Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2023 08:10 Eins og sjá má eru skemmdirnar á húsinu við Víkurbraut 40 miklar. Sigurður Óli Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Erlendir fjölmiðlar héldu margir hverjir til Íslands þegar fór að gjósa við Sundhnúksgíga á mánudagskvöld. Fulltrúar TV2 í Noregi voru meðal þeirra sem komu og fylgdu Sigurði Óla og sonum hans til að skoða afleiðingar jarðskjálftanna í nóvember þegar bærinn var rýmdur. Í myndbandinu að neðan má sjá Sigurð Óla lóðsa norska sjónvarpsfólkið um húsið sitt. Sjá má löngu sprunguna í Grindavík sem teygir sig undir húsið hans og hefur valdið miklum skemmdum. Veggur í garðinum er brotinn, sprungur sjást víða og húsið hreinlega hallar. Sigurður Óli og synir hans sýna norska fréttafólkinu hvernig gólfið hallar. Boltar eru settir á gólfið sem rúlla af stað undan hallanum. Sigurður Óli segist á Facebook hafa fengið staðfest hjá Náttúruhamfaratryggingu að hús fjölskyldunnar að Víkurbraut 40 væri altjón. „Það var fátt um svör hjá NTÍ, vísa á Grindavíkurbæ. Ekkert hægt að gera, né bæta tjón fyrr en afstaða Grindavíkurbæjar liggur fyrir. Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað? Ég veit að ég skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa. Ég á ekki von á að bæjarfulltrúar svari þessu, enda eru þeir hálfósýnilegir,“ segir Sigurður Óli á Facebook. Hann nefnir þó sérstaklega að margir séu í mun verri stöðu en fjölskylda hans. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar héldu margir hverjir til Íslands þegar fór að gjósa við Sundhnúksgíga á mánudagskvöld. Fulltrúar TV2 í Noregi voru meðal þeirra sem komu og fylgdu Sigurði Óla og sonum hans til að skoða afleiðingar jarðskjálftanna í nóvember þegar bærinn var rýmdur. Í myndbandinu að neðan má sjá Sigurð Óla lóðsa norska sjónvarpsfólkið um húsið sitt. Sjá má löngu sprunguna í Grindavík sem teygir sig undir húsið hans og hefur valdið miklum skemmdum. Veggur í garðinum er brotinn, sprungur sjást víða og húsið hreinlega hallar. Sigurður Óli og synir hans sýna norska fréttafólkinu hvernig gólfið hallar. Boltar eru settir á gólfið sem rúlla af stað undan hallanum. Sigurður Óli segist á Facebook hafa fengið staðfest hjá Náttúruhamfaratryggingu að hús fjölskyldunnar að Víkurbraut 40 væri altjón. „Það var fátt um svör hjá NTÍ, vísa á Grindavíkurbæ. Ekkert hægt að gera, né bæta tjón fyrr en afstaða Grindavíkurbæjar liggur fyrir. Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað? Ég veit að ég skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa. Ég á ekki von á að bæjarfulltrúar svari þessu, enda eru þeir hálfósýnilegir,“ segir Sigurður Óli á Facebook. Hann nefnir þó sérstaklega að margir séu í mun verri stöðu en fjölskylda hans.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira