Tvær af hverjum þremur seldust undir ásettu verði Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2024 08:33 Síðastliðinn nóvember hafði hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði svo lækkað niður í 13,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Um 64 prósent íbúða sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í nóvember síðastliðnum seldust undir ásettu verði, en einungis 14 prósent þeirra voru seld yfir ásettu verði. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið úr útgefnum kaupsamningum og segir frá á heimasíðu stofnunarinnar. Fram kemur að hlutfall íbúða sem hafi selst yfir ásettu verði hafi tekið viðsnúning frá apríl 2022, þegar eftirspurnarþrýstingur hafi verið mikill á húsnæðismarkaði. Í þeim mánuði gafu meirihluti íbúða í flestum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði. „Síðastliðinn nóvember hafði hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði svo lækkað niður í 13,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu, en íbúðir í póstnúmerum 107, 101 og 111 hafa gengið kaupum yfir ásettu verði um og yfir 20 prósent tilvika síðastliðna þrjá mánuði. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis hafa 6,8 prósent íbúða gengið kaupum og sölum yfir ásettu verði síðastliðna þrjá mánuði. Íbúðir í Reykjanesbæ hafa í yfir 15 prósent tilvika gengið kaupum yfir ásettu verði á umræddu tímabili. Annars staðar á landinu er hlutfallið 8,7 prósent. HMS Markaðurinn í meira jafnvægi en árið 2022 Lægra hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði eru vísbendingar um að húsnæðismarkaðurinn sé í meira jafnvægi þessa stundina en árið 2022. Svipaðar vísbendingar eru að finna í nýjustu mánaðarskýrslu hagdeildar HMS. Samkvæmt skýrslunni hefur svokallaður birgðartími íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem mælir hversu hratt núverandi framboð íbúða myndi seljast upp, aukist úr tæplega 1 mánuði árið 2022 upp í 4 mánuði í nóvember síðastliðnum. Almennt þykir birgðartími á bilinu 3 til 6 mánuðir merki um heilbrigðan markað sem er hvorki á valdi kaupenda né seljenda,“ segir á vef HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óumflýjanleg hækkun húsnæðisverðs fari eftir útfærslum Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir áhrif á þenslu og verðbólgu meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu. 23. janúar 2024 20:00 Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. 23. janúar 2024 13:54 Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. 28. desember 2023 23:22 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta kemur fram í upplýsingum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið úr útgefnum kaupsamningum og segir frá á heimasíðu stofnunarinnar. Fram kemur að hlutfall íbúða sem hafi selst yfir ásettu verði hafi tekið viðsnúning frá apríl 2022, þegar eftirspurnarþrýstingur hafi verið mikill á húsnæðismarkaði. Í þeim mánuði gafu meirihluti íbúða í flestum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði. „Síðastliðinn nóvember hafði hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði svo lækkað niður í 13,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu, en íbúðir í póstnúmerum 107, 101 og 111 hafa gengið kaupum yfir ásettu verði um og yfir 20 prósent tilvika síðastliðna þrjá mánuði. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis hafa 6,8 prósent íbúða gengið kaupum og sölum yfir ásettu verði síðastliðna þrjá mánuði. Íbúðir í Reykjanesbæ hafa í yfir 15 prósent tilvika gengið kaupum yfir ásettu verði á umræddu tímabili. Annars staðar á landinu er hlutfallið 8,7 prósent. HMS Markaðurinn í meira jafnvægi en árið 2022 Lægra hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði eru vísbendingar um að húsnæðismarkaðurinn sé í meira jafnvægi þessa stundina en árið 2022. Svipaðar vísbendingar eru að finna í nýjustu mánaðarskýrslu hagdeildar HMS. Samkvæmt skýrslunni hefur svokallaður birgðartími íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem mælir hversu hratt núverandi framboð íbúða myndi seljast upp, aukist úr tæplega 1 mánuði árið 2022 upp í 4 mánuði í nóvember síðastliðnum. Almennt þykir birgðartími á bilinu 3 til 6 mánuðir merki um heilbrigðan markað sem er hvorki á valdi kaupenda né seljenda,“ segir á vef HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óumflýjanleg hækkun húsnæðisverðs fari eftir útfærslum Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir áhrif á þenslu og verðbólgu meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu. 23. janúar 2024 20:00 Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. 23. janúar 2024 13:54 Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. 28. desember 2023 23:22 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Óumflýjanleg hækkun húsnæðisverðs fari eftir útfærslum Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir áhrif á þenslu og verðbólgu meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu. 23. janúar 2024 20:00
Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. 23. janúar 2024 13:54
Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. 28. desember 2023 23:22