Húsnæðisverð gæti hækkað um þrjú prósent án mótvægisaðgerða Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 14:47 Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir vel koma til greina að tilbúin hús verði flutt inn til þess að hýsa Grindvíkinga. Byggingariðnaðurinn ráði ekki við að reisa nægilegt magn húsnæðis við þær aðstæður sem nú eru uppi á markaði. Hvað varðar staðsetningu þeirra húsa sem verða flutt inn sé það ekki yfirvalda að ákveða. Mikill fjöldi Grindvíkinga vilji búa áfram á Reykjanesskaganum og þar sé nokkur fjöldi lóða í boði. Ákvarðanir í þeim efnum verði tekin í samráði við Grindvíkinga og hlutaðeigandi bæjaryfirvöld. Þá segist hann trúa því að það sé Grindvíkingum mikilvægt að heyra frá stjórnvöldum að þau muni grípa þá og leysa undan átthaga- og skuldafjötrum, þrátt fyrir nokkur tími muni líða þar til þær aðgerðir sem ákveðið hefur verið að ráðast í koma til framkvæmda. „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð“ Sigurður Ingi segir að stjórnvöld hafi látið vinna greiningu á áhrifum þess að Grindvíkingar komi allir inn á húsnæðismarkað. Niðurstaðan hafi verið einföld: „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð,“ segir hann. Ljóst sé að án mótvægisaðgerða verði afleiðingar á húsnæðismarkaði sem er enn þröngur. Án þeirra mætti gera ráð fyrir um þriggja prósenta hækkun á húsnæðisverði. Mótvægisaðgerðir verði til að mynda að takmarka skammtímaleigu, halda áfram kaupum á leiguhúsnæði og innflutningur tilbúinna húsa. Íbúar muni eiga hús sín áfram Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir því að Grindvíkingar muni áfram eiga hús sín í bænum, þrátt fyrir aðgerðir ríkisins þeim til handa. „Við erum í rauninni bara að kaupa upp þeirra eigið fé og færa það til eða að þeir geti mögulega flutt með sér lán, til þess að eignast húsnæði tímabundið. Þeir myndu þá eiga greiða leið til baka sömu leið, að færa eigið féð til baka. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Hvað varðar staðsetningu þeirra húsa sem verða flutt inn sé það ekki yfirvalda að ákveða. Mikill fjöldi Grindvíkinga vilji búa áfram á Reykjanesskaganum og þar sé nokkur fjöldi lóða í boði. Ákvarðanir í þeim efnum verði tekin í samráði við Grindvíkinga og hlutaðeigandi bæjaryfirvöld. Þá segist hann trúa því að það sé Grindvíkingum mikilvægt að heyra frá stjórnvöldum að þau muni grípa þá og leysa undan átthaga- og skuldafjötrum, þrátt fyrir nokkur tími muni líða þar til þær aðgerðir sem ákveðið hefur verið að ráðast í koma til framkvæmda. „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð“ Sigurður Ingi segir að stjórnvöld hafi látið vinna greiningu á áhrifum þess að Grindvíkingar komi allir inn á húsnæðismarkað. Niðurstaðan hafi verið einföld: „Þegar eitt prósent íbúa kemur inn á markaðinn þá hækkar húsnæðisverð,“ segir hann. Ljóst sé að án mótvægisaðgerða verði afleiðingar á húsnæðismarkaði sem er enn þröngur. Án þeirra mætti gera ráð fyrir um þriggja prósenta hækkun á húsnæðisverði. Mótvægisaðgerðir verði til að mynda að takmarka skammtímaleigu, halda áfram kaupum á leiguhúsnæði og innflutningur tilbúinna húsa. Íbúar muni eiga hús sín áfram Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir því að Grindvíkingar muni áfram eiga hús sín í bænum, þrátt fyrir aðgerðir ríkisins þeim til handa. „Við erum í rauninni bara að kaupa upp þeirra eigið fé og færa það til eða að þeir geti mögulega flutt með sér lán, til þess að eignast húsnæði tímabundið. Þeir myndu þá eiga greiða leið til baka sömu leið, að færa eigið féð til baka. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira