Skapari Glock-byssunnar er látinn Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2023 07:42 Gaston Glock hannaði Glock-skammbyssuna á níunda áratugnum. Glock Austurríski verkfræðingurinn Gaston Glock, sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp Glock-skammbyssuna, er látinn. Hann varð 94 ára gamall. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu Glock segir að starfsemi fyrirtækisins muni halda áfram í hans anda. BBC segir frá því að Glock-skammbyssurnar séu verið notaðar af herjum, öryggisvörðum, byssueigendum og glæpamönnum um allan heim og að vinsældir byssutegundarinnar hafi aukist mikið og hún fest sig í sessi eftir að hafa verið notuð í fjölda stórra kvikmynda líkt og Matrix Reloaded. Þrátt fyrir vinsældir Glock-skammbyssunnar þá var Gaston Glock lýst sem hlédrægum milljarðamæringi sem hafi varið langmestum tíma sínum í húsi sínu við stöðuvatn í Austurríki. Hann hafi sjaldan verið í fjölmiðlum en gaf þó út bók um viðskiptaveldi sitt árið 2012 í kjölfar skilnaðar við fyrstu eiginkonu sinnar. Í bókinni sagði Glock meðal annars frá því þegar samstarfsmaður hafi reynt að láta drepa hann á tíunda áratugnum. Hafði samstarfsmaðurinn þá leigt fyrrverandi glímumann til að bana Glock með því að berja hann í höfuðið með gúmmíkylfu, en Glock, sem þá var sjötugur, hafi tekist að verjast árásinni og tekist að rota árásarmanninn. Glock var fæddur árið 1929 og stundaði nám í vélaverkfræði á sínum yngri árum. Hann stofnaði fyrirtæki á níunda áratugnum og var hann ráðinn af austurríska hernum til að uppfæra þær byssur sem notaðar voru í hernum. Hann hannaði og þróaði þá létta níu millimetra hálfsjálfvirka byssu sem gat skotið átján skotum og sem auðvelt var að hlaða. Byssan naut fljótt mikilla vinsælda og átti sala á byssunni eftir að stóraukast með árunum. Bandaríska tímaritið Forbes mat auðævi Glock 1,1 milljarð Bandaríkjadala árið 2021. Andlát Austurríki Skotvopn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu Glock segir að starfsemi fyrirtækisins muni halda áfram í hans anda. BBC segir frá því að Glock-skammbyssurnar séu verið notaðar af herjum, öryggisvörðum, byssueigendum og glæpamönnum um allan heim og að vinsældir byssutegundarinnar hafi aukist mikið og hún fest sig í sessi eftir að hafa verið notuð í fjölda stórra kvikmynda líkt og Matrix Reloaded. Þrátt fyrir vinsældir Glock-skammbyssunnar þá var Gaston Glock lýst sem hlédrægum milljarðamæringi sem hafi varið langmestum tíma sínum í húsi sínu við stöðuvatn í Austurríki. Hann hafi sjaldan verið í fjölmiðlum en gaf þó út bók um viðskiptaveldi sitt árið 2012 í kjölfar skilnaðar við fyrstu eiginkonu sinnar. Í bókinni sagði Glock meðal annars frá því þegar samstarfsmaður hafi reynt að láta drepa hann á tíunda áratugnum. Hafði samstarfsmaðurinn þá leigt fyrrverandi glímumann til að bana Glock með því að berja hann í höfuðið með gúmmíkylfu, en Glock, sem þá var sjötugur, hafi tekist að verjast árásinni og tekist að rota árásarmanninn. Glock var fæddur árið 1929 og stundaði nám í vélaverkfræði á sínum yngri árum. Hann stofnaði fyrirtæki á níunda áratugnum og var hann ráðinn af austurríska hernum til að uppfæra þær byssur sem notaðar voru í hernum. Hann hannaði og þróaði þá létta níu millimetra hálfsjálfvirka byssu sem gat skotið átján skotum og sem auðvelt var að hlaða. Byssan naut fljótt mikilla vinsælda og átti sala á byssunni eftir að stóraukast með árunum. Bandaríska tímaritið Forbes mat auðævi Glock 1,1 milljarð Bandaríkjadala árið 2021.
Andlát Austurríki Skotvopn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira