Óljóst hvenær dvalarleyfishafar geta yfirgefið Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 21. desember 2023 23:30 Bjarni Benediktsson er utanríkisráðherra og hefur ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í Palestínu í upphafi október en starfsfólk ráðuneytis á í stöðugum samskiptum þar sem skýrar kröfur um vopnahlé hafa verið lagðar fram. Vísir/Einar Utanríkisráðuneytið segir það alfarið á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis að eiga í samskiptum við Alþjóðafólksflutningastofnunina (IOM) vegna þeirra 100 einstaklinga sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi en eru enn föst á Gasa. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sagði í svörum til fréttastofu í gær að IOM væri meðvitað um leyfin og þeim hefði verið send aðstoðarbeiðni, en að ekki væri hægt að gera neitt fyrir fólkið fyrr en það getur vitjað leyfanna í Kaíró á Egyptalandi. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Mjög erfitt er að komast yfir landamærin frá Gasa í Palestínu. Í svari utanríkisráðuneytis til fréttastofu um málið segir að utanríkisráðherra hafi ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í upphafi októbermánaðar í Palestínu. „Fulltrúar ráðuneytisins eru hins vegar í stöðugum samskiptum við yfirvöld á átakasvæðinu, þar á meðal í Egyptalandi. Þar hefur málflutningur Íslands verið skýr um að koma þurfi á vopnahléi á Gaza, tryggja tafarlausa lausn gísla Hamas, óheft aðgengi neyðaraðstoðar og fylgja alþjóðalögum án undantekninga.“ Ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gasa þurfi að flýja Þá segir enn fremur að íslenska ríkið hafi verið meðflutningsríki, ásamt Egyptalandi og fleiri ríkjum, í ályktunum þess efnis og að skýr samhljómur hafi verið á fundum ráðherra með stjórnvöldum annarra ríkja á svæðinu um að pólitíska lausn þurfi til að koma á varanlegum friði. Það sé ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gaza þurfi að yfirgefa heimili sín varanlega, í stórum stíl. „Hins vegar fylgist ráðuneytið áfram grannt með stöðu mála á landamærum Palestínu og Egyptalands, en þau eru í dag lokuð inn til Egyptalands og óljóst hvort eða hvenær dvalarleyfishöfum verður kleift að yfirgefa Gaza.“ Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að Ísland starfræki hvorki sendiráð í Ísrael né Egyptalandi og að stjórnvöld njóti ekki aðstoðar Norðurlanda þegar um er að ræða aðra en íslenska ríkisborgara. „Það er því örðugt að svara frekar til um aðgerðir í þessum efnum, en stjórnvöld fylgjast áfram með stöðu mála og meta möguleg viðbrögð og aðgerðir.“ Erfitt að börnin komist ekki út Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Tuttugu þúsund eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Stór hluti þeirra eru konur og börn. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sagði í svörum til fréttastofu í gær að IOM væri meðvitað um leyfin og þeim hefði verið send aðstoðarbeiðni, en að ekki væri hægt að gera neitt fyrir fólkið fyrr en það getur vitjað leyfanna í Kaíró á Egyptalandi. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Mjög erfitt er að komast yfir landamærin frá Gasa í Palestínu. Í svari utanríkisráðuneytis til fréttastofu um málið segir að utanríkisráðherra hafi ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í upphafi októbermánaðar í Palestínu. „Fulltrúar ráðuneytisins eru hins vegar í stöðugum samskiptum við yfirvöld á átakasvæðinu, þar á meðal í Egyptalandi. Þar hefur málflutningur Íslands verið skýr um að koma þurfi á vopnahléi á Gaza, tryggja tafarlausa lausn gísla Hamas, óheft aðgengi neyðaraðstoðar og fylgja alþjóðalögum án undantekninga.“ Ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gasa þurfi að flýja Þá segir enn fremur að íslenska ríkið hafi verið meðflutningsríki, ásamt Egyptalandi og fleiri ríkjum, í ályktunum þess efnis og að skýr samhljómur hafi verið á fundum ráðherra með stjórnvöldum annarra ríkja á svæðinu um að pólitíska lausn þurfi til að koma á varanlegum friði. Það sé ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gaza þurfi að yfirgefa heimili sín varanlega, í stórum stíl. „Hins vegar fylgist ráðuneytið áfram grannt með stöðu mála á landamærum Palestínu og Egyptalands, en þau eru í dag lokuð inn til Egyptalands og óljóst hvort eða hvenær dvalarleyfishöfum verður kleift að yfirgefa Gaza.“ Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að Ísland starfræki hvorki sendiráð í Ísrael né Egyptalandi og að stjórnvöld njóti ekki aðstoðar Norðurlanda þegar um er að ræða aðra en íslenska ríkisborgara. „Það er því örðugt að svara frekar til um aðgerðir í þessum efnum, en stjórnvöld fylgjast áfram með stöðu mála og meta möguleg viðbrögð og aðgerðir.“ Erfitt að börnin komist ekki út Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Tuttugu þúsund eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Stór hluti þeirra eru konur og börn.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37
Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31
Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13