„Magnaður innri heilunarmáttur“ Dáleiðsluskóli íslands 12. janúar 2024 08:31 Þær Jenný Maggý Rúriksdóttir (t.v.) og Hrafnhildur Lóa Guðmundsdóttir eru sérfræðingar í klínískri dáleiðslumeðferð og Hugrænni endurforritun. Myndir/Hulda Margrét. Hrafnhildur Lóa Guðmundsdóttir og Jenný Maggý Rúriksdóttir starfa hvor á sínu sviði en lærðu báðar klíníska dáleiðslumeðferð og Hugræna endurforritun hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Hvaða reynslu höfðuð þið fyrir námið í Hugrænni endurforritun? Hrafnhildur Lóa: „Í dag starfa ég sem ljósmóðir á Landspítalanum auk þess að starfa við heimaþjónustu nýbakaðra foreldra og að sinna klínískri meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun. Ég hef starfað í heilbrigðiskerfinu í yfir tuttugu ár, núna á höfuðborgarsvæðinu en áður í Neskaupstað. Ég hef unnið sjálfstætt, á heilbrigðisstofnunum og kenndi við Sjúkraflutningaskóla Íslands í nokkur ár.“ Jenný Maggý: „Ég er jógakennari og legg áherslu á starf með verðandi mæðrum. Ég rek Faðm Jógastúdíó og býð upp á meðgöngu- og mömmujóga, meðgöngusund og fleiri jóganámskeið í Hafnarfirðinum auk þess að starfa við klíníska dáleiðslumeðferð og Hugræna endurforritun.“ Dýrmætur og ómissandi mannauður Hverju breytir þekkingin á meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun fyrir ykkur ? Hrafnhildur Lóa: „Þegar ég áttaði mig á hvers megnug Hugræn endurforritun er og hve góð viðbót hún er við allt það sem ég hef lært og tileinkað mér áður - og ég hafði jafnframt hjálpað mörgum sem starfa í heilbrigðiskerfinu með Hugrænni endurforritun - þá vissi ég að ég yrði að gefa þessari meðferð pláss í mínu lífi. Í dag starfa ég undir nafni Lausnarsteina með öðrum ljósmæðrum sem hafa sérhæft sig í lausn margvíslegra vandamála. Hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, læknar, sjúkraliðar, sjúkraflutningafólk, björgunarsveitirnar og allir þeir sem koma að og mynda velferðarkerfið er dýrmætur og ómissandi mannauður sem ekkert samfélag getur verið án. Það er hins vegar þannig að á þessu fólki hvílir bæði gífurleg ábyrgð og álag og á undanförnum árum höfum við séð fólk bugast og jafnvel ekki eiga afturkvæmt. Ég hef séð að klínísk meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun geta gert mög mikið fyrir skjólstæðinga mína og að hún getur skipt sköpum fyrir kollega mína og annað heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðarsveitum velferðarkerfisins.“ Jenný Maggý: „Eftir mjög líkamlega og andlega erfiða þriðju meðgöngu glímdi ég við mikinn kvíða og vanlíðan sem ég vissi ekki af hverju stafaði. Ég leitaði allra leiða til þess að líða betur en fann að flest setti bara plástur á meinið en vann ekki á rótum vandans. Ári seinna ákvað ég að fara í jóganám og sérhæfa mig í meðgöngu- og mömmujóga til þess að hjálpa öðrum konum til að líða sem allra best á meðgöngunni og í foreldrahlutverkinu. Nokkrum árum eftir meðgönguna var ég enn að upplifa kvíða svo ég prófaði dáleiðslu og fann hversu góð áhrif það hafði á líðan mína. Ég ákvað svo að skrá mig í nám í Dáleiðsluskóla Íslands til að læra Hugræna endurforritun. Hugræn endurforritun hjálpaði mér að sjá af hverju ég upplifði kvíðann og hjálpaði mér að ná stjórn hugsunum mínum sem oftar en ekki voru mjög neikvæðar. Í dag finnst mér auðvelt að hugsa jákvæðar hugsanir og ég næ að ritskoða og stjórna huganum betur til að mér líði vel. Ég hef síðan upplifað frelsi frá kvíðanum. Af því að ég veit hversu auðvelt það er að bæta líðan fólks með dáleiðslumeðferð vil ég hjálpa sem flestum á þeirri vegferð.“ Þar liggja galdrarnir Hver er árangurinn af Hugrænni endurforritun ? Jenný Maggý: „Hugræn endurforritun er dáleiðslumeðferð sem Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands, þróaði með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugafræði og byggist á margra ára þróun og samþættingu annarra dáleiðsluaðferða. Í Hugrænni endurforritun getum við eytt úreltum forritum og leyst upp rætur ýmissa vandamála eins og kvíða, þunglyndis, ofsakvíða, svefnvandamála, lélegs sjálfsmats, krónískra verkja og margs fleira. Með Hugrænni endurforritun komumst við í undirvitundina til að fjarlægja þessi forrit og losa út fastar neikvæðar tilfinningar eins og við séum að hreinsa tölvu af vírus. Og gerum þar af leiðandi jákvæðar breytingar á okkar líðan. Ég hef t.d. fengið foreldra til mín sem vilja skilja sínar kveikjur (eða triggera ) betur í uppeldinu, skilja af hverju eitthvað sem barnið gerir fer í taugarnar á þeim eða þá að þau vilja ekki „smita“ börnin sín af eigin kvíða og vanlíðan. Oftast eru það óuppgerðir atburðir sem enn eru í undirvitund okkar eða forritun sem við höfum fengið frá foreldrum okkar og uppeldi sem við erum svo ósjálfrátt og ómeðvitað að vinna eftir. Þetta hefur svo áhrif á hvernig við högum okkur gagnvart börnunum okkar. Í Hugrænni endurforritum vinnum við með þessi forrit og heilum okkar innra barn. Þannig verður auðveldara að ala börnin okkar upp eins og við teljum best en fara ekki eingöngu eftir því sem gömul forrit í undirvitundinni segja okkur að gera.“ Friðsæl fæðing „Ég hef einnig hjálpað konum á meðgöngunni sem vilja upplifa verkjalitla fæðingu og konum sem kvíða fyrir fæðingunni með námskeiðinu mínu Friðsæl fæðing. Einn hluti af námskeiðinu er Hugræn endurforritun þar sem við eyðum öllum forritum um að fæðingar séu sársaukafullar. Það er nefnilega þannig að náttúran ætlaðist aldrei til að fæðingar yrðu verkjamiklar en við erum í raun forrituð til þess að halda það að þetta sé versti sársauki sem við finnum á lífsleiðinni. Vegna þessara forrita sem við vitum oft ekki af þá verður fæðingin í raun verkjameiri en hún ætti að vera, því um leið og við finnum að fæðing sé að fara af stað þá förum við í ótta/flótta viðbragð sem gerir verkina enn verri. Einnig hef ég fengið fólk í tíma sem losnar við fælni sem hefur jafnvel fylgt þeim allt þeirra líf. Í dáleiðsluástandi hefur það séð af hverju þessi fælni stafaði og einfaldlega eytt rótum hennar. Undirvitundin hættir að senda flóttaviðbragð út í líkamann eftir það. Við gerum okkur sjaldnast grein fyrir hversu öflugur hugur okkar er. Fólk heldur oft að svarið við vanlíðan sé að finna utan við okkur, t.d. með lyfjum. En við þurfum ekki að leita langt yfir skammt. Krafturinn til heilunar er hið innra og ég hef séð það bæði á mér og mörgum sem hafa komið til mín. Það er enn að koma mér á óvart hvað hægt er að vinna með í þessari meðferð og ég sjálf nýti mér hana óspart til að bæta líf mitt og vona að aðrir munu gera það líka.“ Hrafnhildur Lóa: „Í starfi mínu sem ljósmóðir hef ég verið samferða fólki í gegnum mestu gleðistundir lífsins en einnig þeirra erfiðustu aðstæður og þyngstu spor sem engin getur eða á að ganga einn síns liðs. Það er eðli málsins samkvæmt ófrávíkjanlegur hluti starfsins míns að hlúa að fólki í sárum, hughreysta fólk í óvissu og lána elsku mína og von til þeirra sem á því þurfa að halda. Ég kann margt og hef lært fleira sem nýtist vel í þeim aðstæðum. Í dag hefur klínísk meðferðardáleiðsla gefið mér stórkostlegt verkfæri til þess að hjálpa fólki ennþá frekar. Í klínískri meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun eru held ég engar takmarkanir fyrir því hvað er hægt að vinna með. Ég á þá allavega ennþá eftir að komast að því. Þegar fólk leitar til mín hefur það alla jafna góða hugmynd um hvað það vill vinna með. Fólk á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir áföllum í einkalífinu og/eða vinnunni. Fólk kemur til þess að vinna úr þessum áföllum sem hafa tekið mikið pláss, jafnvel skilgreint viðkomandi og stýrt þeim í lengri tíma. Fólk hefur jafnvel verið fast í viðjum þeirra tilfinninga sem fylgja áföllunum og minningunum og hefur verið rænt möguleikanum á innri friði um lengri eða skemmri tíma. Það er hins vegar mjög áhugavert að allir mínir skjólstæðingar eiga það sameiginlegt að það er eitthvað gamalt sem býr í undirvitundinni sem viðkomandi gerir sér ekki grein fyrir eða man ekki eftir. Allra síst hafa þeir gert sér grein fyrir því að þetta væri orsök þessarar líðanar. Það er hægt að uppræta og hlutleysa þessar tilfinningar sem hafa falist í undirvitundinni (auk þeirra sem fólk veit af) í meðferðardáleiðslu – og þar liggja galdrarnir, ef galdra skyldi kalla.“ Stór vandamál og lítil „Ég hef líka nýtt mér klíníska dáleiðslu til að bæta eigin líðan. Stundum stærri mál en einnig minni mál sem samt hafa valdið óþægindum. Fyrir nokkru fór ég sjálf í Hugræna endurforritun til kollega til þess að losna við þá tilfinningu að eiga erfitt með að þiggja gjafir. Meðferðin gekk vel en ég fann ekki sérstaka breytingu eftir hana fyrr en seinna. Mér hefur alltaf þótt mjög erfitt að fá óvænta gjöf og vera ekki viðbúin að endurgjalda góðar hugsanir. Núna um jólin fékk ég svo senda jólagjöf frá einni af mínum kærustu vinkonum og sagði strax við manninn minn: „Ooo, ég vissi þetta og þú veist hvað mér þykir þetta erfitt.” Gjöfin fór undir tréð og gladdi mig auðvitað mjög á aðfangadagskvöld þó svo að hugljúf kveðja þessarar vinkonu minnar hafi glatt mig enn meira. Það rann svo upp fyrir mér nokkrum dögum seinna að ég hafði bara alls ekkert pælt í því að ég hefði ekki fært henni gjöf á móti. Þvert á móti hafði ég í algerri ró notið þess af öllu hjarta að fá óvænta gjöf og viðbrögð mín í upphafi höfðu í raun bara verið gamall vani. Það var ljúft að dvelja í rónni og áhyggjuleysinu. Og þannig er það oftar en ekki með dáleiðslumeðferð, árangurinn er fyrirferðarlítill í upphafi, eingöngu vegna þess að þær hugsanir og tilfinningar sem áður stýrðu þér eru farnar og þú tekur ekki eftir breytingunni fyrr en seinna.” Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 6. september 2024. Hægt er að bóka sig á daleidsla.is. Til að finna meðferðaraðilla í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þær Hrafnhildi og Jennýju) ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda. Heilsa Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Hvaða reynslu höfðuð þið fyrir námið í Hugrænni endurforritun? Hrafnhildur Lóa: „Í dag starfa ég sem ljósmóðir á Landspítalanum auk þess að starfa við heimaþjónustu nýbakaðra foreldra og að sinna klínískri meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun. Ég hef starfað í heilbrigðiskerfinu í yfir tuttugu ár, núna á höfuðborgarsvæðinu en áður í Neskaupstað. Ég hef unnið sjálfstætt, á heilbrigðisstofnunum og kenndi við Sjúkraflutningaskóla Íslands í nokkur ár.“ Jenný Maggý: „Ég er jógakennari og legg áherslu á starf með verðandi mæðrum. Ég rek Faðm Jógastúdíó og býð upp á meðgöngu- og mömmujóga, meðgöngusund og fleiri jóganámskeið í Hafnarfirðinum auk þess að starfa við klíníska dáleiðslumeðferð og Hugræna endurforritun.“ Dýrmætur og ómissandi mannauður Hverju breytir þekkingin á meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun fyrir ykkur ? Hrafnhildur Lóa: „Þegar ég áttaði mig á hvers megnug Hugræn endurforritun er og hve góð viðbót hún er við allt það sem ég hef lært og tileinkað mér áður - og ég hafði jafnframt hjálpað mörgum sem starfa í heilbrigðiskerfinu með Hugrænni endurforritun - þá vissi ég að ég yrði að gefa þessari meðferð pláss í mínu lífi. Í dag starfa ég undir nafni Lausnarsteina með öðrum ljósmæðrum sem hafa sérhæft sig í lausn margvíslegra vandamála. Hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, læknar, sjúkraliðar, sjúkraflutningafólk, björgunarsveitirnar og allir þeir sem koma að og mynda velferðarkerfið er dýrmætur og ómissandi mannauður sem ekkert samfélag getur verið án. Það er hins vegar þannig að á þessu fólki hvílir bæði gífurleg ábyrgð og álag og á undanförnum árum höfum við séð fólk bugast og jafnvel ekki eiga afturkvæmt. Ég hef séð að klínísk meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun geta gert mög mikið fyrir skjólstæðinga mína og að hún getur skipt sköpum fyrir kollega mína og annað heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðarsveitum velferðarkerfisins.“ Jenný Maggý: „Eftir mjög líkamlega og andlega erfiða þriðju meðgöngu glímdi ég við mikinn kvíða og vanlíðan sem ég vissi ekki af hverju stafaði. Ég leitaði allra leiða til þess að líða betur en fann að flest setti bara plástur á meinið en vann ekki á rótum vandans. Ári seinna ákvað ég að fara í jóganám og sérhæfa mig í meðgöngu- og mömmujóga til þess að hjálpa öðrum konum til að líða sem allra best á meðgöngunni og í foreldrahlutverkinu. Nokkrum árum eftir meðgönguna var ég enn að upplifa kvíða svo ég prófaði dáleiðslu og fann hversu góð áhrif það hafði á líðan mína. Ég ákvað svo að skrá mig í nám í Dáleiðsluskóla Íslands til að læra Hugræna endurforritun. Hugræn endurforritun hjálpaði mér að sjá af hverju ég upplifði kvíðann og hjálpaði mér að ná stjórn hugsunum mínum sem oftar en ekki voru mjög neikvæðar. Í dag finnst mér auðvelt að hugsa jákvæðar hugsanir og ég næ að ritskoða og stjórna huganum betur til að mér líði vel. Ég hef síðan upplifað frelsi frá kvíðanum. Af því að ég veit hversu auðvelt það er að bæta líðan fólks með dáleiðslumeðferð vil ég hjálpa sem flestum á þeirri vegferð.“ Þar liggja galdrarnir Hver er árangurinn af Hugrænni endurforritun ? Jenný Maggý: „Hugræn endurforritun er dáleiðslumeðferð sem Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands, þróaði með hliðsjón af nýjustu rannsóknum í taugafræði og byggist á margra ára þróun og samþættingu annarra dáleiðsluaðferða. Í Hugrænni endurforritun getum við eytt úreltum forritum og leyst upp rætur ýmissa vandamála eins og kvíða, þunglyndis, ofsakvíða, svefnvandamála, lélegs sjálfsmats, krónískra verkja og margs fleira. Með Hugrænni endurforritun komumst við í undirvitundina til að fjarlægja þessi forrit og losa út fastar neikvæðar tilfinningar eins og við séum að hreinsa tölvu af vírus. Og gerum þar af leiðandi jákvæðar breytingar á okkar líðan. Ég hef t.d. fengið foreldra til mín sem vilja skilja sínar kveikjur (eða triggera ) betur í uppeldinu, skilja af hverju eitthvað sem barnið gerir fer í taugarnar á þeim eða þá að þau vilja ekki „smita“ börnin sín af eigin kvíða og vanlíðan. Oftast eru það óuppgerðir atburðir sem enn eru í undirvitund okkar eða forritun sem við höfum fengið frá foreldrum okkar og uppeldi sem við erum svo ósjálfrátt og ómeðvitað að vinna eftir. Þetta hefur svo áhrif á hvernig við högum okkur gagnvart börnunum okkar. Í Hugrænni endurforritum vinnum við með þessi forrit og heilum okkar innra barn. Þannig verður auðveldara að ala börnin okkar upp eins og við teljum best en fara ekki eingöngu eftir því sem gömul forrit í undirvitundinni segja okkur að gera.“ Friðsæl fæðing „Ég hef einnig hjálpað konum á meðgöngunni sem vilja upplifa verkjalitla fæðingu og konum sem kvíða fyrir fæðingunni með námskeiðinu mínu Friðsæl fæðing. Einn hluti af námskeiðinu er Hugræn endurforritun þar sem við eyðum öllum forritum um að fæðingar séu sársaukafullar. Það er nefnilega þannig að náttúran ætlaðist aldrei til að fæðingar yrðu verkjamiklar en við erum í raun forrituð til þess að halda það að þetta sé versti sársauki sem við finnum á lífsleiðinni. Vegna þessara forrita sem við vitum oft ekki af þá verður fæðingin í raun verkjameiri en hún ætti að vera, því um leið og við finnum að fæðing sé að fara af stað þá förum við í ótta/flótta viðbragð sem gerir verkina enn verri. Einnig hef ég fengið fólk í tíma sem losnar við fælni sem hefur jafnvel fylgt þeim allt þeirra líf. Í dáleiðsluástandi hefur það séð af hverju þessi fælni stafaði og einfaldlega eytt rótum hennar. Undirvitundin hættir að senda flóttaviðbragð út í líkamann eftir það. Við gerum okkur sjaldnast grein fyrir hversu öflugur hugur okkar er. Fólk heldur oft að svarið við vanlíðan sé að finna utan við okkur, t.d. með lyfjum. En við þurfum ekki að leita langt yfir skammt. Krafturinn til heilunar er hið innra og ég hef séð það bæði á mér og mörgum sem hafa komið til mín. Það er enn að koma mér á óvart hvað hægt er að vinna með í þessari meðferð og ég sjálf nýti mér hana óspart til að bæta líf mitt og vona að aðrir munu gera það líka.“ Hrafnhildur Lóa: „Í starfi mínu sem ljósmóðir hef ég verið samferða fólki í gegnum mestu gleðistundir lífsins en einnig þeirra erfiðustu aðstæður og þyngstu spor sem engin getur eða á að ganga einn síns liðs. Það er eðli málsins samkvæmt ófrávíkjanlegur hluti starfsins míns að hlúa að fólki í sárum, hughreysta fólk í óvissu og lána elsku mína og von til þeirra sem á því þurfa að halda. Ég kann margt og hef lært fleira sem nýtist vel í þeim aðstæðum. Í dag hefur klínísk meðferðardáleiðsla gefið mér stórkostlegt verkfæri til þess að hjálpa fólki ennþá frekar. Í klínískri meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun eru held ég engar takmarkanir fyrir því hvað er hægt að vinna með. Ég á þá allavega ennþá eftir að komast að því. Þegar fólk leitar til mín hefur það alla jafna góða hugmynd um hvað það vill vinna með. Fólk á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir áföllum í einkalífinu og/eða vinnunni. Fólk kemur til þess að vinna úr þessum áföllum sem hafa tekið mikið pláss, jafnvel skilgreint viðkomandi og stýrt þeim í lengri tíma. Fólk hefur jafnvel verið fast í viðjum þeirra tilfinninga sem fylgja áföllunum og minningunum og hefur verið rænt möguleikanum á innri friði um lengri eða skemmri tíma. Það er hins vegar mjög áhugavert að allir mínir skjólstæðingar eiga það sameiginlegt að það er eitthvað gamalt sem býr í undirvitundinni sem viðkomandi gerir sér ekki grein fyrir eða man ekki eftir. Allra síst hafa þeir gert sér grein fyrir því að þetta væri orsök þessarar líðanar. Það er hægt að uppræta og hlutleysa þessar tilfinningar sem hafa falist í undirvitundinni (auk þeirra sem fólk veit af) í meðferðardáleiðslu – og þar liggja galdrarnir, ef galdra skyldi kalla.“ Stór vandamál og lítil „Ég hef líka nýtt mér klíníska dáleiðslu til að bæta eigin líðan. Stundum stærri mál en einnig minni mál sem samt hafa valdið óþægindum. Fyrir nokkru fór ég sjálf í Hugræna endurforritun til kollega til þess að losna við þá tilfinningu að eiga erfitt með að þiggja gjafir. Meðferðin gekk vel en ég fann ekki sérstaka breytingu eftir hana fyrr en seinna. Mér hefur alltaf þótt mjög erfitt að fá óvænta gjöf og vera ekki viðbúin að endurgjalda góðar hugsanir. Núna um jólin fékk ég svo senda jólagjöf frá einni af mínum kærustu vinkonum og sagði strax við manninn minn: „Ooo, ég vissi þetta og þú veist hvað mér þykir þetta erfitt.” Gjöfin fór undir tréð og gladdi mig auðvitað mjög á aðfangadagskvöld þó svo að hugljúf kveðja þessarar vinkonu minnar hafi glatt mig enn meira. Það rann svo upp fyrir mér nokkrum dögum seinna að ég hafði bara alls ekkert pælt í því að ég hefði ekki fært henni gjöf á móti. Þvert á móti hafði ég í algerri ró notið þess af öllu hjarta að fá óvænta gjöf og viðbrögð mín í upphafi höfðu í raun bara verið gamall vani. Það var ljúft að dvelja í rónni og áhyggjuleysinu. Og þannig er það oftar en ekki með dáleiðslumeðferð, árangurinn er fyrirferðarlítill í upphafi, eingöngu vegna þess að þær hugsanir og tilfinningar sem áður stýrðu þér eru farnar og þú tekur ekki eftir breytingunni fyrr en seinna.” Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 6. september 2024. Hægt er að bóka sig á daleidsla.is. Til að finna meðferðaraðilla í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þær Hrafnhildi og Jennýju) ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda.
Heilsa Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira