Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 16:10 Byggja á hverfið á jörðinni Gunnarshólma. Kópavogsbær Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ en um er að ræða jörð sem er í eigu Aflvaka og innan bæjarmarka Kópavogs. Bærinn sjálfur á mikið langt á svæðinu, sem er utan núverandi vaxtamarka höfuðborgarsvæðisins. Fram kemur í tilkynningunni að farið verði í viðræður við nágrannasveitarfélögin um breytingu á vaxtamörkunum. Viljayfirlýsing um uppbygginguna verður afgreidd á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 13. febrúar næstkomandi. Áformin fela í sér uppbyggingu heils íbúðahverfis með búsetuíbúðum, sérstaklega sniðnum að þörfum fólks yfir sextugu. Þá er gert ráð fyrir allt að 1.200 hjúkrunarrýmum í hverfinu þegar það er fullbyggt. Það jafngildir um helmingi þeirra hjúkrunarrýma sem ráðgert er að vanti á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum. Bæjarráð Kópavogs samþykkti þetta á fundi sínum í dag.Kópavogsbær Þá á að reisa heilsukjarna þar sem starfrækt verður heilsuhús og nýsköpunarmiðstöð með áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. „Gangi áformin eftir er Kópavogsbær ekki aðeins að stíga mikilvægt skref í að leysa stórar áskoranir er snúa að húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins og öldrun þjóðar heldur er hér um að ræða nýjan og spennandi valkost sem ekki hefur verið í boði áður. Eldri bæjarbúar eru ört vaxandi og fjölbreyttur hópur og mikilvægt að bjóða uppá fleiri búsetumöguleika til að mæta betur þörfum þeirra. Hér eru metnaðarfull áform um uppbyggingu á lífsgæðakjarna sem ríma vel við stefnu Kópavogsbæjar,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra í tilkynningunni. Kópavogur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir „Aldraðir eru bara ég og þú eftir tuttugu eða þrjátíu ár“ Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir flöskuhálsinn víða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Það skorti á heildarsýn og að gert sé ráð fyrir mikilli fjölgun aldraðra og veikinda þeirra. Sama hvort þau eru líkamleg eða andleg. 11. september 2023 06:35 Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31 Tíu þúsund leiguíbúðir vantar á markaðinn Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ en um er að ræða jörð sem er í eigu Aflvaka og innan bæjarmarka Kópavogs. Bærinn sjálfur á mikið langt á svæðinu, sem er utan núverandi vaxtamarka höfuðborgarsvæðisins. Fram kemur í tilkynningunni að farið verði í viðræður við nágrannasveitarfélögin um breytingu á vaxtamörkunum. Viljayfirlýsing um uppbygginguna verður afgreidd á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 13. febrúar næstkomandi. Áformin fela í sér uppbyggingu heils íbúðahverfis með búsetuíbúðum, sérstaklega sniðnum að þörfum fólks yfir sextugu. Þá er gert ráð fyrir allt að 1.200 hjúkrunarrýmum í hverfinu þegar það er fullbyggt. Það jafngildir um helmingi þeirra hjúkrunarrýma sem ráðgert er að vanti á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum. Bæjarráð Kópavogs samþykkti þetta á fundi sínum í dag.Kópavogsbær Þá á að reisa heilsukjarna þar sem starfrækt verður heilsuhús og nýsköpunarmiðstöð með áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. „Gangi áformin eftir er Kópavogsbær ekki aðeins að stíga mikilvægt skref í að leysa stórar áskoranir er snúa að húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins og öldrun þjóðar heldur er hér um að ræða nýjan og spennandi valkost sem ekki hefur verið í boði áður. Eldri bæjarbúar eru ört vaxandi og fjölbreyttur hópur og mikilvægt að bjóða uppá fleiri búsetumöguleika til að mæta betur þörfum þeirra. Hér eru metnaðarfull áform um uppbyggingu á lífsgæðakjarna sem ríma vel við stefnu Kópavogsbæjar,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra í tilkynningunni.
Kópavogur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir „Aldraðir eru bara ég og þú eftir tuttugu eða þrjátíu ár“ Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir flöskuhálsinn víða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Það skorti á heildarsýn og að gert sé ráð fyrir mikilli fjölgun aldraðra og veikinda þeirra. Sama hvort þau eru líkamleg eða andleg. 11. september 2023 06:35 Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31 Tíu þúsund leiguíbúðir vantar á markaðinn Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
„Aldraðir eru bara ég og þú eftir tuttugu eða þrjátíu ár“ Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir flöskuhálsinn víða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Það skorti á heildarsýn og að gert sé ráð fyrir mikilli fjölgun aldraðra og veikinda þeirra. Sama hvort þau eru líkamleg eða andleg. 11. september 2023 06:35
Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31
Tíu þúsund leiguíbúðir vantar á markaðinn Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. 23. nóvember 2018 07:00