Frystum ekki mannúð Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar 31. janúar 2024 09:31 Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum. Annað atvikið er frá rannsóknarvinnu minni í Búrúndí fyrir doktorsverkefnið mitt þegar einn af aðal viðmælendum mínum, „Jacques“, sagði mér frá því hvernig hann varð skæruliði. Hann var 17 ára gamall og hafði flúið til Tansaníu. Mörgum ungum mönnum og strákum var safnað saman í flóttamannabúðunum og boðið að taka þátt í hæfileikakeppni í öðrum flóttamannabúðum sem hann þáði. Það var hinsvegar ekki farið með þá í aðrar búðir, heldur í skóginn við landamæri Búrúndí þar sem þeir voru þjálfaðir til að gerast skæruliðar. Bíllinn sem notaður var til að ræna þessum ungu mönnum og drengjum var merktur Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum árum áður en ég átti þetta spjall við „Jacques“ starfaði ég hjá Sameinuðu þjóðunum í Líberíu. Stuttu áður en samningi mínum lauk og ég yfirgaf landið logaði allt innan Sameinuðu þjóðanna því það lak út að í Líberíu stæði yfir rannsókn á vændi/mansali þar sem hluti fórnarlambanna voru börn. Einhverjir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru viðriðnir málið. Mér fannst erfitt að heyra sögu „Jacques“ og var reið yfir því að starfsmaður Sameinuðu þjóðanna hefði annaðhvort verið tengdur skæruliðahópi beint eða þegið mútur fyrir afnot af bíl til að ræna ungum mönnum og drengjum. Ég fann líka til reiði gagnvart friðargæsluliðunum í Líberíu, að þeir skyldu nýta sér neyð fólks með svo ógeðfelldum hætti. En ekki hafði ég hugmyndaflug að láta mér detta í hug að það hefði átt að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðarinnar í Tansaníu sem á þessum tíma hélt nokkur hundruð þúsund búrúndískum flóttamönnum á lífi, né að frysta greiðslur til Friðargæslunnar í Líberíu sem á þessum tíma var forsenda fyrir stöðugleika og öryggi í landinu. Fleiri dæmi eru til af því að einhverjir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi gerst sekir um glæpi. Það er ekki vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar séu slæm samtök eða hafi óheiðarlegt starfsfólk. En það er gríðarlega erfitt að stjórna og hafa yfirsýn yfir mörg þúsund manns á átakasvæði þar sem neyð fólks er mikil. Innfæddir starfsmenn tengjast átökunum alltaf á einhvern hátt og því miður eru dæmi um að einhverjir erlendir starfsmenn nýtir sér neyð hinna innfæddu. Í umræðu um brot starfsmanna Sameinuðu þjóðanna hef ég aldrei nokkurn tíma heyrt neina manneskju láta sér detta það í hug að eðlileg viðbrögð við brotum starfsfólks stofnunar væru að hætta fjárhagsaðstoð við þá stofnun. Refsa viðkomandi einstaklingum? Já. Skoða verkferla og athuga hvort betur sé hægt að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni? Já. En að hætta að styrkja stofnunina og refsa þar með fólkinu sem hún styrkir? Aldrei. Fyrr en nú. Þau dæmi sem ég veit um þegar greiðslur hafa verið frystar til Sameinuðu þjóða stofnanna hefur verið þegar grunur hefur verið um fjárdrátt eða ójóst hvort fjármagn hafi verið notað eins og til var ætlast, eða þegar komist hefur upp um spillingu meðal æðstu stjórnenda stofnunar. Það er algjör rökleysa að frysta greiðslur til UNRWA nú. Það er afleitt að Ísland ætli að taka þátt í slíku óhæfuverki. Fjárhæðin sjálf er ekki það sem skiptir meginmáli, framlag Íslands er það lítill hluti af heildarframlaginu. En þetta snýst um að rétta fólki sem er hefur misst ástvini, heimili og á hvorki í sig né á, hjálparhönd. Þetta snýst um að sýna fólki í neyð samstöðu þegar ofurveldi heimsins vinna að því að útrýma því. Og þetta snýst um að berjast fyrir mennskunni á tímum þegar hún virðist vera að glatast. Höfundur hefur starfað hjá UN Women í Líberíu, Suður-Súdan og Laos og er nú rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa nokkrar þjóðir, þar á meðal Ísland, ákveðið að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) vegna ásakana Ísraels um að 12 starfsmenn UNRWA hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Þessu tengt hafa tvö atvik komið upp í huga minn frá störfum mínum sem tengjast átakasvæðum. Annað atvikið er frá rannsóknarvinnu minni í Búrúndí fyrir doktorsverkefnið mitt þegar einn af aðal viðmælendum mínum, „Jacques“, sagði mér frá því hvernig hann varð skæruliði. Hann var 17 ára gamall og hafði flúið til Tansaníu. Mörgum ungum mönnum og strákum var safnað saman í flóttamannabúðunum og boðið að taka þátt í hæfileikakeppni í öðrum flóttamannabúðum sem hann þáði. Það var hinsvegar ekki farið með þá í aðrar búðir, heldur í skóginn við landamæri Búrúndí þar sem þeir voru þjálfaðir til að gerast skæruliðar. Bíllinn sem notaður var til að ræna þessum ungu mönnum og drengjum var merktur Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum árum áður en ég átti þetta spjall við „Jacques“ starfaði ég hjá Sameinuðu þjóðunum í Líberíu. Stuttu áður en samningi mínum lauk og ég yfirgaf landið logaði allt innan Sameinuðu þjóðanna því það lak út að í Líberíu stæði yfir rannsókn á vændi/mansali þar sem hluti fórnarlambanna voru börn. Einhverjir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru viðriðnir málið. Mér fannst erfitt að heyra sögu „Jacques“ og var reið yfir því að starfsmaður Sameinuðu þjóðanna hefði annaðhvort verið tengdur skæruliðahópi beint eða þegið mútur fyrir afnot af bíl til að ræna ungum mönnum og drengjum. Ég fann líka til reiði gagnvart friðargæsluliðunum í Líberíu, að þeir skyldu nýta sér neyð fólks með svo ógeðfelldum hætti. En ekki hafði ég hugmyndaflug að láta mér detta í hug að það hefði átt að frysta greiðslur til Flóttamannaaðstoðarinnar í Tansaníu sem á þessum tíma hélt nokkur hundruð þúsund búrúndískum flóttamönnum á lífi, né að frysta greiðslur til Friðargæslunnar í Líberíu sem á þessum tíma var forsenda fyrir stöðugleika og öryggi í landinu. Fleiri dæmi eru til af því að einhverjir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi gerst sekir um glæpi. Það er ekki vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar séu slæm samtök eða hafi óheiðarlegt starfsfólk. En það er gríðarlega erfitt að stjórna og hafa yfirsýn yfir mörg þúsund manns á átakasvæði þar sem neyð fólks er mikil. Innfæddir starfsmenn tengjast átökunum alltaf á einhvern hátt og því miður eru dæmi um að einhverjir erlendir starfsmenn nýtir sér neyð hinna innfæddu. Í umræðu um brot starfsmanna Sameinuðu þjóðanna hef ég aldrei nokkurn tíma heyrt neina manneskju láta sér detta það í hug að eðlileg viðbrögð við brotum starfsfólks stofnunar væru að hætta fjárhagsaðstoð við þá stofnun. Refsa viðkomandi einstaklingum? Já. Skoða verkferla og athuga hvort betur sé hægt að koma í veg fyrir slík brot í framtíðinni? Já. En að hætta að styrkja stofnunina og refsa þar með fólkinu sem hún styrkir? Aldrei. Fyrr en nú. Þau dæmi sem ég veit um þegar greiðslur hafa verið frystar til Sameinuðu þjóða stofnanna hefur verið þegar grunur hefur verið um fjárdrátt eða ójóst hvort fjármagn hafi verið notað eins og til var ætlast, eða þegar komist hefur upp um spillingu meðal æðstu stjórnenda stofnunar. Það er algjör rökleysa að frysta greiðslur til UNRWA nú. Það er afleitt að Ísland ætli að taka þátt í slíku óhæfuverki. Fjárhæðin sjálf er ekki það sem skiptir meginmáli, framlag Íslands er það lítill hluti af heildarframlaginu. En þetta snýst um að rétta fólki sem er hefur misst ástvini, heimili og á hvorki í sig né á, hjálparhönd. Þetta snýst um að sýna fólki í neyð samstöðu þegar ofurveldi heimsins vinna að því að útrýma því. Og þetta snýst um að berjast fyrir mennskunni á tímum þegar hún virðist vera að glatast. Höfundur hefur starfað hjá UN Women í Líberíu, Suður-Súdan og Laos og er nú rannsakandi við Norrænu Afríkustofnunina.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun