Ferðalag til Íslands varð kveikjan að ævintýrinu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. janúar 2024 10:00 Gabby Beckford ferðaðist ein til Íslands 18 ára gömul og varð það til þess að hún gerði ferðalög að sínu aðalstarfi. Instagram Hin 28 ára gamla Gabby Beckford er bandarískur áhrifavaldur sem heldur úti afar vinsælum aðgangi á TikTok, Instagram og Youtube. Þar deilir hún myndefni úr ferðalögum sínum víða um heiminn. Með mikilli vinnu hefur henni tekist að gera ferðalögin að aðalstarfi sínu en á seinasta ári þénaði hún hátt í fjörtíu milljónir íslenskra króna í gegnum samstarf við fyrirtæki og ýmislegt fleira. Í viðtali sem birtist á vef Buiness Insider á dögunum segir Gabby frá því hvernig ferðalag til Íslands átti eftir að verða kveikjan að því að hún fór að skapa efni fyrir samfélagsmiðla og hafa af því tekjur. Eina litaða manneskjan Gabby segir að þegar hún var yngri hafi hún ekki beinlínis verið hrifin af því að fara sífellt á nýja staði. Faðir hennar starfaði í hernum og þar af leiðandi flutti fjölskyldan reglulega á milli borga. Gaby var því stöðugt að koma í nýtt umhverfi og eignast nýja vini, en einungis nokkra mánuði í senn. Hún segir að viðhorf sitt til ferðalaga hafi breyst þegar hún var 18 ára gömul og ferðaðist í fyrsta skipti einsömul. Þá fór hún í bakpokaferðalag um Ísland. „Ég var eina litaða manneskjan þarna,” rifjar Gabby upp. „Ég var ein af fáum konum, og ég talaði ekki tungumálið. Þannig að þetta var allt saman mjög yfirþyrmandi. En það var engu síður þarna sem það kviknaði hjá mér löngun til demba mér í frekari ferðalög. Ég áttaði mig á því að mér fannst miklu betra að vera í ókunnum aðstæðum í nýju landi heldur en að vera föst í þægindahringnum heima." Í dag, tíu árum síðar, hefur Gabby ferðast til yfir 40 landa víðsvegar í heiminum og byggt upp fylgjendahóp á samfélagsmiðlum sem telur hátt í 500 þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Í viðtalinu greinir hún nánar frá því hvernig hún hefur náð að byggja upp fyrirtæki í gegnum efnisköpun sína á samfélagsmiðlum, með því að hafa sjö mismunandi tekjustreymi. Stærsti hluti tekna Gabby kemur frá samstarfi við fyrirtæki, en hún starfar meðal annars með Delta Airlines flugfélaginu, Marriott hótelkeðjunni og Tinder. Hún birtir keypta umfjöllun þar sem fyrirtækin koma þjónustu sinni og vörum á framfæri. Hún segir samstarf af þessu tagi oft vefjast fyrir áhrifavöldum; þeir upplifi eins og þeir hafi ekki almennilega stjórn á því efni sem þeir setji fram og séu settar skorður. Hún sé hins vegar stöðugt að kasta sjálf fram hugmyndum. „Þar af leiðandi upplifi ég að ég er sjálf að stýra frásögninni.” View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Boltinn fór að rúlla Þegar Gabby sneri aftur heim til Bandaríkjanna frá Íslandi byrjaði hún að læra verkfræði í háskóla, þar sem að foreldrar hennar höfðu þrýst á hana að verða sér úti um hagnýta menntun. Um svipað leyti bjó hún til ferðabloggsíðu og stuttu seinna prófaði hún að birta efni á Instagram í fyrsta sinn. Í kjölfarið gerði hún fyrsta samninginn um samstarf við fyrirtæki en fyrirtækið greiddi henni fyrir að birta þrjár færslur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) „Það var þá sem uppgötvaði að það var í alvörunni mögulegt fyrir mig að gera þetta að fullu starfi; ég þyrfti bara að vinna í því að stækka skalann,” segir hún. Með tímanum tókst Gabby að byggja upp langtímasamstarf með hinum og þessum fyrirtækjum í ferðaþjónustu, eins og Hilton hótelkeðjunni og lúxushótelkeðjunni Atlantis. Í dag fær hún reglulega beiðnir frá hinum og þessum fyrirtækjum sem óska eftir samstarfi en hún segist einblína á að vinna með fyrirtækjum sem leggja upp með fjölbreytileika. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Önnur tekjulind sem Gabby nefnir er í gegnum auglýsingatekjur á Facebook, en hún birtir þar reglulega efni og fær síðan greitt út frá auglýsingum sem birtast þegar horft er á myndskeið hennar. Þá birtir hún einnig auglýsingar á bloggsíðunni sinni. Hún fær einnig tekjur í gegnum ferðatengda styrki og kostun (“sponsorship.) Annað af sjö tekjustreymum sem Gabby hefur búið til er áskriftarleið. Fylgjendur hennar geta greitt henni 25 dollara á mánuði fyrir aðgang að efni þar sem hún kennir fólki meðal annars samningatækni og að byggja upp samstarf með fyrirtækjum, auk þess sem hún situr fyrir svörum og heldur úti opnum fyrirlestrum. „Fylgjendur í dag eru farnir að sækja meira í einkasamfélög, og eru tilbúnir til að greiða fyrir aðgang að slíku.“ Ferðalög Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Ástin og lífið Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Í viðtali sem birtist á vef Buiness Insider á dögunum segir Gabby frá því hvernig ferðalag til Íslands átti eftir að verða kveikjan að því að hún fór að skapa efni fyrir samfélagsmiðla og hafa af því tekjur. Eina litaða manneskjan Gabby segir að þegar hún var yngri hafi hún ekki beinlínis verið hrifin af því að fara sífellt á nýja staði. Faðir hennar starfaði í hernum og þar af leiðandi flutti fjölskyldan reglulega á milli borga. Gaby var því stöðugt að koma í nýtt umhverfi og eignast nýja vini, en einungis nokkra mánuði í senn. Hún segir að viðhorf sitt til ferðalaga hafi breyst þegar hún var 18 ára gömul og ferðaðist í fyrsta skipti einsömul. Þá fór hún í bakpokaferðalag um Ísland. „Ég var eina litaða manneskjan þarna,” rifjar Gabby upp. „Ég var ein af fáum konum, og ég talaði ekki tungumálið. Þannig að þetta var allt saman mjög yfirþyrmandi. En það var engu síður þarna sem það kviknaði hjá mér löngun til demba mér í frekari ferðalög. Ég áttaði mig á því að mér fannst miklu betra að vera í ókunnum aðstæðum í nýju landi heldur en að vera föst í þægindahringnum heima." Í dag, tíu árum síðar, hefur Gabby ferðast til yfir 40 landa víðsvegar í heiminum og byggt upp fylgjendahóp á samfélagsmiðlum sem telur hátt í 500 þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Í viðtalinu greinir hún nánar frá því hvernig hún hefur náð að byggja upp fyrirtæki í gegnum efnisköpun sína á samfélagsmiðlum, með því að hafa sjö mismunandi tekjustreymi. Stærsti hluti tekna Gabby kemur frá samstarfi við fyrirtæki, en hún starfar meðal annars með Delta Airlines flugfélaginu, Marriott hótelkeðjunni og Tinder. Hún birtir keypta umfjöllun þar sem fyrirtækin koma þjónustu sinni og vörum á framfæri. Hún segir samstarf af þessu tagi oft vefjast fyrir áhrifavöldum; þeir upplifi eins og þeir hafi ekki almennilega stjórn á því efni sem þeir setji fram og séu settar skorður. Hún sé hins vegar stöðugt að kasta sjálf fram hugmyndum. „Þar af leiðandi upplifi ég að ég er sjálf að stýra frásögninni.” View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Boltinn fór að rúlla Þegar Gabby sneri aftur heim til Bandaríkjanna frá Íslandi byrjaði hún að læra verkfræði í háskóla, þar sem að foreldrar hennar höfðu þrýst á hana að verða sér úti um hagnýta menntun. Um svipað leyti bjó hún til ferðabloggsíðu og stuttu seinna prófaði hún að birta efni á Instagram í fyrsta sinn. Í kjölfarið gerði hún fyrsta samninginn um samstarf við fyrirtæki en fyrirtækið greiddi henni fyrir að birta þrjár færslur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) „Það var þá sem uppgötvaði að það var í alvörunni mögulegt fyrir mig að gera þetta að fullu starfi; ég þyrfti bara að vinna í því að stækka skalann,” segir hún. Með tímanum tókst Gabby að byggja upp langtímasamstarf með hinum og þessum fyrirtækjum í ferðaþjónustu, eins og Hilton hótelkeðjunni og lúxushótelkeðjunni Atlantis. Í dag fær hún reglulega beiðnir frá hinum og þessum fyrirtækjum sem óska eftir samstarfi en hún segist einblína á að vinna með fyrirtækjum sem leggja upp með fjölbreytileika. View this post on Instagram A post shared by Gabby | Solo Travel Gyal (@packslight) Önnur tekjulind sem Gabby nefnir er í gegnum auglýsingatekjur á Facebook, en hún birtir þar reglulega efni og fær síðan greitt út frá auglýsingum sem birtast þegar horft er á myndskeið hennar. Þá birtir hún einnig auglýsingar á bloggsíðunni sinni. Hún fær einnig tekjur í gegnum ferðatengda styrki og kostun (“sponsorship.) Annað af sjö tekjustreymum sem Gabby hefur búið til er áskriftarleið. Fylgjendur hennar geta greitt henni 25 dollara á mánuði fyrir aðgang að efni þar sem hún kennir fólki meðal annars samningatækni og að byggja upp samstarf með fyrirtækjum, auk þess sem hún situr fyrir svörum og heldur úti opnum fyrirlestrum. „Fylgjendur í dag eru farnir að sækja meira í einkasamfélög, og eru tilbúnir til að greiða fyrir aðgang að slíku.“
Ferðalög Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Ástin og lífið Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira