„Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn" Snorri Már Vagnsson skrifar 14. janúar 2024 14:11 Ásmundur Viggóson, eða PANDAZ, spilar fyrir NOCCO Dusty Ásmundur Viggóson, betur þekktur sem Pandaz, spilar fyrir NOCCO Dusty í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike. Dusty situr eins og er á toppi deildarinnar og Ásmundur hefur spilað í nær öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Ásmundur er fæddur árið 2003 og lærir Tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur. Ásmundur var ellefu ára þegar hann byrjaði fyrst í leiknum 2014. Hann mætti á LAN 2016 til að prófa sig áfram í keppnisumhverfi, en sigraði þó ekkert fyrstu fimm skiptin, að eigin sögn. Ásmundi fannst leikurinn nógu skemmtilegur til að halda áfram að reyna, og langaði að verða sá besti á landinu og í besta liðinu. Dusty, lið Ásmundar, auglýsti eftir fólki í akademíu-liðið sitt árið 2020, og Ásmundur lýsti yfir áhuga þar. Eftir að vera hjá akademíu Dusty í ár vildi hann fá að spila á hærra stigi og kynntist leikmönnum Þórs, en Ásmundur spilaði af og til með leikmönnum Þórs og á endanum spilaði hann með þeim í úrvalsdeildinni. Ásmundur fór til XY-Esports og svo til Atlantic, en þar hafnaði lið hans í öðru sæti í deildarkeppni og sigruðu Stórmeistaramótið sem haldið var í kjölfar deildarinnar. Ásmundur fór svo í NOCCO Dusty þar sem hann situr á toppi töflunnar með liði sínu. Leikmenn NOCCO Dusty. F.v. Eðvarð Þór Heimisson, Elvar Orri Arnarsson, Ásmundur Viggóson, Stefán Ingi Guðjónsson og Þorsteinn Friðfinnsson. Spurður út í hlutverk sitt með liðinu segist Ásmundur oftast taka að sér mikilvæg hlutverk í liðinu sem aðrir vilji ekki taka á sig. Sem dæmi nefnir hann að verja rampinn á Nuke í Counter-Strike, en það hlutverk þykir ekki vinsælt meðal spilara. Ásmundur segir að hann gefi öðrum sviðsljósið svo þeir geti blómstrað. Spurður að því hvort Ásmundur finni fyrir pressu fyrir leiki, þá segir hann tilfinninguna klárlega vera öðruvísi þegar hann spilar í deildinni heldur en þegar hann spilar leikinn venjulega. Stressið megi reka til þess að þá er fólk að horfa og sömuleiðis þekkir hann andstæðinginn. -„Þetta er samt betri gerðin af stressi, ekkert sem hamlar performance. Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn." Sem stendur er NOCCO Dusty í fyrsta sæti í Ljósleiðaradeildinni með 20 stig, jafnir Þór. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Dusty situr eins og er á toppi deildarinnar og Ásmundur hefur spilað í nær öllum leikjum liðsins á tímabilinu. Ásmundur er fæddur árið 2003 og lærir Tölvunarfræði í Háskóla Reykjavíkur. Ásmundur var ellefu ára þegar hann byrjaði fyrst í leiknum 2014. Hann mætti á LAN 2016 til að prófa sig áfram í keppnisumhverfi, en sigraði þó ekkert fyrstu fimm skiptin, að eigin sögn. Ásmundi fannst leikurinn nógu skemmtilegur til að halda áfram að reyna, og langaði að verða sá besti á landinu og í besta liðinu. Dusty, lið Ásmundar, auglýsti eftir fólki í akademíu-liðið sitt árið 2020, og Ásmundur lýsti yfir áhuga þar. Eftir að vera hjá akademíu Dusty í ár vildi hann fá að spila á hærra stigi og kynntist leikmönnum Þórs, en Ásmundur spilaði af og til með leikmönnum Þórs og á endanum spilaði hann með þeim í úrvalsdeildinni. Ásmundur fór til XY-Esports og svo til Atlantic, en þar hafnaði lið hans í öðru sæti í deildarkeppni og sigruðu Stórmeistaramótið sem haldið var í kjölfar deildarinnar. Ásmundur fór svo í NOCCO Dusty þar sem hann situr á toppi töflunnar með liði sínu. Leikmenn NOCCO Dusty. F.v. Eðvarð Þór Heimisson, Elvar Orri Arnarsson, Ásmundur Viggóson, Stefán Ingi Guðjónsson og Þorsteinn Friðfinnsson. Spurður út í hlutverk sitt með liðinu segist Ásmundur oftast taka að sér mikilvæg hlutverk í liðinu sem aðrir vilji ekki taka á sig. Sem dæmi nefnir hann að verja rampinn á Nuke í Counter-Strike, en það hlutverk þykir ekki vinsælt meðal spilara. Ásmundur segir að hann gefi öðrum sviðsljósið svo þeir geti blómstrað. Spurður að því hvort Ásmundur finni fyrir pressu fyrir leiki, þá segir hann tilfinninguna klárlega vera öðruvísi þegar hann spilar í deildinni heldur en þegar hann spilar leikinn venjulega. Stressið megi reka til þess að þá er fólk að horfa og sömuleiðis þekkir hann andstæðinginn. -„Þetta er samt betri gerðin af stressi, ekkert sem hamlar performance. Langar bara eitt prósent meira að vinna leikinn." Sem stendur er NOCCO Dusty í fyrsta sæti í Ljósleiðaradeildinni með 20 stig, jafnir Þór.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira