„Þar dönsuðu þeir og sungu álfadans“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. desember 2023 10:45 Ljósadýrð og reykmökkur einkenna áramótin í Reykjavík dagsins í dag en svo hefur ekki alltaf verið. Vísir/Egill Aðalsteinsson Á áramótunum er andrúmsloftið, eins og frægt er, töfrum slungið. Þegar nýja árið hefst fá hinar ýmsu vættir til heilla eða óheilla (þó flestar til óheilla) að leika lausum hala. Í dag eru áramótin kannski fyrst og fremst stór veisla með flugeldum, fínum mat, tertum og skaupsáhorfi en þau hafa ekki alltaf verið svo saklaust tilefni. Þeim hefur ekki einu sinni alltaf verið fagnað á aðfaranótt fyrsta janúar. Nú þegar styttist óðfluga í ljósum prýddan himinn og fagnaðarlæti um allt land skulum við líta aðeins yfir sögu gamlárspartíhalda á Íslandi og einnar mest einkennandi hefðar hátíðinnar hér á landi. Greinin er unnin upp úr umfjöllun Árna Björnssonar þjóðháttafræðings í bók sinni „Sögu daganna.“ Áramót um vorið Í gegnum tíðina hefur fólk ekki alltaf verið sammála um hvenær einu ári lýkur og annað hefst. Til dæmis var það lengi siður Rómverja að hefja árið í marsmánuði. Það var ekki fyrr en á annarri öld fyrir Kristsburð að þeir færðu þessi tímamót til 1. janúar en það hélt þó ekki lengi. Á fjórðu öld færði Konstantínus keisari nýársdag að 1. september en því var snarað aftur í það mót sem við þekkjum í dag nítján árum síðar. Lengi eftir það var ósamræmi milli páfanna hvaða dagur skyldi kallast nýársdagur. Sumir hölluðust að 1. september að síðrómverskum sið en aðrir að 1. janúar.Þá var jóladagur lengi mjög algengur í Norður-Evrópu sem nýársdagur. Enginn dagur er staðfestur nýársdagur í forna tímatalinu á Íslandi en Árni Björnsson þjóðháttafræðingur og helsta heimild þessar greinar segir að eðlilegast sé að hugsa sér að árið hafi byrjað á sumardaginn fyrsta. Kort af Reykjavík um það leyti sem áramótabrennan fyrsta var kveikt. Vestanmegin Tjarnarinnar sést skólahúsið.Íslandskort Snemma á 16. öld er 1. janúar orðinn ríkjandi nýársdagur á Íslandi og er Ísland á undan öðrum Evrópuþjóðum í þeim efnum. Orðið nýársdagur birtist fyrst í spássíum Nýja testaments Odds Gottskálkssonar frá 1540. Hins vegar sést orðið gamlárskvöld ekki í rituðu máli fyrr en seint á 18. öldinni eða árið 1791. Stúdentar kveikja fyrsta áramótabálið Það var þá sem Sveinn Pálsson læknir í Reykjavík sagði frá uppátækjum skólapilta í Hólavallaskóla sem urðu síðar að fastri liði áramótafögnuða um land allt. „Á gamlárskvöld halda þeir brennu á hæð einni skammt frá skólanum, sem þeir kalla Vulcan. Er brennan svo stór að hún sést ur margra mílna fjarlægð. Til brennunnar safna þeir gömlum tunnum og alls konar timburbraki og hella yfir það tjöru. Brennan er fögur tilsýndar í náttmyrkrinu, sérstaklega þegar hvorki er regn né þoka.“ Teikning af Hólavallaskóla í Reykjavík.Torfbæir í Reykjavík Árni segir að hæðin Vulcan sé líklega Landakotshæð og að hún hafi verið mun svipmeiri þegar enginn hús höfðu enn verið byggð á henni. Seinna var brennan oft á Skólavörðuholti. Blysfarir og álfadans Í Reykjavík á átjándu öldinni var farið að rísa þéttbýli og skólasveinar bæjarins settu svip sinn á bæjarlífið. MR-ingar eiga heiðurinn að öðrum áramótahefðum. Þá helst eiga þeir heiðurinn á álfadönsum og blysförum í tengslum við hátíðarhöld áramótanna. Fyrsti álfadansinn var á gamlárskvöld árið 1871. Þá höfðu nemendur Lærða skólans frumsýnt leikritið „Nýársnóttina“ eftri einn þeirra, hann Indriða Einarsson, og var sú sýning mjög vinsæl. Sigurður Guðmundsson málari gerði búninganna og var sýningin sett upp nokkrum sinnum fyrir fullu húsi. Þáverandi nemendafélag Lærða skólans, Framtíðin var stofnuð tólf árum síðar, ákvað að efna til blysfarar og álfadans á Tjörninni í anda leikritsins. Stúdentarnir voru klæddir sem annars vegar ljósálfar og hins vegar dökkálfar og dönsuðu á svellinu í álfabúningum Sigurðar málara. Uppdráttur Sveins Sveinssonar af Reykjavík frá árinu 1876.Íslandskort Ritstjóri Þjóðólfs, hann Jón Guðmundsson, lýsti uppákomunni á eftirfarandi hátt: „Á gamlárskvöld kl. 8 ½ var hér í fyrsta sinn „blysburður“ (eður sem Danir kalla „Fakkeltog“). Stúdentar prestaskólans (nú 15 að tölu) og læknaskólans (nú 5) stofnuðu til þess og gengust fyrir því með fyrsta, en lærisveinar skólans gengu og í það, svo blysin urðu yfir 70 að tölu. Flestir höfðu þeir höfuðbúnað og fleira, ýmist sem ljósálfar eður svartálfar, kom annar flokkurinn í ljós unnan úr Tjarnarenda, hver maður með sitt bálanda blys, en hinn flokkurinn norðan frá Lækjarósnum, mættust svo á miðri Tjörninni, þar dönsuðu þeir og sungu álfadans.“ Rótgróin liður í áramótadagskránni Í kjölfar þessa atburðar breiðast bálkveikjur Íslendinga á áramótum um allt land. Utan Reykjavíkur fór fólk að kveikja bál við tilefnið á Suðurlandi, Breiðafirði og víðs vegar. Á Breiðafirði voru bálin yfirleitt kölluð vitar. Í dag eru brennur haldnar um allt land og sækir þær margmenni. Fyrir mörgum Íslendingum eru brennufarirnar ómissandi hluti gamlársdagshátíðarhalda og eru þær mikil skemmtun. Þar stíga tónlistarmenn á stokk og sungin eru álfalög ásamt nútímasmellum. Þá eru líka oft flugeldasýningar í tengslum við brennurnar og hjúfrar sig fólk að eldinum til að fá hlýju á köldum, dimmum gamlárskvöldum, og hlakkar til nýs árs með fjölskyldu og vinum. Flugeldar í Kópavogi á áramótunum 2018 og 2019.Vísir/Vilhelm Áramót Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Nú þegar styttist óðfluga í ljósum prýddan himinn og fagnaðarlæti um allt land skulum við líta aðeins yfir sögu gamlárspartíhalda á Íslandi og einnar mest einkennandi hefðar hátíðinnar hér á landi. Greinin er unnin upp úr umfjöllun Árna Björnssonar þjóðháttafræðings í bók sinni „Sögu daganna.“ Áramót um vorið Í gegnum tíðina hefur fólk ekki alltaf verið sammála um hvenær einu ári lýkur og annað hefst. Til dæmis var það lengi siður Rómverja að hefja árið í marsmánuði. Það var ekki fyrr en á annarri öld fyrir Kristsburð að þeir færðu þessi tímamót til 1. janúar en það hélt þó ekki lengi. Á fjórðu öld færði Konstantínus keisari nýársdag að 1. september en því var snarað aftur í það mót sem við þekkjum í dag nítján árum síðar. Lengi eftir það var ósamræmi milli páfanna hvaða dagur skyldi kallast nýársdagur. Sumir hölluðust að 1. september að síðrómverskum sið en aðrir að 1. janúar.Þá var jóladagur lengi mjög algengur í Norður-Evrópu sem nýársdagur. Enginn dagur er staðfestur nýársdagur í forna tímatalinu á Íslandi en Árni Björnsson þjóðháttafræðingur og helsta heimild þessar greinar segir að eðlilegast sé að hugsa sér að árið hafi byrjað á sumardaginn fyrsta. Kort af Reykjavík um það leyti sem áramótabrennan fyrsta var kveikt. Vestanmegin Tjarnarinnar sést skólahúsið.Íslandskort Snemma á 16. öld er 1. janúar orðinn ríkjandi nýársdagur á Íslandi og er Ísland á undan öðrum Evrópuþjóðum í þeim efnum. Orðið nýársdagur birtist fyrst í spássíum Nýja testaments Odds Gottskálkssonar frá 1540. Hins vegar sést orðið gamlárskvöld ekki í rituðu máli fyrr en seint á 18. öldinni eða árið 1791. Stúdentar kveikja fyrsta áramótabálið Það var þá sem Sveinn Pálsson læknir í Reykjavík sagði frá uppátækjum skólapilta í Hólavallaskóla sem urðu síðar að fastri liði áramótafögnuða um land allt. „Á gamlárskvöld halda þeir brennu á hæð einni skammt frá skólanum, sem þeir kalla Vulcan. Er brennan svo stór að hún sést ur margra mílna fjarlægð. Til brennunnar safna þeir gömlum tunnum og alls konar timburbraki og hella yfir það tjöru. Brennan er fögur tilsýndar í náttmyrkrinu, sérstaklega þegar hvorki er regn né þoka.“ Teikning af Hólavallaskóla í Reykjavík.Torfbæir í Reykjavík Árni segir að hæðin Vulcan sé líklega Landakotshæð og að hún hafi verið mun svipmeiri þegar enginn hús höfðu enn verið byggð á henni. Seinna var brennan oft á Skólavörðuholti. Blysfarir og álfadans Í Reykjavík á átjándu öldinni var farið að rísa þéttbýli og skólasveinar bæjarins settu svip sinn á bæjarlífið. MR-ingar eiga heiðurinn að öðrum áramótahefðum. Þá helst eiga þeir heiðurinn á álfadönsum og blysförum í tengslum við hátíðarhöld áramótanna. Fyrsti álfadansinn var á gamlárskvöld árið 1871. Þá höfðu nemendur Lærða skólans frumsýnt leikritið „Nýársnóttina“ eftri einn þeirra, hann Indriða Einarsson, og var sú sýning mjög vinsæl. Sigurður Guðmundsson málari gerði búninganna og var sýningin sett upp nokkrum sinnum fyrir fullu húsi. Þáverandi nemendafélag Lærða skólans, Framtíðin var stofnuð tólf árum síðar, ákvað að efna til blysfarar og álfadans á Tjörninni í anda leikritsins. Stúdentarnir voru klæddir sem annars vegar ljósálfar og hins vegar dökkálfar og dönsuðu á svellinu í álfabúningum Sigurðar málara. Uppdráttur Sveins Sveinssonar af Reykjavík frá árinu 1876.Íslandskort Ritstjóri Þjóðólfs, hann Jón Guðmundsson, lýsti uppákomunni á eftirfarandi hátt: „Á gamlárskvöld kl. 8 ½ var hér í fyrsta sinn „blysburður“ (eður sem Danir kalla „Fakkeltog“). Stúdentar prestaskólans (nú 15 að tölu) og læknaskólans (nú 5) stofnuðu til þess og gengust fyrir því með fyrsta, en lærisveinar skólans gengu og í það, svo blysin urðu yfir 70 að tölu. Flestir höfðu þeir höfuðbúnað og fleira, ýmist sem ljósálfar eður svartálfar, kom annar flokkurinn í ljós unnan úr Tjarnarenda, hver maður með sitt bálanda blys, en hinn flokkurinn norðan frá Lækjarósnum, mættust svo á miðri Tjörninni, þar dönsuðu þeir og sungu álfadans.“ Rótgróin liður í áramótadagskránni Í kjölfar þessa atburðar breiðast bálkveikjur Íslendinga á áramótum um allt land. Utan Reykjavíkur fór fólk að kveikja bál við tilefnið á Suðurlandi, Breiðafirði og víðs vegar. Á Breiðafirði voru bálin yfirleitt kölluð vitar. Í dag eru brennur haldnar um allt land og sækir þær margmenni. Fyrir mörgum Íslendingum eru brennufarirnar ómissandi hluti gamlársdagshátíðarhalda og eru þær mikil skemmtun. Þar stíga tónlistarmenn á stokk og sungin eru álfalög ásamt nútímasmellum. Þá eru líka oft flugeldasýningar í tengslum við brennurnar og hjúfrar sig fólk að eldinum til að fá hlýju á köldum, dimmum gamlárskvöldum, og hlakkar til nýs árs með fjölskyldu og vinum. Flugeldar í Kópavogi á áramótunum 2018 og 2019.Vísir/Vilhelm
Áramót Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira