„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Árni Sæberg skrifa 30. janúar 2024 12:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjallaði um umdeilda ákvörðun sína um að frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar á ríkisstjórnarfundi í morgun undir liðnum „Framlög Íslands til UNRWA og ásakanir um aðild 12 starfsmanna stofnunarinnar um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að loknum fundi að eins og hún skildi Bjarna á fundinum, þá sé ákvörðunin tímabundin. „Ég vil segja það mjög skýrt hér að þessi stofnun hefur verið í algjöru lykilhlutverki við að tryggja þau litlu lífsgæði, sem þó eru á Gasa um þessar mundir, þar sem er auðvitað fullkomin mannúðarkrísa. Það er mjög mikilvægt að hún geti sinnt sínu starfi áfram en um leið að sjálfsögðu mikilvægt líka að þessar spurningar séu teknar til skoðunar og þeim svarað.“ Þar vísar hún til spurninga um meintan hlut tólf starfsmanna stofnunarinnar í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að nýjasta kaflanum í langri sögu deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Í kjölfar ásakana þess efnis frysti utanríkisráðherra framlög til stofnunarinnar. Höfum aukið framlagið Katrín segir að þangað til að framlögin voru fryst hafi Ísland aukið framlög til flóttamannastofnunarinnar vegna þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað í Palestínu. „Það er alveg ljóst að okkar vilji stendur til þess áfram. En um leið er kallað eftir skýringum á þeim ásökunum sem hafa komið fram gagnvart einstökum starfsmönnum þessarar stofnunar. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að þarna eru ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi.“ Þingflokkurinn samtaka en gefur ekkert upp um ríkisstjórnarsamstarfið Katrín segir þingflokk Vinstri grænna samtaka í þeirri afstöðu sinni að mikilvægt sé að málið verði rætt í utanríkisnefnd. Henni skiljist að það verði gert á morgun. „Við erum líka mjög skýr með það að við teljum að Ísland eigi að gera allt það sem það getur til að draga úr þjáningum á þessu hrjáða svæði.“ Ákvarðanir varðandi átök milli Ísraels og Palestínu sem og önnur mál, sem komið hafa upp síðan Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra, hafa verið harla umdeild. Er þetta ekki að valda einhverjum titringi í ríkisstjórnarssamstarfinu? „Fyrst og fremst vil ég segja að þarna er gríðarleg mannúðarkrísa, 25 þúsund manns sem hafa fallið, ofboðslega hátt hlutfall óbreyttra borgara. Þannig að það er náttúrlega stóra verkefnið að þessi stofnun, Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, geti haldið áfram sínum verkefni á svæðinu. Það er auðvitað stóra málið í þessu,“ segir Katrín. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjallaði um umdeilda ákvörðun sína um að frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar á ríkisstjórnarfundi í morgun undir liðnum „Framlög Íslands til UNRWA og ásakanir um aðild 12 starfsmanna stofnunarinnar um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að loknum fundi að eins og hún skildi Bjarna á fundinum, þá sé ákvörðunin tímabundin. „Ég vil segja það mjög skýrt hér að þessi stofnun hefur verið í algjöru lykilhlutverki við að tryggja þau litlu lífsgæði, sem þó eru á Gasa um þessar mundir, þar sem er auðvitað fullkomin mannúðarkrísa. Það er mjög mikilvægt að hún geti sinnt sínu starfi áfram en um leið að sjálfsögðu mikilvægt líka að þessar spurningar séu teknar til skoðunar og þeim svarað.“ Þar vísar hún til spurninga um meintan hlut tólf starfsmanna stofnunarinnar í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að nýjasta kaflanum í langri sögu deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Í kjölfar ásakana þess efnis frysti utanríkisráðherra framlög til stofnunarinnar. Höfum aukið framlagið Katrín segir að þangað til að framlögin voru fryst hafi Ísland aukið framlög til flóttamannastofnunarinnar vegna þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað í Palestínu. „Það er alveg ljóst að okkar vilji stendur til þess áfram. En um leið er kallað eftir skýringum á þeim ásökunum sem hafa komið fram gagnvart einstökum starfsmönnum þessarar stofnunar. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að þarna eru ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi.“ Þingflokkurinn samtaka en gefur ekkert upp um ríkisstjórnarsamstarfið Katrín segir þingflokk Vinstri grænna samtaka í þeirri afstöðu sinni að mikilvægt sé að málið verði rætt í utanríkisnefnd. Henni skiljist að það verði gert á morgun. „Við erum líka mjög skýr með það að við teljum að Ísland eigi að gera allt það sem það getur til að draga úr þjáningum á þessu hrjáða svæði.“ Ákvarðanir varðandi átök milli Ísraels og Palestínu sem og önnur mál, sem komið hafa upp síðan Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra, hafa verið harla umdeild. Er þetta ekki að valda einhverjum titringi í ríkisstjórnarssamstarfinu? „Fyrst og fremst vil ég segja að þarna er gríðarleg mannúðarkrísa, 25 þúsund manns sem hafa fallið, ofboðslega hátt hlutfall óbreyttra borgara. Þannig að það er náttúrlega stóra verkefnið að þessi stofnun, Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, geti haldið áfram sínum verkefni á svæðinu. Það er auðvitað stóra málið í þessu,“ segir Katrín.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira