MAST íhugar að kæra Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2024 18:30 „Við erum að skoða það hvort við ætlum að kæra málið til ríkissaksóknara,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST. Vísir/Einar Hátt í þrjú hundruð frávik hafa orðið hjá fyrirtækjum í land- og sjóvkvíeldi hér á landi á síðustu þremur árum og þar af teljast ríflega sextíu alvarleg. Matvælastofnun íhugar að kæra fyrirtækið Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara vegna tveggja alvarlegra mála. Matvælastofnun hefur birt skýrslu um tvö alvarleg frávik hjá laxeldisstöð Arctic Sea Farm á Patreksfirði síðastliðið sumar. Fyrirtækið er í eigu Arctic Fish ehf. sem er að stærstum hluta í eigu norska fyrirtækisins MOWI sem fer með ríflega helmingshlut og Síldarvinnslunnar sem á 35 prósent. „Alvarlegu frávikin snúa annars vegar að ljósastýringu og hins vegar að því að það mynduðust göt á kvína,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar. Eitt stærsta atvik sinnar tegundar Samkvæmt skýrslu MAST komu tvö göt á kvína sem í voru 75 þúsund fiskar, einhvern tíma á tímabilinu 8. - 20. ágúst síðastliðið sumar. Þá hafi ekkert neðansjávareftirlit verið með kvínni í 95 daga á síðasta ári. „Í þessu atviki er talið að 12-13 hundruð eldislaxar hafi sloppið út. Það sem var alvarlegt í þessu atviki er að þetta var kynþroska fiskur sem leitar upp í árnar. Það eru ekki mörg atvik í sjókvíaeldi af þessari stærðargráðu sem hafa gerst áður ,“ segir Hrönn. Mikið var fjallað um slysasleppinguna í fjölmiðlum síðastliðið haust. MAST kærði málið til lögreglunnar á Vestfjörðum sem ákvað rétt fyrir jól að hætt rannsókn sinni. Landssamband veiðifélaga hyggst kæra þá ákvörðun. Matvælastofnun íhugar að kæra til ríkissaksóknara Matvælastofnun íhugar að kæra málið til ríkissaksóknara og mun ákvörðun liggja fyrir á næstu vikum. „Við erum að skoða það hvort við ætlum að kæra málið til ríkissaksóknara,“ segir Hrönn. Fjölmörg frávik í landeldi og sjókví síðustu ár Alls hafa komið upp fimm alvarleg frávik og átta frávik hjá Arctic Sea Farm frá árinu 2019. Í heild hafa komið upp 62 alvarleg frávik og 2010 frávik hjá fyrirtækjum í landeldi og sjókví frá árinu 2020. Hrönn segir mikilvægt að breyta lagaramma um greinina. „Regluverkið og lagaramminn í kringum þessa grein eru ekki eins og þau ætti að vera. Það stendur til bóta og það liggja inni frumvörp til laga og ég vænti þess að í nýjum lögum hafi eftirlitsstofnanir eins og MAST frekari úrræði til að bregðast við svona atvikum,“ segir Hrönn. Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Matvælastofnun hefur birt skýrslu um tvö alvarleg frávik hjá laxeldisstöð Arctic Sea Farm á Patreksfirði síðastliðið sumar. Fyrirtækið er í eigu Arctic Fish ehf. sem er að stærstum hluta í eigu norska fyrirtækisins MOWI sem fer með ríflega helmingshlut og Síldarvinnslunnar sem á 35 prósent. „Alvarlegu frávikin snúa annars vegar að ljósastýringu og hins vegar að því að það mynduðust göt á kvína,“ segir Hrönn Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar. Eitt stærsta atvik sinnar tegundar Samkvæmt skýrslu MAST komu tvö göt á kvína sem í voru 75 þúsund fiskar, einhvern tíma á tímabilinu 8. - 20. ágúst síðastliðið sumar. Þá hafi ekkert neðansjávareftirlit verið með kvínni í 95 daga á síðasta ári. „Í þessu atviki er talið að 12-13 hundruð eldislaxar hafi sloppið út. Það sem var alvarlegt í þessu atviki er að þetta var kynþroska fiskur sem leitar upp í árnar. Það eru ekki mörg atvik í sjókvíaeldi af þessari stærðargráðu sem hafa gerst áður ,“ segir Hrönn. Mikið var fjallað um slysasleppinguna í fjölmiðlum síðastliðið haust. MAST kærði málið til lögreglunnar á Vestfjörðum sem ákvað rétt fyrir jól að hætt rannsókn sinni. Landssamband veiðifélaga hyggst kæra þá ákvörðun. Matvælastofnun íhugar að kæra til ríkissaksóknara Matvælastofnun íhugar að kæra málið til ríkissaksóknara og mun ákvörðun liggja fyrir á næstu vikum. „Við erum að skoða það hvort við ætlum að kæra málið til ríkissaksóknara,“ segir Hrönn. Fjölmörg frávik í landeldi og sjókví síðustu ár Alls hafa komið upp fimm alvarleg frávik og átta frávik hjá Arctic Sea Farm frá árinu 2019. Í heild hafa komið upp 62 alvarleg frávik og 2010 frávik hjá fyrirtækjum í landeldi og sjókví frá árinu 2020. Hrönn segir mikilvægt að breyta lagaramma um greinina. „Regluverkið og lagaramminn í kringum þessa grein eru ekki eins og þau ætti að vera. Það stendur til bóta og það liggja inni frumvörp til laga og ég vænti þess að í nýjum lögum hafi eftirlitsstofnanir eins og MAST frekari úrræði til að bregðast við svona atvikum,“ segir Hrönn.
Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46 Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01
Matvælastofnun staðfestir eldislax frá Artic Sea Farm í fjölda ám Matvælastofnun hefur staðfest að eldislax, strokulax frá Arctic Sea Farm á Patreksfirði, hafi fundist í fjölda áa, meðal annars í Víðidalsá, Vatnsdalsá og í Selá í Ísafjarðardjúpi. 8. september 2023 17:46
Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34