Ánægja með að komast heim þó margir séu ósáttir við yfirvöld Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. janúar 2024 23:18 Páll Valur Björnsson, Grindvíkingur, segir fólk ánægt að fá að fara loksins heim. Stöð 2 Grindvíkingur segir ánægjulegt að fólk fái loksins að fara inn í bæinn eftir „ævintýralega efiða“ mánuði. Mörgum Grindvíkingum líði þó eins og yfirvöld hafi komið illa fram við íbúa og forgangsraðað undarlega aðgengi að bænum. Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita er verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Aðgengi að Grindavíkurbæ var kynnt á upplýsingafundi almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á island.is. Lagt sé upp með að íbúar um 300 heimila geti verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta lota verði þrír klukkutímar en tíminn verði síðan mögulega lengdur. Ánægjuleg tíðindi eftir erfiða mánuði Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður, ræddi við Pál Val Björnsson, Grindvíking, um fréttirnar af því að Grindvíkingar fengju að fara inn í bæinn og skipulag almannavarna á aðgerðunum. Hvernig horfir þetta skipulag við þér? „Fyrir það fyrsta var þetta ánægjulegt að við skulum loksins fá að fara inn í bæinn og vitja eigna okkar. Þetta er búið að vera ótrúlega erfiður tími og hefur reynt alveg rosalega á taugarnar og aukið á sálarstríð okkar en mín fyrstu viðbrögð voru að þetta væri ánægjulegt, að maður fái loksins að fara inn þó tíminn sé knappur,“ sagði Páll Valur. Margir ósáttir með framgöngu stjórnvalda Það hafa líka heyrst óánægjuraddir frá Grindvíkingum um það hversu lokaður bærinn hefur verið. Hefurðu heyrt eitthvað frá Grindvíkingum í dag um þetta? „Ég hef ekki heyrt beint frá þeim en ég fylgist með samfélagsmiðlum og það eru mjög skiptar skoðanir á allt sem hefur verið gert í þessu ferli. Sumir mjög óánægðir, skiljanlega,“ sagði Páll Valur. „Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og mörgum finnst yfirvöld hafa komið mjög illa fram við Grindvíkinga. Hafa verið að leyfa opnun á Bláa lóninu og fréttamönnum að fara um bæinn á meðan þau fá ekki að koma inn, íbúarnir, og kanna ástand á sínum eignum,“ sagði hann. „Það er þannig líka í dag, fólk er að setja út á ýmsa hluti. Það hvernig það er skipulagt hvernig fólk fer inn og út úr bænum. Menn finna ýmislegt en það er ekkert skrítið miðað við þetta ástand sem er búið að vera á okkur þessa tvo mánuði sem hafa verið ævintýralega erfiðir,“ sagði hann. Verið að kæfa Grindavík og fyrirtæki blæði út Einn þeirra sem lýsti yfir óánægju sinni með skipulag almannavarna var Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar. Hann birti færslu á Facebook í gær þar sem hann gagnrýndi ákvörðun almannavarna að fresta heimkomu Grindvíkinga frá laugardegi fram á mánudag vegna veðurs. „Við Grindvíkingar höfum alist upp við allskyns veður og þetta veður í dag var ekki slæmt og svo er blíða á morgun sunnudag, ekki fæst leyfi til heimferðar enn og aftur og nú er veðrið notað sem ástæða,“ skrifaði hann í færslunni. „Meðalið sem Almannavarnir beita er svo sterkt að sjúklingurinn deyr, Grindavík er að kafna, Grindavík er að deyja en áfram skal Grindavík haldið í herkví og það af engum ástæðum. Sprungusvæðin hafa verið girt af, allar götur hafa verið keyrðar ótal sinnum af viðbragðsaðilum og farið hefur verið í öll hús mörgum sinnum af pípurum og björgunarsveitum, Grindavík er eins örugg og hún getur verið,“ sagði hann einnig í færslunni. Af því það hefði ekki fengist leyfi fyrir fyrirtækin í Grindavík til að bjarga verðmætum þá væri þeim að blæða út. Fjöldi fyrirtækja væri orðinn gjaldþrota vegna aðgerðarleysis og tugir og hundruðir milljóna hefðu farið forgörðum vegna ónýtra birgða og afurða sem hefði verið hægt að bjarga. „Víðir, Úlfar og Sigríður Björk, skammist ykkar fyrir fantaskapinn sem þið sýnið Grindvíkingum og Grindvískum fyrirtækjum með tómlæti ykkar, skammist ykkar fyrir vantraustið sem þið sýnið okkur Grindvíkingum og skammist ykkar fyrir að brjóta freklega á stjórnarskráðvörðum rétti okkar til að ráða okkur og okkar eignum sjálf,“ skrifaði Stefán í lok færslunnar. Grindavík Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita er verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Aðgengi að Grindavíkurbæ var kynnt á upplýsingafundi almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á island.is. Lagt sé upp með að íbúar um 300 heimila geti verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta lota verði þrír klukkutímar en tíminn verði síðan mögulega lengdur. Ánægjuleg tíðindi eftir erfiða mánuði Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður, ræddi við Pál Val Björnsson, Grindvíking, um fréttirnar af því að Grindvíkingar fengju að fara inn í bæinn og skipulag almannavarna á aðgerðunum. Hvernig horfir þetta skipulag við þér? „Fyrir það fyrsta var þetta ánægjulegt að við skulum loksins fá að fara inn í bæinn og vitja eigna okkar. Þetta er búið að vera ótrúlega erfiður tími og hefur reynt alveg rosalega á taugarnar og aukið á sálarstríð okkar en mín fyrstu viðbrögð voru að þetta væri ánægjulegt, að maður fái loksins að fara inn þó tíminn sé knappur,“ sagði Páll Valur. Margir ósáttir með framgöngu stjórnvalda Það hafa líka heyrst óánægjuraddir frá Grindvíkingum um það hversu lokaður bærinn hefur verið. Hefurðu heyrt eitthvað frá Grindvíkingum í dag um þetta? „Ég hef ekki heyrt beint frá þeim en ég fylgist með samfélagsmiðlum og það eru mjög skiptar skoðanir á allt sem hefur verið gert í þessu ferli. Sumir mjög óánægðir, skiljanlega,“ sagði Páll Valur. „Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og mörgum finnst yfirvöld hafa komið mjög illa fram við Grindvíkinga. Hafa verið að leyfa opnun á Bláa lóninu og fréttamönnum að fara um bæinn á meðan þau fá ekki að koma inn, íbúarnir, og kanna ástand á sínum eignum,“ sagði hann. „Það er þannig líka í dag, fólk er að setja út á ýmsa hluti. Það hvernig það er skipulagt hvernig fólk fer inn og út úr bænum. Menn finna ýmislegt en það er ekkert skrítið miðað við þetta ástand sem er búið að vera á okkur þessa tvo mánuði sem hafa verið ævintýralega erfiðir,“ sagði hann. Verið að kæfa Grindavík og fyrirtæki blæði út Einn þeirra sem lýsti yfir óánægju sinni með skipulag almannavarna var Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar. Hann birti færslu á Facebook í gær þar sem hann gagnrýndi ákvörðun almannavarna að fresta heimkomu Grindvíkinga frá laugardegi fram á mánudag vegna veðurs. „Við Grindvíkingar höfum alist upp við allskyns veður og þetta veður í dag var ekki slæmt og svo er blíða á morgun sunnudag, ekki fæst leyfi til heimferðar enn og aftur og nú er veðrið notað sem ástæða,“ skrifaði hann í færslunni. „Meðalið sem Almannavarnir beita er svo sterkt að sjúklingurinn deyr, Grindavík er að kafna, Grindavík er að deyja en áfram skal Grindavík haldið í herkví og það af engum ástæðum. Sprungusvæðin hafa verið girt af, allar götur hafa verið keyrðar ótal sinnum af viðbragðsaðilum og farið hefur verið í öll hús mörgum sinnum af pípurum og björgunarsveitum, Grindavík er eins örugg og hún getur verið,“ sagði hann einnig í færslunni. Af því það hefði ekki fengist leyfi fyrir fyrirtækin í Grindavík til að bjarga verðmætum þá væri þeim að blæða út. Fjöldi fyrirtækja væri orðinn gjaldþrota vegna aðgerðarleysis og tugir og hundruðir milljóna hefðu farið forgörðum vegna ónýtra birgða og afurða sem hefði verið hægt að bjarga. „Víðir, Úlfar og Sigríður Björk, skammist ykkar fyrir fantaskapinn sem þið sýnið Grindvíkingum og Grindvískum fyrirtækjum með tómlæti ykkar, skammist ykkar fyrir vantraustið sem þið sýnið okkur Grindvíkingum og skammist ykkar fyrir að brjóta freklega á stjórnarskráðvörðum rétti okkar til að ráða okkur og okkar eignum sjálf,“ skrifaði Stefán í lok færslunnar.
Grindavík Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40