Veit ekki hver birti framboðslega mynd af honum en útilokar ekkert Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2024 17:47 Jón Gnarr einbeitir sér að því að æfa leikrit á Akureyri. Vísir/Vilhelm Einhverjir ráku upp stór augu í dag þegar Facebook-síða Besta flokksins sáluga var uppfærð í fyrsta skipti í fleiri ár. Þar birtist ansi framboðsleg brjóstmynd af Jóni Gnarr, stofnanda flokksins. Hann segist ekki bera ábyrgð á breytingunni og ekki hafa tekið neina ákvörðun um nokkurs konar framboð. Meðal þeirra sem ráku upp stór augu var útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, sem vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X. pic.twitter.com/oPdmk4iXGg— Tómas (@tommisteindors) January 22, 2024 Vísir ákvað að heyra í Jóni til þess að athuga hvort hann ætlaði sér að verða forseti lýðveldisins. Jón var úti að labba með hundinn sinn í Eyjafjarðarsveit en gaf sér þó tíma til að ræða við blaðamann. „Ég er núna fyrir norðan að æfa leikritið And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, og er svolítið á kafi í því. Það standa yfir æfingar svo ég hef ekki haft tíma til að taka einhverjar ákvarðanir eða gefa eitthvað svar,“ segir Jón en útilokar þó ekki neitt. „Á maður nokkurn tímann að útiloka eitthvað?“ Þá segir Jón að hann viti ekki hver sá um að breyta bæði forsíðu- og opnumynd Facebook-síðu Besta flokksins. Hann hafi raunar haldið að síðan héti nú Björt framtíð, eftir að Besti flokkurinn lagði upp laupana. Talsverður fjöldi fólks hafi aðgang að síðunni til þess að gera breytingar. Loks þótti honum, líkt og blaðamanni, nokkuð fyndið að vefsíðan bestiflokkurinn.is beini lesendum sínum inn á indónesíska veðmálasíðu. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Meðal þeirra sem ráku upp stór augu var útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson, sem vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X. pic.twitter.com/oPdmk4iXGg— Tómas (@tommisteindors) January 22, 2024 Vísir ákvað að heyra í Jóni til þess að athuga hvort hann ætlaði sér að verða forseti lýðveldisins. Jón var úti að labba með hundinn sinn í Eyjafjarðarsveit en gaf sér þó tíma til að ræða við blaðamann. „Ég er núna fyrir norðan að æfa leikritið And Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, og er svolítið á kafi í því. Það standa yfir æfingar svo ég hef ekki haft tíma til að taka einhverjar ákvarðanir eða gefa eitthvað svar,“ segir Jón en útilokar þó ekki neitt. „Á maður nokkurn tímann að útiloka eitthvað?“ Þá segir Jón að hann viti ekki hver sá um að breyta bæði forsíðu- og opnumynd Facebook-síðu Besta flokksins. Hann hafi raunar haldið að síðan héti nú Björt framtíð, eftir að Besti flokkurinn lagði upp laupana. Talsverður fjöldi fólks hafi aðgang að síðunni til þess að gera breytingar. Loks þótti honum, líkt og blaðamanni, nokkuð fyndið að vefsíðan bestiflokkurinn.is beini lesendum sínum inn á indónesíska veðmálasíðu.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira