Nota Suðurstrandarveg á morgun en leita fleiri leiða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2024 23:19 Þeir Grindvíkingar sem ætla að fara í bæinn á morgun að vitja heimila sinna og ná í eignir fara um Suðurstrandarveg. Vísir/Arnar Suðurstrandarvegur verður áfram leiðin inn í Grindavík fyrir þá bæjarbúa sem þangað fara á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að Vegagerðin verði á vaktinni og muni ryðja veginn ef þörf krefji. Slíkt sé líklegt miðað við veðurspá. Nokkuð hefur borið á óánægju með skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík sem hófst í dag. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að fólk sé látið keyra Suðurstrandarveg inn í bæinn. Sjá einnig: Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun „Grindavíkurbær er með þrjár virkar vegtengingar, Nesveg, Norðurljósaveg og Suðurstrandarveg. Enginn þessara vega er laus við vandamál þegar kemur að vetrarfærð og illa búin ökutæki munu verða til vandræða óháð undirbúningi viðbragðsaðila eða vali á akstursleið,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Af þessum þremur vegum sé Norðurljósavegur mikilvægastur, sökum nálægðar við Reykjanesbraut. Vegurinn sé laskaður vegna sprungumyndunar og mikillar umferðar. Hætt sé við því að ef allri umferð íbúa yrði beint um veginn myndi hann teppast vegna umferðar, óhappa, bilana eða annarra orsaka. Þá segir að umferð um Suðurstrandaveg verði minni umferð um skilgreind hættusvæði númer 1 og 3 á hættukorti Veðurstofunnar, sem sjá má hér að neðan. „Það er ljóst að Suðurstrandarvegurinn er langt frá því að vera ákjósanlegur. Hann hefur þó það umfram Nesveg að innviðir eru til staðar til að taka á móti miklum fjölda ökutækja á skömmum tíma. Auk þess þýðir það að að viðbragðsaðilar, t.d. sjúkrabifreiðar, færu um Nes- eða Suðurstrandaveg sem talin er óásættanleg áhætta. Einnig myndi það þýða miklar tafir á sjálfu verkefninu sem lagt er mikið kapp á að gangi sem best.“ Þá þurfi forsvarsmenn fyrirtækja einnig að vitja eigna þeirra, en Nesvegur sé nýttur til þess svo minnka megi samkeyrslu þungaflutninga og íbúa. Það sé gert út frá því mati á þeim viðgerðum sem þurft hefur að ráðast í á vegakerfi Grindavíkur og þeim þunga og ágangi sem það þolir. „Að þessu sögðu fer sífellt fram mat á aðstæðum og leitað er leiða til að besta þetta verklag til að hámarka öryggi og ávinning allra hlutaðeigandi. Er því meðal annars leitað leiða til að fjölga akstursleiðum íbúa inn í Grindavík og ekki loku fyrir það skotið að akstursskipulag taki breytingum eftir því sem líður á verkefnið.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. 29. janúar 2024 21:05 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að Vegagerðin verði á vaktinni og muni ryðja veginn ef þörf krefji. Slíkt sé líklegt miðað við veðurspá. Nokkuð hefur borið á óánægju með skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík sem hófst í dag. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að fólk sé látið keyra Suðurstrandarveg inn í bæinn. Sjá einnig: Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun „Grindavíkurbær er með þrjár virkar vegtengingar, Nesveg, Norðurljósaveg og Suðurstrandarveg. Enginn þessara vega er laus við vandamál þegar kemur að vetrarfærð og illa búin ökutæki munu verða til vandræða óháð undirbúningi viðbragðsaðila eða vali á akstursleið,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Af þessum þremur vegum sé Norðurljósavegur mikilvægastur, sökum nálægðar við Reykjanesbraut. Vegurinn sé laskaður vegna sprungumyndunar og mikillar umferðar. Hætt sé við því að ef allri umferð íbúa yrði beint um veginn myndi hann teppast vegna umferðar, óhappa, bilana eða annarra orsaka. Þá segir að umferð um Suðurstrandaveg verði minni umferð um skilgreind hættusvæði númer 1 og 3 á hættukorti Veðurstofunnar, sem sjá má hér að neðan. „Það er ljóst að Suðurstrandarvegurinn er langt frá því að vera ákjósanlegur. Hann hefur þó það umfram Nesveg að innviðir eru til staðar til að taka á móti miklum fjölda ökutækja á skömmum tíma. Auk þess þýðir það að að viðbragðsaðilar, t.d. sjúkrabifreiðar, færu um Nes- eða Suðurstrandaveg sem talin er óásættanleg áhætta. Einnig myndi það þýða miklar tafir á sjálfu verkefninu sem lagt er mikið kapp á að gangi sem best.“ Þá þurfi forsvarsmenn fyrirtækja einnig að vitja eigna þeirra, en Nesvegur sé nýttur til þess svo minnka megi samkeyrslu þungaflutninga og íbúa. Það sé gert út frá því mati á þeim viðgerðum sem þurft hefur að ráðast í á vegakerfi Grindavíkur og þeim þunga og ágangi sem það þolir. „Að þessu sögðu fer sífellt fram mat á aðstæðum og leitað er leiða til að besta þetta verklag til að hámarka öryggi og ávinning allra hlutaðeigandi. Er því meðal annars leitað leiða til að fjölga akstursleiðum íbúa inn í Grindavík og ekki loku fyrir það skotið að akstursskipulag taki breytingum eftir því sem líður á verkefnið.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. 29. janúar 2024 21:05 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. 29. janúar 2024 21:05
Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18