Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2024 12:02 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata óskaði eftir því í desember að Bjarni Benediktsson kæmi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að svara fyrir framkvæmd sölunnar á hlut í Íslandsbanka 22. mars 2022. Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kom fyrir nefndina í morgun að ósk Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingflokksformanns Pírata frá því í desember, til að svara fyrir framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Þá var framkvæmt útboð á hlutum á bankanum þar sem fjárfestum sem uppfylla áttu tiltekin skilyrði bauðst að kaupa í bankanum á tilteknu verði. Einn kaupenda var fyrirtæki í eigu föðurs Bjarna og komst umboðsmaður Alþingis að því að ekki hafi verið gætt að hæfi hans sem þáverandi fjármálaráðherra við framkvæmdina. Bjarni var ekki alls kostar sáttur með fund nefndarinnar. Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármálaráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis gaf út álit sitt á söluferlinu á Íslandsbanka.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað alltaf ákveðin hætta á því að þessi mikilvæga nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, freistist til þess að fara út í einhvern pólitískan skollaleik. Sem mér fannst vera vottur af á þessum fundi í dag,“ sagði ráðherrann að loknum fundi. Á fundinum sagði Bjarni að í ljósi verkaskiptingar á milli fjármálaráðuneytisins og Bankasýslunnar og þeirrar aðferðar sem notuð var við söluna með svo kallaðri tilboðsbók í mjög hröðu ferli, hafi ekki verið hægt að fylgja almennum hæfisreglum gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Bjarni Benediktsson var ekki alls kostar sáttur við upplagið á fundi nefndarinnar í morgun.Stöð 2/Arnar „Þá hafi það verið okkar nálgun allan tímann að það væri ekki gert ráð fyrir því að ráðherrann myndi þurfa að fara yfir hæfi sitt gagnvart hverjum og einum bjóðanda. Umboðsmaður hefur um þetta sagt; það kann að vera að það hafi verið útilokað að framkvæma hæfismatið.“ En þá hefðu menn þurft að átta sig á því fyrirfram, ræða það í samskiptum við þingið og best hefði verið að lögfesta það, hefur Bjarni eftir umboðsmanni. Þórhildur Sunna sagði Bjarna ekki hafa gengist við eigin mistökum. Þórhildur Sunna Ævarddóttir segir Bjarna Benediktsson hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Stöð 2/Arnar „Það svosem sannast hið fornkveðna, að Bjarni Benediktsson er alltaf til í að skella skuldinni af sínum eigin mistökum á einhverja aðra. Þarna reyndi hann að finna enn eina afsökunina fyrir því að hafa gerst brotlegur við lög og reynir að klína þessum ákvörðunum sem hann tók á þingið. Halda því fram að þingið hafi ákveðið að velja söluaðferð sem gæti ekki staðist stjórnsýslulög. Þar af leiðandi sé ekki okkar að gera athugasemd við það,“ segir Þórhildur Sunna. Bjarni hafi hins vegar sjálfur tekið þessa ákvörðun og enginn annar. Hann beri því ábyrgð á henni en ekki Alþingi. Ekkert komi fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu um að Bjarni hafi fengið ráðleggingar um annað eins og hann hafi haldið fram. Þá væri álit umboðsmanns mjög skýrt. „Mér finnst einmitt það sem hefur verið óskýrt vera viðbrögð ráðherrans. Sem talar um að það sé ýmislegt sem orki tvímælis í áliti umboðsmanns og hann hefur ekki fengist til að skýra það með viðeigandi hætti hvað það er. Það sé hitt og þetta sem stangist á við ráðgjöf sem hann hafi fengið. Þannig að mér fannst nú mikilvægast að fá það fram hvaða ráðgjöf það var sem hann hafði fengið.“ Og engin svör við því? „Nei, nei, engin svör við því. Bara útúrsnúningar og stælar,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sjá má upptöku af fundinum í spilaranum að neðan. Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kom fyrir nefndina í morgun að ósk Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingflokksformanns Pírata frá því í desember, til að svara fyrir framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Þá var framkvæmt útboð á hlutum á bankanum þar sem fjárfestum sem uppfylla áttu tiltekin skilyrði bauðst að kaupa í bankanum á tilteknu verði. Einn kaupenda var fyrirtæki í eigu föðurs Bjarna og komst umboðsmaður Alþingis að því að ekki hafi verið gætt að hæfi hans sem þáverandi fjármálaráðherra við framkvæmdina. Bjarni var ekki alls kostar sáttur með fund nefndarinnar. Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármálaráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis gaf út álit sitt á söluferlinu á Íslandsbanka.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað alltaf ákveðin hætta á því að þessi mikilvæga nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, freistist til þess að fara út í einhvern pólitískan skollaleik. Sem mér fannst vera vottur af á þessum fundi í dag,“ sagði ráðherrann að loknum fundi. Á fundinum sagði Bjarni að í ljósi verkaskiptingar á milli fjármálaráðuneytisins og Bankasýslunnar og þeirrar aðferðar sem notuð var við söluna með svo kallaðri tilboðsbók í mjög hröðu ferli, hafi ekki verið hægt að fylgja almennum hæfisreglum gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Bjarni Benediktsson var ekki alls kostar sáttur við upplagið á fundi nefndarinnar í morgun.Stöð 2/Arnar „Þá hafi það verið okkar nálgun allan tímann að það væri ekki gert ráð fyrir því að ráðherrann myndi þurfa að fara yfir hæfi sitt gagnvart hverjum og einum bjóðanda. Umboðsmaður hefur um þetta sagt; það kann að vera að það hafi verið útilokað að framkvæma hæfismatið.“ En þá hefðu menn þurft að átta sig á því fyrirfram, ræða það í samskiptum við þingið og best hefði verið að lögfesta það, hefur Bjarni eftir umboðsmanni. Þórhildur Sunna sagði Bjarna ekki hafa gengist við eigin mistökum. Þórhildur Sunna Ævarddóttir segir Bjarna Benediktsson hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Stöð 2/Arnar „Það svosem sannast hið fornkveðna, að Bjarni Benediktsson er alltaf til í að skella skuldinni af sínum eigin mistökum á einhverja aðra. Þarna reyndi hann að finna enn eina afsökunina fyrir því að hafa gerst brotlegur við lög og reynir að klína þessum ákvörðunum sem hann tók á þingið. Halda því fram að þingið hafi ákveðið að velja söluaðferð sem gæti ekki staðist stjórnsýslulög. Þar af leiðandi sé ekki okkar að gera athugasemd við það,“ segir Þórhildur Sunna. Bjarni hafi hins vegar sjálfur tekið þessa ákvörðun og enginn annar. Hann beri því ábyrgð á henni en ekki Alþingi. Ekkert komi fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu um að Bjarni hafi fengið ráðleggingar um annað eins og hann hafi haldið fram. Þá væri álit umboðsmanns mjög skýrt. „Mér finnst einmitt það sem hefur verið óskýrt vera viðbrögð ráðherrans. Sem talar um að það sé ýmislegt sem orki tvímælis í áliti umboðsmanns og hann hefur ekki fengist til að skýra það með viðeigandi hætti hvað það er. Það sé hitt og þetta sem stangist á við ráðgjöf sem hann hafi fengið. Þannig að mér fannst nú mikilvægast að fá það fram hvaða ráðgjöf það var sem hann hafði fengið.“ Og engin svör við því? „Nei, nei, engin svör við því. Bara útúrsnúningar og stælar,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sjá má upptöku af fundinum í spilaranum að neðan.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46