Framlengja stuðning við íbúa Grindavíkur og kaupa fleiri íbúðir Margrét Björk Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 15. janúar 2024 11:58 Ríkisstjórnin hélt sérstakan aukafund í morgun um hamfarirnar í Grindavík. Vísir/Einar Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. Katrín Jakobsdóttir ræddi við fréttamann rétt eftir að ríkisstjórnarfundi þar sem málefni Grindavíkur og íbúa voru til umræðu. Hún sagði að ákveðið hafi verið á fundinum að framlengja ýmis úrræði sem sett voru fram þegar jarðhræringarnar hófust í nóvember. „Við munum framlengja hússnæðisstuðning, afkomustuðning, sem samþykktur var í þinginu í nóvember. Við gerum ráð fyrir að hann fari langt inn á þetta ár. Við vorum enn fremur að fara yfir stöðu mála þegar kemur að stöðunni á húsnæðismálum. Hún er ennþá óviðunandi, þannig það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir sem verða í boði fyrir Grindvíkinga.“ Þá hafi verið farið yfir mál sem varða rekstrarstuðning fyrirtækja og hvernig hægt sé að útfæra hann. „Og síðan vorum við auðvitað að fara yfir mál sem tengjast uppgjöri á húseignum í Grindavík. Sú vinna var mjög langt komin en atburðir helgarinnar setja auðvitað strik í þann reikning þannig það er mál sem er mjög viðamikið og við munum vinna að áfram.“ Katrín sagðist munu óska eftir fundi með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun og jafnframt sé íbúafundur með íbúum Grindavíkur. Þá eigi hún von á að það verði fundur með stjórnarandstöðunni í vikunni því þetta sé mál sem allt þingið hefur lýst yfir vilja til að koma að og leysa. „Og ég reikna með því að í næstu viku þegar þing verður sett, liggi fyrir nokkur frumvörp til að takast á við þessa stöðu sem upp er komin.“ Vill vernda byggð í Grindavík til framtíðar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík sagði í morgun að hann teldi best að ríkið keypti eignir Grindvíkinga og losa þá undan áhyggjum. Spurð hvort það komi til greina segir Katrín það í skoðun. „Við þurfum auðvitað að skoða þetta. Við erum með ákveðið lagaumhverfi í kringum náttúruhamfaratryggingu og eins og ég sagði áðan þá var náttúruhamfaratrygging mjög langt komin í að meta tjón í bænum fyrir helgi. Þessir atburðir sem síðan hafa orðið um helgina setja strik í þann reikning.“ Öll ríkisstjórnin er mjög meðvituð um að þetta sé það sem brennur á fólki, hvernig farið verður með þessar húseignir, hvernig svæðið verður skipulagt í framtíðinni. Það auðvitað brennur á fólki að fá svör við þeim spurningum. Katrín segir ríkisstjórnina gera sér grein fyrir því að blendnar tilfinningar séu hjá mörgum Grindvíkingum. „Mörg vilja snúa aftur en önnur taka aðrar ákvarðanir. Hluti af viðfangsefni okkar er að tryggja að á endanum sé þetta sjálfstæð ákvörðun hvers og eins. En við erum líka þar að við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við með þessa varnargarða í byggingu sem við sjáum að skila árangri, og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir ræddi við fréttamann rétt eftir að ríkisstjórnarfundi þar sem málefni Grindavíkur og íbúa voru til umræðu. Hún sagði að ákveðið hafi verið á fundinum að framlengja ýmis úrræði sem sett voru fram þegar jarðhræringarnar hófust í nóvember. „Við munum framlengja hússnæðisstuðning, afkomustuðning, sem samþykktur var í þinginu í nóvember. Við gerum ráð fyrir að hann fari langt inn á þetta ár. Við vorum enn fremur að fara yfir stöðu mála þegar kemur að stöðunni á húsnæðismálum. Hún er ennþá óviðunandi, þannig það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir sem verða í boði fyrir Grindvíkinga.“ Þá hafi verið farið yfir mál sem varða rekstrarstuðning fyrirtækja og hvernig hægt sé að útfæra hann. „Og síðan vorum við auðvitað að fara yfir mál sem tengjast uppgjöri á húseignum í Grindavík. Sú vinna var mjög langt komin en atburðir helgarinnar setja auðvitað strik í þann reikning þannig það er mál sem er mjög viðamikið og við munum vinna að áfram.“ Katrín sagðist munu óska eftir fundi með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun og jafnframt sé íbúafundur með íbúum Grindavíkur. Þá eigi hún von á að það verði fundur með stjórnarandstöðunni í vikunni því þetta sé mál sem allt þingið hefur lýst yfir vilja til að koma að og leysa. „Og ég reikna með því að í næstu viku þegar þing verður sett, liggi fyrir nokkur frumvörp til að takast á við þessa stöðu sem upp er komin.“ Vill vernda byggð í Grindavík til framtíðar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík sagði í morgun að hann teldi best að ríkið keypti eignir Grindvíkinga og losa þá undan áhyggjum. Spurð hvort það komi til greina segir Katrín það í skoðun. „Við þurfum auðvitað að skoða þetta. Við erum með ákveðið lagaumhverfi í kringum náttúruhamfaratryggingu og eins og ég sagði áðan þá var náttúruhamfaratrygging mjög langt komin í að meta tjón í bænum fyrir helgi. Þessir atburðir sem síðan hafa orðið um helgina setja strik í þann reikning.“ Öll ríkisstjórnin er mjög meðvituð um að þetta sé það sem brennur á fólki, hvernig farið verður með þessar húseignir, hvernig svæðið verður skipulagt í framtíðinni. Það auðvitað brennur á fólki að fá svör við þeim spurningum. Katrín segir ríkisstjórnina gera sér grein fyrir því að blendnar tilfinningar séu hjá mörgum Grindvíkingum. „Mörg vilja snúa aftur en önnur taka aðrar ákvarðanir. Hluti af viðfangsefni okkar er að tryggja að á endanum sé þetta sjálfstæð ákvörðun hvers og eins. En við erum líka þar að við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við með þessa varnargarða í byggingu sem við sjáum að skila árangri, og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira