Sambíóin „verði að girða sig í brók“ og fá nýja lyftu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. janúar 2024 23:32 Sigrún María vonar að Sambíóin fái nýja lyftu í kvikmyndahúsið sem nú er það eina á Akureyri. Samsett Sigrún María Óskarsdóttir segir að Sambíóin á Akureyri verði að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. „Það er svona lyfta víða. Hún er á stiganum og er samanbrjótanleg og svo er hægt að láta hana niður og þá fer maður upp á með stólinn og þá fer maður upp,“ segir Sigrún María í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún vakti athygli á biluninni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún skorar á Sambíóin að gera eitthvað í málinu. Hún segir þetta alls ekki fyrsta skiptið sem lyftan virkar ekki. „Ég veit um nokkra á Akureyri sem hafa hreinlega þurft að hætta við að fara í bíó út af lyftunni,“ segir Sigrún María en í færslu hennar kemur fram að starfsmaður kvikmyndahússins og bróðir hennar þurftu að lyfta henni saman upp stigann vegna bilunarinnar. Lyftan sem um ræðir er svona en stiginn er miklu lengri. Sigrún María telur að hann sé um 30 þrep. í honum er líka beygja. Vísir/Getty „Ég var búin að hringja á undan og spyrja um ástandið á lyftunni. Mér hafði verið sagt að hún væri biluð og að þau væru að bíða eftir varahlutum. En ég sagði þá bara að það yrði einhver að vera í bíóinu sem gæti aðstoðað mig upp því ég ætlaði ekki að hætta við að fara. Bróður minn býr í útlöndum og hann var á landinu og ég ætlaði með honum í bíó. Ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig í því,“ segir Sigrún María. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði að bróðir hennar hafi svo þurft að aðstoða við að færa hana upp. Það hafi ekki verið tveir starfsmenn frá kvikmyndahúsinu sem gerðu það. Langvarandi ástand Spurð hvort þetta hafi verið svona lengi segir Sigrún María að hún hafi heyrt frá annarri konu sem er í hjólastól að sama ástand hafi verið á lyftunni fyrir fimm árum síðan. „Ég skil ekki hvaða droll þetta er í þeim. Mér finnst þetta ömurlegt. Ég hef mjög gaman af því að horfa á bíómyndir og myndi örugglega fara oftar í bíó ef aðstæður væru öðruvísi.“ Eins og stendur eru Sambíóin eina kvikmyndahúsið á Akureyri. Áður var líka Borgarbíó en því var lokað árið 2022. Sigrún segir að aðstæður hafi verið miklu betri þar fyrir fólk sem noti hjólastól og eigi erfitt með gang. Það sé því orðið mjög áríðandi að Sambíóin kaupi nýja lyftu svo allir komist í bíó. „Það þýðir ekkert alltaf að laga þessa. Hún virkar í tvær vikur en svo kemur eitthvað upp á.“ Hún hefur engin viðbrögð enn fengið frá bíóinu en vonar að það breytist fljótlega. Akureyri Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
„Það er svona lyfta víða. Hún er á stiganum og er samanbrjótanleg og svo er hægt að láta hana niður og þá fer maður upp á með stólinn og þá fer maður upp,“ segir Sigrún María í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún vakti athygli á biluninni í færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hún skorar á Sambíóin að gera eitthvað í málinu. Hún segir þetta alls ekki fyrsta skiptið sem lyftan virkar ekki. „Ég veit um nokkra á Akureyri sem hafa hreinlega þurft að hætta við að fara í bíó út af lyftunni,“ segir Sigrún María en í færslu hennar kemur fram að starfsmaður kvikmyndahússins og bróðir hennar þurftu að lyfta henni saman upp stigann vegna bilunarinnar. Lyftan sem um ræðir er svona en stiginn er miklu lengri. Sigrún María telur að hann sé um 30 þrep. í honum er líka beygja. Vísir/Getty „Ég var búin að hringja á undan og spyrja um ástandið á lyftunni. Mér hafði verið sagt að hún væri biluð og að þau væru að bíða eftir varahlutum. En ég sagði þá bara að það yrði einhver að vera í bíóinu sem gæti aðstoðað mig upp því ég ætlaði ekki að hætta við að fara. Bróður minn býr í útlöndum og hann var á landinu og ég ætlaði með honum í bíó. Ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig í því,“ segir Sigrún María. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði að bróðir hennar hafi svo þurft að aðstoða við að færa hana upp. Það hafi ekki verið tveir starfsmenn frá kvikmyndahúsinu sem gerðu það. Langvarandi ástand Spurð hvort þetta hafi verið svona lengi segir Sigrún María að hún hafi heyrt frá annarri konu sem er í hjólastól að sama ástand hafi verið á lyftunni fyrir fimm árum síðan. „Ég skil ekki hvaða droll þetta er í þeim. Mér finnst þetta ömurlegt. Ég hef mjög gaman af því að horfa á bíómyndir og myndi örugglega fara oftar í bíó ef aðstæður væru öðruvísi.“ Eins og stendur eru Sambíóin eina kvikmyndahúsið á Akureyri. Áður var líka Borgarbíó en því var lokað árið 2022. Sigrún segir að aðstæður hafi verið miklu betri þar fyrir fólk sem noti hjólastól og eigi erfitt með gang. Það sé því orðið mjög áríðandi að Sambíóin kaupi nýja lyftu svo allir komist í bíó. „Það þýðir ekkert alltaf að laga þessa. Hún virkar í tvær vikur en svo kemur eitthvað upp á.“ Hún hefur engin viðbrögð enn fengið frá bíóinu en vonar að það breytist fljótlega.
Akureyri Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira