„Sæll. Er ég að fara að deyja?“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. janúar 2024 09:01 Fyrstu dagarnir í janúar ár hvert munu alltaf hafa sérstaka þýðingu í huga Laufeyjar Samsett Viðvörunarbjöllur höfðu hringt hjá Laufeyju Karítas Einarsdóttur, margfaldri móður, í töluverðan tíma. Hún hafði sett fjölskyldu, börn og vinnu í fyrsta sætið en gleymt sjálfri sér. Örlagadagur rann upp þann 6. janúar 2022. Hún vaknaði með dúndrandi hausverk og nokkrum klukkustundum síðar lá hún á sjúkrahúsi milli heims og helju. Hún hafði fengið heilablóðfall. Nýrnasjúkdómi, í bland við óhollt og stressandi líferni var um að kenna að sögn Laufeyjar Karítasar. Hún hefur ekki setið auðum höndum síðustu tæpa tvo áratugi, eða síðan hún varð fyrst móðir árið 2003, þá nýorðin tvítug. „Ég var svo upptekin af því að vera betri móðir, betri dóttir, betri yfirmaður og betri starfsmaður en ég var. Ég var nefnilega alltaf að drepast úr samviskubiti yfir öllu. Ég vildi passa fullkomlega í öll boxin sem samfélagið var búið að skipa mér í,“ segir Laufey og lítur um farinn veg. Búseta í tveimur löndum Árið 2006 flutti Laufey til Danmerkur, ásamt þáverandi kærasta og dætrum þeirra tveimur sem voru þá eins og hálfs árs og þriggja ára. Stefnan var að fara í mastersnám. Í Danmörku skildu leiðir hjá Laufeyju og barnsföður hennar. Náminu lauk og fluttu þau öll til Íslands að því loknu. Í Danmörku kynntist Laufey hinum danska Kristófer, verðandi eiginmanni sínum. Samband þeirra byrjaði sem fjarsamband á milli Íslands og Danmerkur, þar sem þau áttu bæði börn fyrir, í sitthvoru landinu. Eftir þrjú ár í fjarsambandi ákvað Kristófer að flytja til Íslands og þá byrjaði flakkið á milli þessara tveggja landa. Árið 2012 bættist fjórða dóttirin við, þeirra fyrsta barn saman. Árið 2016 ákváðu Laufey og Kristófer síðan að flytja aftur út til Danmerkur til að vera hjá Oliviu, dóttur Kristófers, og tóku þau yngstu dótturina með sér, sem þá var fjögurra ára. Elstu dæturnar tvær urðu eftir hjá pabba sínum og fjölskyldu. Fjölskyldan á góðri stundu.Aðsend Á þessum tíma var Laufey í fullu starfi hjá framleiðsludeild Myllunnar á Íslandi og sinnti starfinu því mikið í fjarvinnu. Næstu árin var hún stöðugt að flakka á milli Íslands og Danmerkur til að vera með eldri dætrunum, sinna starfi sínu og fjölskyldu á Íslandi. Laufey segir að þrátt fyrir allt hafi þetta fyrirkomulag styrkt fjölskylduböndin og gert fjölskylduna að sterkari heild. „Systurnar fjórar náðu að alast mikið upp saman, þrátt fyrir að eiga lögheimili í sitthvoru landinu. Allur okkar peningur fór í flug og ferðir, svo við gætum verið saman. Við höfum öll lært að meta samverustundir okkar, líklega meira en flestir, og stelpurnar okkar eiga náið og sterkt samband. Fókusinn og þrautseigjan sem fór í það að halda okkur saman átti þannig eftir að skila sér.“ Hlutirnir urðu töluvert flóknari árið 2017, þegar Laufey varð ófrísk að yngstu dóttur sinni. „Þá hélt brjálæðið áfram. Ég var í stanslausum flugferðum fram og til baka, og svo hélt það áfram árið 2018, nema að þá var ég líka komin með nýfætt barn. Þetta sama ár hafði nýrnasérfræðingur Laufeyjar i Danmörku samband við hana og vildi fá hana í rannsókn vegna nýrnasjúkdómsins. Sökum langvarandi álags sem Laufey hafði verið undir hafði læknirinn áhyggjur af æðagúlp í heila og taldi ástæðu vera til að kanna nánar. „Ég afþakkaði pent; en sagði að ég vildi endilega láta kíkja á þetta seinna. Ég vildi byrja á því að ná nætursvefni með ungabarn, áður enn ég færi í heilaskanna.“ Árið 2019 flutti Laufey síðan ein til Íslands, ásamt yngstu dótturinni, eftir að þau hjónin ákváðu að það væri tímabært að Laufey myndi verja meiri tíma með elstu dætrum sínum. „Þannig að aftur fór ég frá tveimur dætrum og eiginmanni, til að geta verið með hinum dætrunum þremur.“ Lagðist undir feld Árið 2020 keyrði Laufey að eigin sögn á vegg; hneig niður og komst ekki aftur upp. Hún lenti í kulnun. „Ég held að ég hafi legið í hálfgerðu taugaáfalli og grátkasti í tvær vikur. Taugakerfið hrundi bara og ég átti ekkert eftir,“ segir hún og bætir við að kulnunin hafi engu að síður fengið hana til að staldra við og líta í eigin barm. „Ég gat ekki klónað mig lengur og rekið fjölskyldur í tveimur löndum, eða verið á tveimur stöðum í einu. Ég áttaði mig líka á því að í raun var ég ekki til staðar fyrir aðra, þegar ég var ekki að huga að sjálfri mér.“ Eftir kulnunina flutti Laufey aftur út til Danmerkur árið 2021 og lagðist að eigin sögn undir feld; íhugaði virkilega á hvaða stað hún var komin í lífinu og hvert hún vildi stefna. Erfitt fyrir egóið að stoppa „En það tók mig langan tíma að bremsa. Það var erfitt að fá ofurkonuna til að stoppa og bara vera. Mér hafði verið sagt og kennt að það væri ekki nóg, það væri frekar eigingjarnt og sjálfelskt, og á sama tíma metnaðarleysi og leti. Ég átti frábæran yfirmann í vinnunni sem vildi allt fyrir okkur gera. Ég ákvað að minnka við mig í vinnunni og fara í 50 prósent starf og ég skráði mig á hin og þessi hugleiðslu-, núvitundar- og jóganámskeið. Ég ætlaði síðan að taka stöðuna eftir hálft ár. Ég fór að þjálfa nýjan aðila til að taka við stöðunni minni á Íslandi, og fann þá fyrir mjög blendnum og erfiðum tilfinningum; það var að öllum líkindum komið að kveðjustund í þessu starfi, á þessum vinnustað sem ég hafði verið á í heil ellefu ár,“ segir Laufey. Hún bætir við að í raun hafi hún ekki getað „klippt almennilega á naflastrenginn.“ Ekki fyrr en daginn sem hún fékk heilablóðfall. Stöðugir höfuðverkir Þegar Laufey var þrítug, þá búsett á Íslandi fyrir áratug, var hún greind með nýrnasjúkdóm, sem veldur því að auknar líkur eru á að æðagúlpur myndist í heila. Sem barn fékk hún reglulega svæsin höfuðverkjaköst. „Raunin var sú að ég var búin að vera með þennan æðagúlp í heilanum að öllum líkindum frá fæðingu. Hann fékk síðan að stækka og stækka með árunum og seinustu árin stækkaði hann hratt, í takt við þetta óholla og stressandi líferni sem ég lifði.“ Ljóst er að orsök heilablóðfallsins var samblanda af fyrrnefndum æðagúlpi og langvarandi streitu og álagi. Laufey bendir á að hennar svokallaða óholla líferni hafi ekki verið tengt ofþyngd, slæmu mataræði eða hreyfingarleysi. Eins og svo margar mæður var Laufey upptekin af því að sinna hlutverki „ofurkonunnar”Aðsend Reyndi að standa sig fyrir alla „Það tengdist beint okkar hraða nútímasamfélagi og mínu sambandsleysi við sjálfa mig, minn huga, mína sál og minn líkama. Ég hlustaði aldrei á mína eigin líðan, líkamlega, andlega eða tilfinningalega. Af því að ég var alltaf svo upptekin við það að vera dugleg; ég var svo upptekin af því að vera betri móðir, betri dóttir, betri yfirmaður og betri starfsmaður en ég var. Ég var nefnilega alltaf að drepast úr samviskubiti yfir öllu. Ég vildi passa fullkomlega í öll boxin sem samfélagið var búið að skipa mér í. Í áratug reyndi ég að standa mig sem best fyrir alla í kringum mig, sérstaklega börnin mín. Enda var það mér svo mikilvægt að vera sérstaklega framúrskarandi í móðurhlutverkinu, og reyndar líka að vera farsæla ofurkonan, í lífi og starfi. Ég gerði allt, var alls staðar, sagði aldrei nei, bara já. Ég ætlaði nefnilega aldrei að valda neinum vonbrigðum,” segir Laufey og bætir við að í ofanálag hafi hún stöðugt verið með samviskubit. Laufey rifjar upp atburðarásina þennan örlagaríka dag, 6. janúar 2022. Hún var búin að vera með skelfilegan höfuðverk í þrjár vikur á undan, sem lýsti sér í þungum slætti í höfðinu sem leiddi niður í enni, og átti pantaðan tíma hjá lækni strax eftir áramót. Small eitthvað í hausnum „Við fjölskyldan áttum mjög eðlilegan morgun, nema að maðurinn minn ákvað að vinna heima þennan dag, sem er ekki mjög algengt í hans vinnu. En guði sé lof að hann tók þá ákvörðun. Þennan dag var ég búin að vera að þjást óvenju mikið af hræðilegum hausverk í þrjár vikur og fékk pásur með verkjalyfjum. Ég var nýbúin að kveðja börnin mín, mömmu og tengdamömmu eftir yndisleg jól saman hjá okkur. Ég var ekkert hrædd við þennan verk af því að ég var orðin vön allskonar hausverkjum, og var klárlega á leiðinni að láta kíkja á þetta á nýja árinu. Ég veit ekki hversu oft og mikið ég var búin að „fresta“ heilsunni minni þarna, í heilan áratug. Þar sem að ég var extra slæm af verkjum þennan morguninn þá skrifaði ég yfirmanni mínum að ég yrði að taka veikindadag, allavega hálfan, út af þessum verk. Ég tók stóran skammt af treo og reyndi að leggja mig í 20 mínútur. Þegar ég vaknaði var eins og verkurinn hefði færst aðeins aftar. Ég settist niður og byrjaði að borða hádegismat. Maðurinn minn var í símanum að tala við mömmu sína. Þegar ég tók fyrsta bitann byrjaði slátturinn í hausnum að magnast töluvert og ég fann hann verða meiri og þyngri og sársaukafyllri. Ég stökk upp úr stólnum og bað Kristófer að skella strax á mömmu sína og hringja í lækni. Ég gat ekki lýst þessu fyrir honum, kallaði bara að það væri eitthvað að. Þá fann ég að það væri eins og eitthvað hefði sprungið inni í hausnum á mér. Það „small“ svona eitthvað, ef ég á að lýsa hljóðinu. Ég fór að panikka og hlaupa um heima hjá mér, eflaust í leit að skóm. Ég kallaði á Kristófer og sagði að við þyrftum að drífa okkur til læknis. Á meðan hann hringdi í það sem ég hélt að væri læknir, en var í raun sjúkrabíll, þá náði ég einhverju augnabliki með sjálfri mér. Ég fann það á mér að ég þyrfti einhvern veginn að finna sátt ef ég væri að fara að deyja á næstu mínútum. Ég hugsaði með mér: „Annað hvort dey ég eftir eina mínútu eða nokkrar mínútur. Ætli ég hafi hálftíma? Þegar gerist ætla ég að vera tilbúin. Er ég tilbúin?“ Ég hélt áfram að hugsa: „Er það ekki í lagi að ég fari núna? Jú það er allt í lagi. Allt er gott. Hvernig eru stelpurnar mínar? Æ, þær eru allar svo fínar og góðar og glaðar, það verður allt í lagi með þær, þær spjara sig.“ Tíminn skiptir sköpum Laufey var sótt með sjúkrabíl og var komin upp á bráðamóttökuna á Skejby sjúkrahúsinu í Árósum á innan við klukkustund. Í tilfellum eins og þessu skipta fyrstu sex klukkustundirnar höfuðmáli. „Þar var farið strax í að stoppa blæðinguna, sem er „crucial“ atriði eftir heilablæðingu. Það vildi svo til að þrír af sérfræðingunum sem sáu um mig á Skejby voru íslenskir,“ segir Laufey og bætir við að það hafi verið mikill léttir að geta rætt við læknana á sínu móðurmáli. „Ég spurði einn þeirra á íslensku: „Sæll. Er ég að fara að deyja?“ Hann svaraði: „Þú komst hingað svo fljótt, þú ert ung og hraust og þess vegna getum við örugglega gert fullt fyrir þig. Hins vegar, ef þú hefðir komið eitthvað seinna, þá hefðiru ekki lifað þetta af.“ Laufey lá á milli heims og helju í tvo sólarhringa. Hún er ekki í neinum vafa um að hún væri ekki hér í dag ef hún hefði ekki hlustað á eigin líkama og innsæi þennan dag. „Þessi viðbrögð, þetta ótrúlega læknateymi og æðri máttur, það bjargaði lífi mínu.“ Ein af 25 prósent Laufey var í mánuð á spítalanum. Hún þurfti að læra minnstu hluti upp á nýtt, eins og að opna bæði augun, setjast upp í rúminu, matast, ganga og baða sig. Skrefin í átt að bata voru óteljandi. „Ég byrjaði svo í endurhæfingu sem lauk í júní 2022. Ég útskrifaðist þaðan, verandi ein af þeim heppnu 25 prósentum sem lifa heilablæðingu af, með engin eða minniháttar mein.“ Laufey dvaldi í mánuð á sjúkrahúsinu og síðan tók við löng og ströng endurhæfing.Aðsend Að sögn Laufeyjar er svokölluð heilaþreyta í raun það eina sem hrjáir hana í dag. „Fyrir hana er ég þakklát. Vegna þess að hún heldur mér frá stressi, streitu og þessu sambandsleysi við sjálfa mig. Það er besta áminningin.“ Í kjölfarið tók Laufey stórt skref og skráði sig í jóga-og hugleiðslukennaranám, sem hún tók í fjarkennslu. „Í náminu fann ég svo sterkt fyrir nýrri leið sem var opnast hjá mér og í leiðinni fann ég minn tilgang í lífinu. Ég ákvað að ég ætlaði að eyða restinni af lífi mínu í að hugsa um heilsuna á allan hátt, ekki bara til að vera „fit.“ Að mínu mati er ekki samasemmerki á milli þess að vera fit og passa inn í útlitsstaðlana og þess að hugsa um heilsuna á þann hátt að þú ert heilbrigður á líkama, huga og sál.“ Ég fór síðan að leita mér að hópum til þess að æfa mig að kenna jóga, hugleiðslu og dans. Ég er gamall dansari og hafði bælt niður þá skapandi hlið á mér eftir því sem ég varð eldri. Þáttakendur sem mættu í tíma til mín tóku mjög vel á móti mér og vildu meira.“ Útskrifuð af spítalanum og nýtt líf framundan.Aðsend Fyrir tæpu ári gekk Laufey skrefinu lengra og stofnaði fyrirtækið sitt, Karítas Flow. „Í dag kenni ég jóga, hugleiðslu og dans á mismunandi stúdíóum, á vinnustöðum, hjá einkahópum og er líka með netnámskeið. Ég held líka fyrirlestra hjáfyrirtækjum og hjá vinnustöðum og fræði fólk um núvitund og hugleiðslu. Fyrirtækið er ennþá að fæðast og taka á sig mynd. Ég lít á þetta sem sjötta barnið mitt," segir Laufey en hægt er að fylgjast með störfum hennar á Instagram og Facebook. View this post on Instagram A post shared by Karítas_Flow (@karitas_flow) Fólk fast í kapphlaupi Laufey segist vona að hennar saga muni hugsanlega vekja aðra til umhugsunar um mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin heilsu. „Við nefnum þetta mörg; að við þurfum að staldra meira við og að heilsan er svo mikilvæg. En samt eru svo margir sem eru fastir í þessu kapphlaupi upp á toppinn sem er ekki til, því toppurinn er aldrei nóg. Svona hefur samfélagið þróað okkur í mörg ár og það er erfitt að vera sá eða sú sem ætlar ekki að fylgja samfélaginu. Fólk, miðlar, samfélagsmiðlar; alls staðar þar sem við förum er verið að segja okkur hvernig við eigum að vera. Við reynum að hlaupa á eftir því og þeim öllum til að þóknast. Þetta er svo rótgróið í okkur að við tökum ekki eftir því,“ segir Laufey. Eins og hún bendir á er það í raun öll þessi læti og stanslausa áreiti sem veldur því að nútímafólk missir tenginguna við sjálft sig. „Það eina sem við höfum stjórn á erum við sjálf. Við erum frjáls, með frjálsan huga og vilja. En við veljum að vera fangar og fylgja öllum honum," segir hún. „Við höfum fjarlægst okkur sjálf meira og meira og treystum betur á aðra en okkur sjálf. Þess vegna erum við komin hingað, og hrynjum niður með allskyns streitutengda sjúkdóma. En málið er að þegar við gefum okkur tíma, stoppum, öndum, erum, tökum eftir og hlustum á okkur sjálf en ekki aðra, þá getum breytt þessu mynstri. Þá gerast kraftaverkin.“ Það dýrmætasta í lífinu er tími Fyrstu dagarnir í janúar ár hvert munu alltaf hafa sérstaka þýðingu í huga Laufeyjar. Þó svo að hún leggi áherslu á það alla daga árins að vera í augnablikinu og iðka þakklæti þá eru þetta dagar þar sem hún staldrar sérstaklega við. Laufey vonar að hennar saga muni hugsanlega vekja aðra til umhugsunar um mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin heilsu.Aðsend Þann 2. janúar síðastliðinn birti hún færslu á Facebook í tilefni tveggja ára “afmælis” heilablóðfallsins, ef svo má segja, og ritaði meðal annars eftirfarandi: „Þetta gæti verið góð áminning svona í byrjun nýs árs, þegar margir eru með ofurvæntin gar og eru nú þegar farnir að skúffa sig á því að ná ekki einhverjum janúar markmiðum. Þetta gæti verið áminning um það að vita og finna hvað skiptir okkur máli, svona í alvöru. Áminning um að það dýrmætasta í lífinu er TÍMI. Þetta gæti verið áminning um að það skiptir máli að VERA og GERA minna. Líkamar okkar eru ekki ódauðlegir, og það að hugsa meira og betur um aðra og hvað aðrir „ætlast til af okkur“, framyfir eigin líðan, getur verið mjög óhollt. Þetta er áminning um að því meira sem þú ERT fyrir sjálfa/n þig, því meira ERTU fyrir fólkið þitt. Hefði mér ekki verið bjargað fyrir tveimur árum væru dætur mínar móðurlausar í dag og sem eftir er af þeirra tilvist hér á jörðu.“ Heilsa Fjölskyldumál Ástin og lífið Jóga Tengdar fréttir Hálfgerð systkinatenging Íslendingar sem ættleiddir voru frá Indónesíu stofnuðu hóp á Facebook og í kjölfarið hittust þau. Næst ætla þau að hittast með mökum og börnum enda segja þau félagsskapinn vera jafn mikilvægan fyrir börnin þeirra og þau. 22. nóvember 2014 09:30 Byrjaði allt á bolludegi Þær Sesselja Th. Ólafsdóttir, Margrét Gylfadóttir og Maria Helena Sarabia hleyptu árið 2008 verkefninu Vinafjölskyldur í Vesturbæ af stokkunum. Sigríður Björg Tómasdóttir fékk söguna af skemmtilegri hugmynd sem varð að veruleika. 29. janúar 2012 21:45 Byggir upp vöðva Laufey Karítas Einarsdóttir, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, er nýbyrjuð að hreyfa sig aftur eftir barnsburð og nýtur dyggs stuðnings einkaþjálfarans síns. 26. apríl 2005 00:01 22 ára og tveggja barna móðir „Hún er alveg rosalega góð," segir Laufey Karitas Einarsdóttir sem eignaðist sína aðra dóttur þann 17. október. Laufey á aðra dóttur fyrir sem hún eignaðist 17. mars 2003. Tímaritið Magasín fylgir DV í dag. 19. janúar 2005 00:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Örlagadagur rann upp þann 6. janúar 2022. Hún vaknaði með dúndrandi hausverk og nokkrum klukkustundum síðar lá hún á sjúkrahúsi milli heims og helju. Hún hafði fengið heilablóðfall. Nýrnasjúkdómi, í bland við óhollt og stressandi líferni var um að kenna að sögn Laufeyjar Karítasar. Hún hefur ekki setið auðum höndum síðustu tæpa tvo áratugi, eða síðan hún varð fyrst móðir árið 2003, þá nýorðin tvítug. „Ég var svo upptekin af því að vera betri móðir, betri dóttir, betri yfirmaður og betri starfsmaður en ég var. Ég var nefnilega alltaf að drepast úr samviskubiti yfir öllu. Ég vildi passa fullkomlega í öll boxin sem samfélagið var búið að skipa mér í,“ segir Laufey og lítur um farinn veg. Búseta í tveimur löndum Árið 2006 flutti Laufey til Danmerkur, ásamt þáverandi kærasta og dætrum þeirra tveimur sem voru þá eins og hálfs árs og þriggja ára. Stefnan var að fara í mastersnám. Í Danmörku skildu leiðir hjá Laufeyju og barnsföður hennar. Náminu lauk og fluttu þau öll til Íslands að því loknu. Í Danmörku kynntist Laufey hinum danska Kristófer, verðandi eiginmanni sínum. Samband þeirra byrjaði sem fjarsamband á milli Íslands og Danmerkur, þar sem þau áttu bæði börn fyrir, í sitthvoru landinu. Eftir þrjú ár í fjarsambandi ákvað Kristófer að flytja til Íslands og þá byrjaði flakkið á milli þessara tveggja landa. Árið 2012 bættist fjórða dóttirin við, þeirra fyrsta barn saman. Árið 2016 ákváðu Laufey og Kristófer síðan að flytja aftur út til Danmerkur til að vera hjá Oliviu, dóttur Kristófers, og tóku þau yngstu dótturina með sér, sem þá var fjögurra ára. Elstu dæturnar tvær urðu eftir hjá pabba sínum og fjölskyldu. Fjölskyldan á góðri stundu.Aðsend Á þessum tíma var Laufey í fullu starfi hjá framleiðsludeild Myllunnar á Íslandi og sinnti starfinu því mikið í fjarvinnu. Næstu árin var hún stöðugt að flakka á milli Íslands og Danmerkur til að vera með eldri dætrunum, sinna starfi sínu og fjölskyldu á Íslandi. Laufey segir að þrátt fyrir allt hafi þetta fyrirkomulag styrkt fjölskylduböndin og gert fjölskylduna að sterkari heild. „Systurnar fjórar náðu að alast mikið upp saman, þrátt fyrir að eiga lögheimili í sitthvoru landinu. Allur okkar peningur fór í flug og ferðir, svo við gætum verið saman. Við höfum öll lært að meta samverustundir okkar, líklega meira en flestir, og stelpurnar okkar eiga náið og sterkt samband. Fókusinn og þrautseigjan sem fór í það að halda okkur saman átti þannig eftir að skila sér.“ Hlutirnir urðu töluvert flóknari árið 2017, þegar Laufey varð ófrísk að yngstu dóttur sinni. „Þá hélt brjálæðið áfram. Ég var í stanslausum flugferðum fram og til baka, og svo hélt það áfram árið 2018, nema að þá var ég líka komin með nýfætt barn. Þetta sama ár hafði nýrnasérfræðingur Laufeyjar i Danmörku samband við hana og vildi fá hana í rannsókn vegna nýrnasjúkdómsins. Sökum langvarandi álags sem Laufey hafði verið undir hafði læknirinn áhyggjur af æðagúlp í heila og taldi ástæðu vera til að kanna nánar. „Ég afþakkaði pent; en sagði að ég vildi endilega láta kíkja á þetta seinna. Ég vildi byrja á því að ná nætursvefni með ungabarn, áður enn ég færi í heilaskanna.“ Árið 2019 flutti Laufey síðan ein til Íslands, ásamt yngstu dótturinni, eftir að þau hjónin ákváðu að það væri tímabært að Laufey myndi verja meiri tíma með elstu dætrum sínum. „Þannig að aftur fór ég frá tveimur dætrum og eiginmanni, til að geta verið með hinum dætrunum þremur.“ Lagðist undir feld Árið 2020 keyrði Laufey að eigin sögn á vegg; hneig niður og komst ekki aftur upp. Hún lenti í kulnun. „Ég held að ég hafi legið í hálfgerðu taugaáfalli og grátkasti í tvær vikur. Taugakerfið hrundi bara og ég átti ekkert eftir,“ segir hún og bætir við að kulnunin hafi engu að síður fengið hana til að staldra við og líta í eigin barm. „Ég gat ekki klónað mig lengur og rekið fjölskyldur í tveimur löndum, eða verið á tveimur stöðum í einu. Ég áttaði mig líka á því að í raun var ég ekki til staðar fyrir aðra, þegar ég var ekki að huga að sjálfri mér.“ Eftir kulnunina flutti Laufey aftur út til Danmerkur árið 2021 og lagðist að eigin sögn undir feld; íhugaði virkilega á hvaða stað hún var komin í lífinu og hvert hún vildi stefna. Erfitt fyrir egóið að stoppa „En það tók mig langan tíma að bremsa. Það var erfitt að fá ofurkonuna til að stoppa og bara vera. Mér hafði verið sagt og kennt að það væri ekki nóg, það væri frekar eigingjarnt og sjálfelskt, og á sama tíma metnaðarleysi og leti. Ég átti frábæran yfirmann í vinnunni sem vildi allt fyrir okkur gera. Ég ákvað að minnka við mig í vinnunni og fara í 50 prósent starf og ég skráði mig á hin og þessi hugleiðslu-, núvitundar- og jóganámskeið. Ég ætlaði síðan að taka stöðuna eftir hálft ár. Ég fór að þjálfa nýjan aðila til að taka við stöðunni minni á Íslandi, og fann þá fyrir mjög blendnum og erfiðum tilfinningum; það var að öllum líkindum komið að kveðjustund í þessu starfi, á þessum vinnustað sem ég hafði verið á í heil ellefu ár,“ segir Laufey. Hún bætir við að í raun hafi hún ekki getað „klippt almennilega á naflastrenginn.“ Ekki fyrr en daginn sem hún fékk heilablóðfall. Stöðugir höfuðverkir Þegar Laufey var þrítug, þá búsett á Íslandi fyrir áratug, var hún greind með nýrnasjúkdóm, sem veldur því að auknar líkur eru á að æðagúlpur myndist í heila. Sem barn fékk hún reglulega svæsin höfuðverkjaköst. „Raunin var sú að ég var búin að vera með þennan æðagúlp í heilanum að öllum líkindum frá fæðingu. Hann fékk síðan að stækka og stækka með árunum og seinustu árin stækkaði hann hratt, í takt við þetta óholla og stressandi líferni sem ég lifði.“ Ljóst er að orsök heilablóðfallsins var samblanda af fyrrnefndum æðagúlpi og langvarandi streitu og álagi. Laufey bendir á að hennar svokallaða óholla líferni hafi ekki verið tengt ofþyngd, slæmu mataræði eða hreyfingarleysi. Eins og svo margar mæður var Laufey upptekin af því að sinna hlutverki „ofurkonunnar”Aðsend Reyndi að standa sig fyrir alla „Það tengdist beint okkar hraða nútímasamfélagi og mínu sambandsleysi við sjálfa mig, minn huga, mína sál og minn líkama. Ég hlustaði aldrei á mína eigin líðan, líkamlega, andlega eða tilfinningalega. Af því að ég var alltaf svo upptekin við það að vera dugleg; ég var svo upptekin af því að vera betri móðir, betri dóttir, betri yfirmaður og betri starfsmaður en ég var. Ég var nefnilega alltaf að drepast úr samviskubiti yfir öllu. Ég vildi passa fullkomlega í öll boxin sem samfélagið var búið að skipa mér í. Í áratug reyndi ég að standa mig sem best fyrir alla í kringum mig, sérstaklega börnin mín. Enda var það mér svo mikilvægt að vera sérstaklega framúrskarandi í móðurhlutverkinu, og reyndar líka að vera farsæla ofurkonan, í lífi og starfi. Ég gerði allt, var alls staðar, sagði aldrei nei, bara já. Ég ætlaði nefnilega aldrei að valda neinum vonbrigðum,” segir Laufey og bætir við að í ofanálag hafi hún stöðugt verið með samviskubit. Laufey rifjar upp atburðarásina þennan örlagaríka dag, 6. janúar 2022. Hún var búin að vera með skelfilegan höfuðverk í þrjár vikur á undan, sem lýsti sér í þungum slætti í höfðinu sem leiddi niður í enni, og átti pantaðan tíma hjá lækni strax eftir áramót. Small eitthvað í hausnum „Við fjölskyldan áttum mjög eðlilegan morgun, nema að maðurinn minn ákvað að vinna heima þennan dag, sem er ekki mjög algengt í hans vinnu. En guði sé lof að hann tók þá ákvörðun. Þennan dag var ég búin að vera að þjást óvenju mikið af hræðilegum hausverk í þrjár vikur og fékk pásur með verkjalyfjum. Ég var nýbúin að kveðja börnin mín, mömmu og tengdamömmu eftir yndisleg jól saman hjá okkur. Ég var ekkert hrædd við þennan verk af því að ég var orðin vön allskonar hausverkjum, og var klárlega á leiðinni að láta kíkja á þetta á nýja árinu. Ég veit ekki hversu oft og mikið ég var búin að „fresta“ heilsunni minni þarna, í heilan áratug. Þar sem að ég var extra slæm af verkjum þennan morguninn þá skrifaði ég yfirmanni mínum að ég yrði að taka veikindadag, allavega hálfan, út af þessum verk. Ég tók stóran skammt af treo og reyndi að leggja mig í 20 mínútur. Þegar ég vaknaði var eins og verkurinn hefði færst aðeins aftar. Ég settist niður og byrjaði að borða hádegismat. Maðurinn minn var í símanum að tala við mömmu sína. Þegar ég tók fyrsta bitann byrjaði slátturinn í hausnum að magnast töluvert og ég fann hann verða meiri og þyngri og sársaukafyllri. Ég stökk upp úr stólnum og bað Kristófer að skella strax á mömmu sína og hringja í lækni. Ég gat ekki lýst þessu fyrir honum, kallaði bara að það væri eitthvað að. Þá fann ég að það væri eins og eitthvað hefði sprungið inni í hausnum á mér. Það „small“ svona eitthvað, ef ég á að lýsa hljóðinu. Ég fór að panikka og hlaupa um heima hjá mér, eflaust í leit að skóm. Ég kallaði á Kristófer og sagði að við þyrftum að drífa okkur til læknis. Á meðan hann hringdi í það sem ég hélt að væri læknir, en var í raun sjúkrabíll, þá náði ég einhverju augnabliki með sjálfri mér. Ég fann það á mér að ég þyrfti einhvern veginn að finna sátt ef ég væri að fara að deyja á næstu mínútum. Ég hugsaði með mér: „Annað hvort dey ég eftir eina mínútu eða nokkrar mínútur. Ætli ég hafi hálftíma? Þegar gerist ætla ég að vera tilbúin. Er ég tilbúin?“ Ég hélt áfram að hugsa: „Er það ekki í lagi að ég fari núna? Jú það er allt í lagi. Allt er gott. Hvernig eru stelpurnar mínar? Æ, þær eru allar svo fínar og góðar og glaðar, það verður allt í lagi með þær, þær spjara sig.“ Tíminn skiptir sköpum Laufey var sótt með sjúkrabíl og var komin upp á bráðamóttökuna á Skejby sjúkrahúsinu í Árósum á innan við klukkustund. Í tilfellum eins og þessu skipta fyrstu sex klukkustundirnar höfuðmáli. „Þar var farið strax í að stoppa blæðinguna, sem er „crucial“ atriði eftir heilablæðingu. Það vildi svo til að þrír af sérfræðingunum sem sáu um mig á Skejby voru íslenskir,“ segir Laufey og bætir við að það hafi verið mikill léttir að geta rætt við læknana á sínu móðurmáli. „Ég spurði einn þeirra á íslensku: „Sæll. Er ég að fara að deyja?“ Hann svaraði: „Þú komst hingað svo fljótt, þú ert ung og hraust og þess vegna getum við örugglega gert fullt fyrir þig. Hins vegar, ef þú hefðir komið eitthvað seinna, þá hefðiru ekki lifað þetta af.“ Laufey lá á milli heims og helju í tvo sólarhringa. Hún er ekki í neinum vafa um að hún væri ekki hér í dag ef hún hefði ekki hlustað á eigin líkama og innsæi þennan dag. „Þessi viðbrögð, þetta ótrúlega læknateymi og æðri máttur, það bjargaði lífi mínu.“ Ein af 25 prósent Laufey var í mánuð á spítalanum. Hún þurfti að læra minnstu hluti upp á nýtt, eins og að opna bæði augun, setjast upp í rúminu, matast, ganga og baða sig. Skrefin í átt að bata voru óteljandi. „Ég byrjaði svo í endurhæfingu sem lauk í júní 2022. Ég útskrifaðist þaðan, verandi ein af þeim heppnu 25 prósentum sem lifa heilablæðingu af, með engin eða minniháttar mein.“ Laufey dvaldi í mánuð á sjúkrahúsinu og síðan tók við löng og ströng endurhæfing.Aðsend Að sögn Laufeyjar er svokölluð heilaþreyta í raun það eina sem hrjáir hana í dag. „Fyrir hana er ég þakklát. Vegna þess að hún heldur mér frá stressi, streitu og þessu sambandsleysi við sjálfa mig. Það er besta áminningin.“ Í kjölfarið tók Laufey stórt skref og skráði sig í jóga-og hugleiðslukennaranám, sem hún tók í fjarkennslu. „Í náminu fann ég svo sterkt fyrir nýrri leið sem var opnast hjá mér og í leiðinni fann ég minn tilgang í lífinu. Ég ákvað að ég ætlaði að eyða restinni af lífi mínu í að hugsa um heilsuna á allan hátt, ekki bara til að vera „fit.“ Að mínu mati er ekki samasemmerki á milli þess að vera fit og passa inn í útlitsstaðlana og þess að hugsa um heilsuna á þann hátt að þú ert heilbrigður á líkama, huga og sál.“ Ég fór síðan að leita mér að hópum til þess að æfa mig að kenna jóga, hugleiðslu og dans. Ég er gamall dansari og hafði bælt niður þá skapandi hlið á mér eftir því sem ég varð eldri. Þáttakendur sem mættu í tíma til mín tóku mjög vel á móti mér og vildu meira.“ Útskrifuð af spítalanum og nýtt líf framundan.Aðsend Fyrir tæpu ári gekk Laufey skrefinu lengra og stofnaði fyrirtækið sitt, Karítas Flow. „Í dag kenni ég jóga, hugleiðslu og dans á mismunandi stúdíóum, á vinnustöðum, hjá einkahópum og er líka með netnámskeið. Ég held líka fyrirlestra hjáfyrirtækjum og hjá vinnustöðum og fræði fólk um núvitund og hugleiðslu. Fyrirtækið er ennþá að fæðast og taka á sig mynd. Ég lít á þetta sem sjötta barnið mitt," segir Laufey en hægt er að fylgjast með störfum hennar á Instagram og Facebook. View this post on Instagram A post shared by Karítas_Flow (@karitas_flow) Fólk fast í kapphlaupi Laufey segist vona að hennar saga muni hugsanlega vekja aðra til umhugsunar um mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin heilsu. „Við nefnum þetta mörg; að við þurfum að staldra meira við og að heilsan er svo mikilvæg. En samt eru svo margir sem eru fastir í þessu kapphlaupi upp á toppinn sem er ekki til, því toppurinn er aldrei nóg. Svona hefur samfélagið þróað okkur í mörg ár og það er erfitt að vera sá eða sú sem ætlar ekki að fylgja samfélaginu. Fólk, miðlar, samfélagsmiðlar; alls staðar þar sem við förum er verið að segja okkur hvernig við eigum að vera. Við reynum að hlaupa á eftir því og þeim öllum til að þóknast. Þetta er svo rótgróið í okkur að við tökum ekki eftir því,“ segir Laufey. Eins og hún bendir á er það í raun öll þessi læti og stanslausa áreiti sem veldur því að nútímafólk missir tenginguna við sjálft sig. „Það eina sem við höfum stjórn á erum við sjálf. Við erum frjáls, með frjálsan huga og vilja. En við veljum að vera fangar og fylgja öllum honum," segir hún. „Við höfum fjarlægst okkur sjálf meira og meira og treystum betur á aðra en okkur sjálf. Þess vegna erum við komin hingað, og hrynjum niður með allskyns streitutengda sjúkdóma. En málið er að þegar við gefum okkur tíma, stoppum, öndum, erum, tökum eftir og hlustum á okkur sjálf en ekki aðra, þá getum breytt þessu mynstri. Þá gerast kraftaverkin.“ Það dýrmætasta í lífinu er tími Fyrstu dagarnir í janúar ár hvert munu alltaf hafa sérstaka þýðingu í huga Laufeyjar. Þó svo að hún leggi áherslu á það alla daga árins að vera í augnablikinu og iðka þakklæti þá eru þetta dagar þar sem hún staldrar sérstaklega við. Laufey vonar að hennar saga muni hugsanlega vekja aðra til umhugsunar um mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin heilsu.Aðsend Þann 2. janúar síðastliðinn birti hún færslu á Facebook í tilefni tveggja ára “afmælis” heilablóðfallsins, ef svo má segja, og ritaði meðal annars eftirfarandi: „Þetta gæti verið góð áminning svona í byrjun nýs árs, þegar margir eru með ofurvæntin gar og eru nú þegar farnir að skúffa sig á því að ná ekki einhverjum janúar markmiðum. Þetta gæti verið áminning um það að vita og finna hvað skiptir okkur máli, svona í alvöru. Áminning um að það dýrmætasta í lífinu er TÍMI. Þetta gæti verið áminning um að það skiptir máli að VERA og GERA minna. Líkamar okkar eru ekki ódauðlegir, og það að hugsa meira og betur um aðra og hvað aðrir „ætlast til af okkur“, framyfir eigin líðan, getur verið mjög óhollt. Þetta er áminning um að því meira sem þú ERT fyrir sjálfa/n þig, því meira ERTU fyrir fólkið þitt. Hefði mér ekki verið bjargað fyrir tveimur árum væru dætur mínar móðurlausar í dag og sem eftir er af þeirra tilvist hér á jörðu.“
Heilsa Fjölskyldumál Ástin og lífið Jóga Tengdar fréttir Hálfgerð systkinatenging Íslendingar sem ættleiddir voru frá Indónesíu stofnuðu hóp á Facebook og í kjölfarið hittust þau. Næst ætla þau að hittast með mökum og börnum enda segja þau félagsskapinn vera jafn mikilvægan fyrir börnin þeirra og þau. 22. nóvember 2014 09:30 Byrjaði allt á bolludegi Þær Sesselja Th. Ólafsdóttir, Margrét Gylfadóttir og Maria Helena Sarabia hleyptu árið 2008 verkefninu Vinafjölskyldur í Vesturbæ af stokkunum. Sigríður Björg Tómasdóttir fékk söguna af skemmtilegri hugmynd sem varð að veruleika. 29. janúar 2012 21:45 Byggir upp vöðva Laufey Karítas Einarsdóttir, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, er nýbyrjuð að hreyfa sig aftur eftir barnsburð og nýtur dyggs stuðnings einkaþjálfarans síns. 26. apríl 2005 00:01 22 ára og tveggja barna móðir „Hún er alveg rosalega góð," segir Laufey Karitas Einarsdóttir sem eignaðist sína aðra dóttur þann 17. október. Laufey á aðra dóttur fyrir sem hún eignaðist 17. mars 2003. Tímaritið Magasín fylgir DV í dag. 19. janúar 2005 00:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Hálfgerð systkinatenging Íslendingar sem ættleiddir voru frá Indónesíu stofnuðu hóp á Facebook og í kjölfarið hittust þau. Næst ætla þau að hittast með mökum og börnum enda segja þau félagsskapinn vera jafn mikilvægan fyrir börnin þeirra og þau. 22. nóvember 2014 09:30
Byrjaði allt á bolludegi Þær Sesselja Th. Ólafsdóttir, Margrét Gylfadóttir og Maria Helena Sarabia hleyptu árið 2008 verkefninu Vinafjölskyldur í Vesturbæ af stokkunum. Sigríður Björg Tómasdóttir fékk söguna af skemmtilegri hugmynd sem varð að veruleika. 29. janúar 2012 21:45
Byggir upp vöðva Laufey Karítas Einarsdóttir, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, er nýbyrjuð að hreyfa sig aftur eftir barnsburð og nýtur dyggs stuðnings einkaþjálfarans síns. 26. apríl 2005 00:01
22 ára og tveggja barna móðir „Hún er alveg rosalega góð," segir Laufey Karitas Einarsdóttir sem eignaðist sína aðra dóttur þann 17. október. Laufey á aðra dóttur fyrir sem hún eignaðist 17. mars 2003. Tímaritið Magasín fylgir DV í dag. 19. janúar 2005 00:01