„Feiti Leonard“ sendur til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2023 10:40 Hluti hópsins sem sleppt var úr haldi í Venesúela. AP/Stephen Spillman Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sleppt Alex Saab, fjármálamanni Nicolas Maduro, forseta Venesúela, úr fangelsi. Í skiptum var maður sem gengur undir nafninu „Feiti Leonard“ sendur til Bandaríkjanna en er verktaki sem sakfelldur var í fyrra vegna aðildar hans að einhverju stærsta mútuhneyksli sjóhers Bandaríkjanna. Auk hans slepptu yfirvöld í Caracas úr haldi tíu öðrum Bandaríkjamönnum en nokkrir þeirra voru fangelsaðir í undarlegri valdaránstilraun. Feiti Leonard heitir í raun Leonard Francis og er frá Malasíu. Hann flúði frá Bandaríkjunum í fyrra, nokkrum vikum áður en hann átti að mæta í dómsuppkvaðningu fyrir aðild hans að áðurnefndu spillingarmáli. „Feiti“ Leonard eða Leonard Francis er kominn aftur til Bandaríkjanna.AP/Dómarafulltrúar Bandaríkjanna Washington Post hefur eftir lögmanni hans að Francis hafi verið sendur til Bandaríkjanna án nokkurs fyrirvara og gegn stjórnarskrá Venesúela. Lögmaðurinn fékk ekki að vita af flutningunum og lýsir þeim sem gölnum. Francis lýsti á sínum tíma yfir sekt sinni og viðurkenndi að hafa mútað yfirmönnum í sjóher Bandaríkjanna með peningum, lúxusvörum, vindlum frá Kúbu og vændiskonum í skiptum fyrir upplýsingar sem hann notaði til að svíkja fé úr sjóhernum. Málið vakti gífurlega athygli á sínum tíma og afhjúpaði mikla spillingu innan sjöunda flota sjóhers Bandaríkjanna, sem er með höfuðstöðvar í Japan. Hann flúði Bandaríkin skömmu fyrir dómsuppkvaðningu í september í fyrra, með því að skera af sér staðsetningatæki, húkka far að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og fljúga þaðan til Kúbu. Sjá einnig: „Feiti Leonard“ slapp úr stofufangelsi Yfirvöld á Kúbu meinuðu honum um dvalarleyfi og þaðan fór hann til Venesúela, þar sem hann sótti um hæli í rússneska sendiráðinu í Caracas. Meðan verið var að vinna úr umsókn hans, var hann handtekinn á grunni handtökuskipunar frá Interpol. Talið er að hann hafi eingöngu verið handtekinn svo Maduro gæti notað hann í viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um frelsun Saab. Handtekinn við millilendingu Saab er náinn bandamaður Maduro sem sat í gæsluvarðhaldi í Miami vegna ákæra um peningaþvætti og fjársvik. Hann er grunaður um að hafa þvættað gífurlegt magn peninga fyrir Maduro í gegnum árin. Hann var handtekinn á Grænhöfðaeyjum í fyrra þar sem flugvél hans var millilent á leið til Írans. Viðræður milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Venesúela hafa farið fram undanfarnar vikur en Bandaríkin felldu úr gildi hluta viðskiptaþvingana gegn Venesúela í skiptum fyrir það að Maduro haldi frjálsar og sanngjarnar forsetakosningar á næsta ári, samkvæmt AP fréttaveitunni. Alex Saab stendur hér við hlið Nicolas Maduro, forseta Venesúela, eftir heimkomuna í gærkvöldi.AP/Matias Delacroix Eitt af skilyrðum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana var að Maduro sneri við banni sínu við því að María Corina Machado, einn helsti pólitíski andstæðingur Maduro, gæti boðið sig fram til forseta. Maduro hafði frest til 30. nóvember en hefur ekki enn fellt bannið úr gildi. Þegar Saab sneri aftur til Venesúela í gærkvöldi lýsti Maduro því sem miklum sigri fyrir hönd sannleikans og sakaði Bandaríkjamenn um pyntingar og ógnanir gegn Saab, sem Maduro sagði að hefði verið handtekinn með ólöglegum hætti. Þá beindi Maduro orðum sínum að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagði Venesúela yrði engin nýlenda. Fyrrverandi hermönnum sleppt úr haldi Af hinum tíu Bandaríkjamönnum sem frelsaðir voru segja embættismenn í Washington DC að margir þeirra hafi verið ranglega fangelsaðir í Venesúela. Í raun teknir í gíslingu svo yfirvöld þar hafi getað kúgað Bandaríkin. Meðal þeirra eru þó einnig, samkvæmt Wall Street Journal, þeir Luke Denman og Airan Berry, fyrrverandi bandarískir hermenn, sem tóku árið 2020 þátt í undarlegri og misheppnaðri tilraun til að velta Maduro úr sessi. Þeir höfðu báðir verið dæmdir í tuttugu ára fangelsi í Venesúela. Þá störfuðu þeir hjá öryggisfyrirtækinu Silvercorp USA en valdaránstilraunin átti að hafa verið gerð með aðkomu pólitískra andstæðinga Maduro. Pólitískir andstæðingar Biden í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt samkomulagið harðlega. Repúblikanar hafa meðal annars sakað Biden um að hafa valdið því að stjórnendur einræðisríkja muni leggja meira á sig við að handtaka Bandaríkjamenn í framtíðinni. Biden hefur gert sambærileg fangaskipti við yfirvöld í Íran og í Rússlandi á undanförnum árum. Aðilar innan stjórnarandstöðu Venesúela segja Maduro hafa hlaupið hringi kringum ráðamenn í Bandaríkjunum. Venesúela Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. 25. apríl 2023 09:48 Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu. 27. mars 2021 21:49 Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Auk hans slepptu yfirvöld í Caracas úr haldi tíu öðrum Bandaríkjamönnum en nokkrir þeirra voru fangelsaðir í undarlegri valdaránstilraun. Feiti Leonard heitir í raun Leonard Francis og er frá Malasíu. Hann flúði frá Bandaríkjunum í fyrra, nokkrum vikum áður en hann átti að mæta í dómsuppkvaðningu fyrir aðild hans að áðurnefndu spillingarmáli. „Feiti“ Leonard eða Leonard Francis er kominn aftur til Bandaríkjanna.AP/Dómarafulltrúar Bandaríkjanna Washington Post hefur eftir lögmanni hans að Francis hafi verið sendur til Bandaríkjanna án nokkurs fyrirvara og gegn stjórnarskrá Venesúela. Lögmaðurinn fékk ekki að vita af flutningunum og lýsir þeim sem gölnum. Francis lýsti á sínum tíma yfir sekt sinni og viðurkenndi að hafa mútað yfirmönnum í sjóher Bandaríkjanna með peningum, lúxusvörum, vindlum frá Kúbu og vændiskonum í skiptum fyrir upplýsingar sem hann notaði til að svíkja fé úr sjóhernum. Málið vakti gífurlega athygli á sínum tíma og afhjúpaði mikla spillingu innan sjöunda flota sjóhers Bandaríkjanna, sem er með höfuðstöðvar í Japan. Hann flúði Bandaríkin skömmu fyrir dómsuppkvaðningu í september í fyrra, með því að skera af sér staðsetningatæki, húkka far að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og fljúga þaðan til Kúbu. Sjá einnig: „Feiti Leonard“ slapp úr stofufangelsi Yfirvöld á Kúbu meinuðu honum um dvalarleyfi og þaðan fór hann til Venesúela, þar sem hann sótti um hæli í rússneska sendiráðinu í Caracas. Meðan verið var að vinna úr umsókn hans, var hann handtekinn á grunni handtökuskipunar frá Interpol. Talið er að hann hafi eingöngu verið handtekinn svo Maduro gæti notað hann í viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um frelsun Saab. Handtekinn við millilendingu Saab er náinn bandamaður Maduro sem sat í gæsluvarðhaldi í Miami vegna ákæra um peningaþvætti og fjársvik. Hann er grunaður um að hafa þvættað gífurlegt magn peninga fyrir Maduro í gegnum árin. Hann var handtekinn á Grænhöfðaeyjum í fyrra þar sem flugvél hans var millilent á leið til Írans. Viðræður milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Venesúela hafa farið fram undanfarnar vikur en Bandaríkin felldu úr gildi hluta viðskiptaþvingana gegn Venesúela í skiptum fyrir það að Maduro haldi frjálsar og sanngjarnar forsetakosningar á næsta ári, samkvæmt AP fréttaveitunni. Alex Saab stendur hér við hlið Nicolas Maduro, forseta Venesúela, eftir heimkomuna í gærkvöldi.AP/Matias Delacroix Eitt af skilyrðum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana var að Maduro sneri við banni sínu við því að María Corina Machado, einn helsti pólitíski andstæðingur Maduro, gæti boðið sig fram til forseta. Maduro hafði frest til 30. nóvember en hefur ekki enn fellt bannið úr gildi. Þegar Saab sneri aftur til Venesúela í gærkvöldi lýsti Maduro því sem miklum sigri fyrir hönd sannleikans og sakaði Bandaríkjamenn um pyntingar og ógnanir gegn Saab, sem Maduro sagði að hefði verið handtekinn með ólöglegum hætti. Þá beindi Maduro orðum sínum að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagði Venesúela yrði engin nýlenda. Fyrrverandi hermönnum sleppt úr haldi Af hinum tíu Bandaríkjamönnum sem frelsaðir voru segja embættismenn í Washington DC að margir þeirra hafi verið ranglega fangelsaðir í Venesúela. Í raun teknir í gíslingu svo yfirvöld þar hafi getað kúgað Bandaríkin. Meðal þeirra eru þó einnig, samkvæmt Wall Street Journal, þeir Luke Denman og Airan Berry, fyrrverandi bandarískir hermenn, sem tóku árið 2020 þátt í undarlegri og misheppnaðri tilraun til að velta Maduro úr sessi. Þeir höfðu báðir verið dæmdir í tuttugu ára fangelsi í Venesúela. Þá störfuðu þeir hjá öryggisfyrirtækinu Silvercorp USA en valdaránstilraunin átti að hafa verið gerð með aðkomu pólitískra andstæðinga Maduro. Pólitískir andstæðingar Biden í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt samkomulagið harðlega. Repúblikanar hafa meðal annars sakað Biden um að hafa valdið því að stjórnendur einræðisríkja muni leggja meira á sig við að handtaka Bandaríkjamenn í framtíðinni. Biden hefur gert sambærileg fangaskipti við yfirvöld í Íran og í Rússlandi á undanförnum árum. Aðilar innan stjórnarandstöðu Venesúela segja Maduro hafa hlaupið hringi kringum ráðamenn í Bandaríkjunum.
Venesúela Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. 25. apríl 2023 09:48 Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu. 27. mars 2021 21:49 Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. 25. apríl 2023 09:48
Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu. 27. mars 2021 21:49
Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47
Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43