Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2024 13:42 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri SA. Stöð 2/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. Í gær var kjaraviðræðum breiðfylkingar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað formlega til ríkissáttasemjara eftir að frost komst í viðræðurnar, að sögn formanns VR. Rætt var við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, sem er hluti af breiðfylkingunni, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann ekki vera viss hvað hafi orðið til þess að sambandið milli samningsaðila hafi súrnað. „Miðað við þessa aðferðafræði sem við ætluðum að fara, mér sýnist við vera komin á endastöð þar. Ofan á þetta allt, komu yfirlýsingar frá stjórnvöldum að vegna þess sem er að gerast í Grindavík þá yrði mun minna út úr því sem höfum lagt fram,“ sagði Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að kjaraviðræðurnar séu enn í gangi þrátt fyrir að deilunni hafi verið vísað til sáttasemjara. Hún hefur enn trú á því að hægt sé að móta þessa stefnu í sameiningu. „Okkar sýn á þessar viðræður hefur verið sú og er sú að okkar viðsemjendur hafa nálgast þetta verkefni af mikilli fagmennsku og mikilli einlægni. Það er risastórt verkefni þegar þú ert að fara með nýja hugsun inn í ferli þar sem okkur hættir til að detta í gamalkunnar skotgrafir sem við þekkjum öll. En það er mjög mikilvægt að okkur takist að nálgast þetta verkefni með nýjum hætti,“ segir Sigríður. Hún segir það þurfa að ræða margt við gerð þessara kjarasamninga. „Það er eðlilegt að það sé tekist á þegar verið er að vinna að samningagerð og það er einlægur vilji allra að við getum haldið áfram þessum viðræðum, verkefnið fer ekki frá okkur. Það er okkar sýn að átök og ófriður á vinnumarkaði er bara alls ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Í gær var kjaraviðræðum breiðfylkingar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað formlega til ríkissáttasemjara eftir að frost komst í viðræðurnar, að sögn formanns VR. Rætt var við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, sem er hluti af breiðfylkingunni, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann ekki vera viss hvað hafi orðið til þess að sambandið milli samningsaðila hafi súrnað. „Miðað við þessa aðferðafræði sem við ætluðum að fara, mér sýnist við vera komin á endastöð þar. Ofan á þetta allt, komu yfirlýsingar frá stjórnvöldum að vegna þess sem er að gerast í Grindavík þá yrði mun minna út úr því sem höfum lagt fram,“ sagði Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að kjaraviðræðurnar séu enn í gangi þrátt fyrir að deilunni hafi verið vísað til sáttasemjara. Hún hefur enn trú á því að hægt sé að móta þessa stefnu í sameiningu. „Okkar sýn á þessar viðræður hefur verið sú og er sú að okkar viðsemjendur hafa nálgast þetta verkefni af mikilli fagmennsku og mikilli einlægni. Það er risastórt verkefni þegar þú ert að fara með nýja hugsun inn í ferli þar sem okkur hættir til að detta í gamalkunnar skotgrafir sem við þekkjum öll. En það er mjög mikilvægt að okkur takist að nálgast þetta verkefni með nýjum hætti,“ segir Sigríður. Hún segir það þurfa að ræða margt við gerð þessara kjarasamninga. „Það er eðlilegt að það sé tekist á þegar verið er að vinna að samningagerð og það er einlægur vilji allra að við getum haldið áfram þessum viðræðum, verkefnið fer ekki frá okkur. Það er okkar sýn að átök og ófriður á vinnumarkaði er bara alls ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira