Viðbrögð við nýjum veruleika Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 15. janúar 2024 15:01 Í gærmorgun vaknaði íslenska þjóðin við atburð sem flestir höfðu óttast lengi. Eldgos var hafið í næsta nágrenni við Grindavík og hraunflæði streymdi í átt að byggð. Eftir því sem atburðarás þróaðist fram eftir degi var ljóst að nýr veruleiki blasti við Grindvíkingum og þjóðinni allri í áföllum og afleiðingum af þessum eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaga. Það er vart hægt að ímynda sér þá vanmáttartilfinningu að vera vísað af heimilum sínum, vera vísað á brott frá griðastað fjölskyldunnar, vera vísað úr húsum sínum sem geyma góðar minningar og framtíðar vonir. Þá vanmáttartilfinningu að horfa á heimili sitt úr fjarska í myndefni fjölmiðla og sjá þá ógnvekjandi eyðileggingu sem óvægin náttúruöflin valda. Þá vanmáttartilfinningu að mega ekki vitja eigna sinna og geta ekkert aðhafst í eignabjörgun. Stefna stjórnvalda í málefnum Grindvíkinga, hefur verið að leggja kapp á vinna að endurbótum bæjarins eftir því sem aðstæður og framtíðarhorfur leyfa. En gærdagurinn og sá sorglegi atburður sem átti sér stað í síðustu viku, þegar maður sem vann við endurbætur í Grindavík, hvarf ofan í jörðina, eru þættir sem marka mikil skil í aðstæðum og umfangi þess veigamikla verkefnis að endurreisa blómlega byggð í Grindavík. Vonin er mikilvæg og verðugt að halda í hana sem lengst, en jafnframt vita hvar þarf að endurmeta tiltekna tilvist hennar og af rökhyggju vera reiðubúin að sleppa af henni takinu. Láta hana ekki vera aftrandi afl í að leita annarra leiða til lengri tíma, því vonin getur líka snúist í vonbrigði. Margir stjórnmálamenn hafa nú stigið fram í fjölmiðlum og rætt um næstu skref í kjölfar þessara atburða. Fram kom í máli forsetisráðherra í gær að nú í dag yrðu kynntar framhaldsaðgerðir fyrir Grindvíkinga. En í hverju því verki er ákefðar krefur, þá þarf líka að gefa sér stund til að staldra við, líta heildrænt á hluti og horfa til þess hvaða gæði og gildi vega þyngst í því sem ákvarða á. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa ávallt svör við öllu, vandaðir stjórnmálamenn þurfa öðru fremur að kunna að hlusta. Leitast við að afla sér þekkingar á þeim viðfangsefnum sem þeir eiga við hverju sinni í embættis- og þingverkum sínum. Leitast við að hlusta á þá einstaklinga er veita þeim umboð til verka sinna, þá einstaklinga sem stjórmálamenn sækja völd sín til í lögbundinni kosningu. Þess ber þó að geta að samkvæmt 48 gr. Stjórnarskrár Íslands eru alþingismenn aðeins bundnir við sannfæringu sína. En sú sannfæring er best byggð á traustum og trúverðugum grunni upplýsinga og álits þeirra sem best þekkja til hverju sinni. Í þeirri stöðu sem nú er uppi þá eru það öðrum fremur íbúar Grindavíkur og fræðimenn á sviði jarðvísinda. Nú þarf viðbrögð við nýjum veruleika, ljóst er að eyðilegging í Grindavík er meiri en vonað var. Margir íbúar Grindavíkur eru í mikilli óvissu um sína framtíð og framtíðarhorfur. Verkefni stjórnvalda nú er að tryggja öryggi og velferð manna og dýra þess samfélags. Leita allra leiða til að greiða götu fólks í að koma undir sig fótunum fjarri hættusvæðum og ótta, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Finna þarf mannúðlega lausn á eignarhaldi húsnæðis í Grindavík, sem lokar þó ekki á endurkomu þegar aðstæður leyfa. Verkefni stjórnvalda er að vinna þau verk af kostgæfni og kærleika með einlægan vilja og óskir íbúa Grindavíkur að leiðarljósi Þó byggð kunni mögulega ekki að byggjast á ný í bráð, þá verður Grindavík þar sem Grindvíkingar eru. Eitt sinn Grindvíkingur ávallt Grindvíkingur. Höfundur er forstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærmorgun vaknaði íslenska þjóðin við atburð sem flestir höfðu óttast lengi. Eldgos var hafið í næsta nágrenni við Grindavík og hraunflæði streymdi í átt að byggð. Eftir því sem atburðarás þróaðist fram eftir degi var ljóst að nýr veruleiki blasti við Grindvíkingum og þjóðinni allri í áföllum og afleiðingum af þessum eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaga. Það er vart hægt að ímynda sér þá vanmáttartilfinningu að vera vísað af heimilum sínum, vera vísað á brott frá griðastað fjölskyldunnar, vera vísað úr húsum sínum sem geyma góðar minningar og framtíðar vonir. Þá vanmáttartilfinningu að horfa á heimili sitt úr fjarska í myndefni fjölmiðla og sjá þá ógnvekjandi eyðileggingu sem óvægin náttúruöflin valda. Þá vanmáttartilfinningu að mega ekki vitja eigna sinna og geta ekkert aðhafst í eignabjörgun. Stefna stjórnvalda í málefnum Grindvíkinga, hefur verið að leggja kapp á vinna að endurbótum bæjarins eftir því sem aðstæður og framtíðarhorfur leyfa. En gærdagurinn og sá sorglegi atburður sem átti sér stað í síðustu viku, þegar maður sem vann við endurbætur í Grindavík, hvarf ofan í jörðina, eru þættir sem marka mikil skil í aðstæðum og umfangi þess veigamikla verkefnis að endurreisa blómlega byggð í Grindavík. Vonin er mikilvæg og verðugt að halda í hana sem lengst, en jafnframt vita hvar þarf að endurmeta tiltekna tilvist hennar og af rökhyggju vera reiðubúin að sleppa af henni takinu. Láta hana ekki vera aftrandi afl í að leita annarra leiða til lengri tíma, því vonin getur líka snúist í vonbrigði. Margir stjórnmálamenn hafa nú stigið fram í fjölmiðlum og rætt um næstu skref í kjölfar þessara atburða. Fram kom í máli forsetisráðherra í gær að nú í dag yrðu kynntar framhaldsaðgerðir fyrir Grindvíkinga. En í hverju því verki er ákefðar krefur, þá þarf líka að gefa sér stund til að staldra við, líta heildrænt á hluti og horfa til þess hvaða gæði og gildi vega þyngst í því sem ákvarða á. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa ávallt svör við öllu, vandaðir stjórnmálamenn þurfa öðru fremur að kunna að hlusta. Leitast við að afla sér þekkingar á þeim viðfangsefnum sem þeir eiga við hverju sinni í embættis- og þingverkum sínum. Leitast við að hlusta á þá einstaklinga er veita þeim umboð til verka sinna, þá einstaklinga sem stjórmálamenn sækja völd sín til í lögbundinni kosningu. Þess ber þó að geta að samkvæmt 48 gr. Stjórnarskrár Íslands eru alþingismenn aðeins bundnir við sannfæringu sína. En sú sannfæring er best byggð á traustum og trúverðugum grunni upplýsinga og álits þeirra sem best þekkja til hverju sinni. Í þeirri stöðu sem nú er uppi þá eru það öðrum fremur íbúar Grindavíkur og fræðimenn á sviði jarðvísinda. Nú þarf viðbrögð við nýjum veruleika, ljóst er að eyðilegging í Grindavík er meiri en vonað var. Margir íbúar Grindavíkur eru í mikilli óvissu um sína framtíð og framtíðarhorfur. Verkefni stjórnvalda nú er að tryggja öryggi og velferð manna og dýra þess samfélags. Leita allra leiða til að greiða götu fólks í að koma undir sig fótunum fjarri hættusvæðum og ótta, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Finna þarf mannúðlega lausn á eignarhaldi húsnæðis í Grindavík, sem lokar þó ekki á endurkomu þegar aðstæður leyfa. Verkefni stjórnvalda er að vinna þau verk af kostgæfni og kærleika með einlægan vilja og óskir íbúa Grindavíkur að leiðarljósi Þó byggð kunni mögulega ekki að byggjast á ný í bráð, þá verður Grindavík þar sem Grindvíkingar eru. Eitt sinn Grindvíkingur ávallt Grindvíkingur. Höfundur er forstjóri.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar