Kanni möguleika á lausri skrúfu í 737 Max vélum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. desember 2023 16:39 Boeing segir að um öryggisráðstöfun sé um að ræða. Sergei Gapon/Anadolu Agency via Getty Images Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hvetur flugfélög til þess að skoða nýrri 737 MAX farþegaþotur vegna möguleikans á því að þar sé lausa skrúfu að finna í hliðarstýri vélarinnar. Í umfjöllun Reuters kemur fram að bandarisk flugmálayfirvöld fylgist vel með farþegaþotunum og skoðunum á þeim vegna málsins. Þau muni bregðast við sé frekari aðgerða þörf. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að Boeing hafi hvatt til skoðunarinnar eftir að alþjóðlegt flugfélag uppgötvaði bolta í hæðarstýriskerfi flugvélarinnar sem vantaði á ró. Til að gæta fyllsta öryggis fer Boeing fram á að flugvélar af þessari gerð verði skoðaðar innan tveggja vikna. Framleiðandinn tekur fram að ekki þurfi að skoða vélar sem afhentar eru eftir þessa uppgötvun. Þá tekur Boeing fram að vandamálið eigi ekki við um eldri vélar af 737 gerð. Reuters hefur eftir United Airlines flugfélaginu að félagið búist ekki við því að vandamálið muni hafa áhrif á starfsemi flugfélagsins. Tekið er fram í umfjölluninni að það sé hluti af reglubundnu verklagi allra flugáhafna að fara yfir stýrisbúnað farþegaþotna áður en haldið sé af stað. Bandarísk flugmálayfirvöld segja að þau muni fylgjast grannt með stöðu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að vel hafi verið fylgst með framleiðslu á 737 MAX vélunum eftir að þær voru kyrrsettar í tuttugu mánuði eftir mannskæð flugslys árin 2018 og 2019. Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í umfjöllun Reuters kemur fram að bandarisk flugmálayfirvöld fylgist vel með farþegaþotunum og skoðunum á þeim vegna málsins. Þau muni bregðast við sé frekari aðgerða þörf. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að Boeing hafi hvatt til skoðunarinnar eftir að alþjóðlegt flugfélag uppgötvaði bolta í hæðarstýriskerfi flugvélarinnar sem vantaði á ró. Til að gæta fyllsta öryggis fer Boeing fram á að flugvélar af þessari gerð verði skoðaðar innan tveggja vikna. Framleiðandinn tekur fram að ekki þurfi að skoða vélar sem afhentar eru eftir þessa uppgötvun. Þá tekur Boeing fram að vandamálið eigi ekki við um eldri vélar af 737 gerð. Reuters hefur eftir United Airlines flugfélaginu að félagið búist ekki við því að vandamálið muni hafa áhrif á starfsemi flugfélagsins. Tekið er fram í umfjölluninni að það sé hluti af reglubundnu verklagi allra flugáhafna að fara yfir stýrisbúnað farþegaþotna áður en haldið sé af stað. Bandarísk flugmálayfirvöld segja að þau muni fylgjast grannt með stöðu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að vel hafi verið fylgst með framleiðslu á 737 MAX vélunum eftir að þær voru kyrrsettar í tuttugu mánuði eftir mannskæð flugslys árin 2018 og 2019.
Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira