skref að auka aðgengi okkar að fréttum á þennan hátt í stað þess að hafa einungis 10 mínútna fréttir á táknmáli. Oft gleymist það sem vel er gert, þó að fréttir á táknmáli hafi verið stuttar þá var þetta verulega til bóta og vakti athygli erlendis. Í talsverðan tíma var engin breyting þar á og það tók 40 ár að bæta við þjónustuna sem er ansi langur tími þess má geta að fyrir 40 árum þá voru umræður í Rúv hjá þáverandi dagskrárstjóra og fleiri aðilum hvernig væri hægt að þjóna samfélaginu sem best og ein hugmynd var að túlkur væri í glugga á myndfletinum, líkt og gert var víða erlendis. RÚV á hól skilið að auka þjónustuna og gefa okkur táknmálsfólki færi á að fylgjast með fréttum á jafnræðisgrundvelli. Í stað þess að fá 10 mínútna fréttatíma fáum við að fylgjast með fréttum eins og aðrir. Táknmálstúlkar eru aðgengistæki fyrir okkur, okkar leið til að fá aðgengi að upplýsingum svo það er beinlínis rangt að segja að þeir hafi stolið vinnu af táknmálsþulum enda er þetta tvennt ólíkt. Ég sjálf hef samanburð við þjónustuna í Noregi, eftir 11 ára búsetu þar í landi, NRK norska sjónvarpið fór fyrst af stað að táknmálstúlkun árið 2000 á sérstökum sjónvarps rásum og er svo enn þann dag í dag, svo að þau hafa nú 23 ára reynslu. Táknmálstúlkaðar fréttir eru hluti af þjónustu við samfélagið þar sem enginn vill missa og segja Norðmenn sjálfir að það sé mikilvægt að táknmálssamfélagið sé hluti af stóra samfélaginu. Í Noregi eru einnig sérstakar táknmálsfréttir fluttar af málhöfum auk þess sem NRK kaupir ýmsa þætti á táknmáli sem framleiddir eru af öðrum. Hjá NRK koma margir fagmenn að fréttum sem fluttar eru af málhöfum með táknforða, vali á fréttum og klæðnaði. Þau hefðu aldrei samþykkt vinnubrögð eins og hafa tíðkast hér á landi þar sem var ekkert eftirlit með starfi táknmálsþula sem höfðu fullt frjálsræði með vali á fréttum, sem dæmi má nefna að oft voru fréttirnar frá hádegi en ekki kvöldfréttum, sem komu að litlu gagni. Þegar Félag heyrnarlausra hóf samvinnu við RÚV var lögð áhersla að vera sem næst kvöldfréttum. Það er ekki nóg að vera málhafar eins og önnur tungumál þarf að vanda sig vel og svo gæðin séu góð. Hér á landi hefur þetta farið á annan veg. Táknmálsþulir hafa ekki unnið í teymi, líkt og gert er í Noregi. Þar skorti á samvinnu, það hefði mátt funda með öðrum málhöfum til að fá upplýsingar frá samfélaginu hvað mætti betur fara og eins að funda sín á milli til að fara yfir táknforða og rýna í störf hvers annars. Ef hver er að vinna í sínu horni gefur það auga leið að gæðin hraka og það sá ég þegar ég flutti til Íslands fyrir þremur árum síðan og gerði strax við það athugasemdir. Félag heyrnarlausra mátti ekki koma með tillögur að úrbótum enda voru þau sjálfstæðir verktakar. Fyrir mitt leyti þá mátti taka hlé á táknmálsfréttum og endurskoða kerfið. Það er alltaf leiðinlegt að missa vinnu, sérlega eftir langan starfsferil en þarna þurfti að staldra við og skoða hagsmuni táknmálssamfélagsins í heild. Við vildum meira en 10 mínútna fréttir og þegar RÚV lagði fyrir könnun hjá félagsmönnum Félags heyrnarlausra þá sýndi það sig að félagsmenn vildu táknmálstúlkaðar fréttir og einnig túlkun á þáttum líkt og Kastljós. Margir kusu einnig að halda fréttum með táknmálsþulum en spurning er hvort það sé þörf vegna smæðar samfélagsins, sem telur um 200 manns en til samanburðar er í Noregi 5000 manna samfélag. Ég sá spurningalistann sem var sendur félagsmönnum og spurningarnar voru einfaldar auk þess sem félagsmenn höfðu aðgengi að táknmálstalandi starfsfólki félagsins ef þörf krafði. Íslenskt táknmál er fyrir okkur öll sem málið nota, ekki eingöngu fjóra málhafa. Ég dreg ekki út því hversu slæmt það er fyrir þau fjögur að missa vinnuna en þetta var hlutastarf og að senda reikning til Félags heyrnarlausra upp á hálfa milljón er ekki eðlilegt. Verktakar sem vinna sjálfstætt, sem starfa án að komu félagsin og hafa ekki viljað afskipti þess en vilja að félagið greiði lögfræðikostnað. Félagið er með samning við lögfræðing og eðlilegast er að kanna málið fyrst hjá Félagi heyrnarlausra. Ég hef fulla trú á að RÚV hafi vilja til að bæta þjónustuna enn meir og bíð spennt eftir nýjum andlitum, nýjum málhöfum og ferskum hugmyndum. Höfundur er varaformaður Félags heyrnarlausra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun