Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með appi án aukagjalda Verna 1. febrúar 2024 08:55 „Verna ætlar að vera breytingaafl á stöðnuðum tryggingamarkaði þar sem framþróun hefur verið afar takmörkuð,“ segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Verna. Mynd/Vilhelm Verna hefur opnað appið sitt fyrir öll, hvort sem bíllinn er tryggður hjá Verna eður ei. Meðal nýjunga í appinu er sá möguleiki að leggja bílnum í gjaldskyld stæði án þess að greiða aukagjöld. Í notkun á appinu felst engin skuldbinding, bara ávinningur þar sem notendur geta nýtt sér ýmis sértilboð og fríðindi. Notendur sem ná í appið fyrir 1. mars nk. geta unnið 100 þúsund króna gjafabréf frá Play. „Markmið Verna er ekki bara að hugsa bílatryggingar upp á nýtt og gera þær sanngjarnari og gegnsærri, heldur einnig að einfalda líf notenda. Að appið okkar verði eins konar „one-stop shop“ fyrir bíleigendur“, segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Verna. „Liður á þeirri vegferð er sú nýjung að notendur geta núna nýtt Verna appið til að leggja bílnum í gjaldskyld stæði án þess að greiða aukagjöld. Önnur bílastæða-öpp innheimta ýmist fast mánaðargjald eða færslugjald í hvert sinn sem bílnum er lagt, en við rukkum ekki krónu umfram það sem Bílastæðasjóður innheimtir.Varlega áætlað eru aukagjöld að jafnaði 25-30% af heildarkostnaði við að leggja bílnum. Þú þarft ekki að kaupa tryggingu af okkur til þess að nota appið til að leggja“, áréttar Friðrik. Besta dílinn fyrir bílinn Í Verna appinu er að finna kort yfir bensínstöðvar í nágrenninu. Þar má bera saman verð á milli einstakra stöðva, það gæti verið ódýrara bensín hinum megin við götuna. í appinu er einnig að finna sérstaka afslætti á þjónustu og dekri fyrir bílinn. Allir geta nýtt sér afsláttinn en þeir sem tryggja hjá Verna fá enn betri díl. Appið býður einnig upp á þann möguleika að fylla út tjónaskýrslu rafrænt og finna lista yfir öll bestu verkstæðin sem Verna er í samstarfi við. Samkvæmt útreikningum Verna má áætla að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi sparað um 150 milljónir í iðgjöld á síðastliðnu ári. Breytingaafl En hver er hugsunin á bak við Verna? Hverju ætlar Verna að breyta? „Verna ætlar að vera breytingaafl á stöðnuðum tryggingamarkaði þar sem framþróun hefur verið afar takmörkuð. Með því að þróa tæknilausnir sem meta gæði aksturs og veita ökumönnum endurgjöf um það sem betur má fara má draga úr áhættu í umferðinni.“ Samkvæmt útreikningum Verna má áætla að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi sparað um 150 milljónir í iðgjöld á síðastliðnu ári. „Auk þess áætlum við að viðskiptavinir hafi lækkað kolefnisfótspor sitt í umferðinni um 9-11% með mýkri akstri þar sem mýkt aksturs hefur áhrif á útblástur. Það jafngildir því að gróðursetja yfir 194 þúsund tré, sem væri einn af stærri skógum landsins,“ bætir Friðrik við. Á sama tíma segir hann Verna vera stöðugt að vinna að því að einfalda fólki lífið. „Verna appið er þannig ekki bara tæknilausn til að meta aksturslag ökumanna heldur einnig vistkerfi af mismunandi tegundum þjónustu fyrir bíleigendur, t.d. betri kjör á bifreiðaskoðun hjá Frumherja og afsláttur af barnabílstólum.“ Sá möguleiki að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu breytir einnig miklu fyrir bíleigendur og leysir af hólmi þörfina á að hafa önnur bílastæða-öpp sem innheimta ýmist mánaðargjald eða sérstakt þjónustugjald í hvert sinn sem bílnum er lagt. „Nú viljum við gera þessa þjónustu aðgengilega fyrir öll og hvetjum eindregið til þess að ná í appið og byrja að nýta sér þá möguleika sem þar eru í boði”, segir Friðrik að lokum. Kíktu undir húddið og sjáðu hvað Verna hefur uppá að bjóða. Tryggingar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Bílastæði Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Markmið Verna er ekki bara að hugsa bílatryggingar upp á nýtt og gera þær sanngjarnari og gegnsærri, heldur einnig að einfalda líf notenda. Að appið okkar verði eins konar „one-stop shop“ fyrir bíleigendur“, segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Verna. „Liður á þeirri vegferð er sú nýjung að notendur geta núna nýtt Verna appið til að leggja bílnum í gjaldskyld stæði án þess að greiða aukagjöld. Önnur bílastæða-öpp innheimta ýmist fast mánaðargjald eða færslugjald í hvert sinn sem bílnum er lagt, en við rukkum ekki krónu umfram það sem Bílastæðasjóður innheimtir.Varlega áætlað eru aukagjöld að jafnaði 25-30% af heildarkostnaði við að leggja bílnum. Þú þarft ekki að kaupa tryggingu af okkur til þess að nota appið til að leggja“, áréttar Friðrik. Besta dílinn fyrir bílinn Í Verna appinu er að finna kort yfir bensínstöðvar í nágrenninu. Þar má bera saman verð á milli einstakra stöðva, það gæti verið ódýrara bensín hinum megin við götuna. í appinu er einnig að finna sérstaka afslætti á þjónustu og dekri fyrir bílinn. Allir geta nýtt sér afsláttinn en þeir sem tryggja hjá Verna fá enn betri díl. Appið býður einnig upp á þann möguleika að fylla út tjónaskýrslu rafrænt og finna lista yfir öll bestu verkstæðin sem Verna er í samstarfi við. Samkvæmt útreikningum Verna má áætla að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi sparað um 150 milljónir í iðgjöld á síðastliðnu ári. Breytingaafl En hver er hugsunin á bak við Verna? Hverju ætlar Verna að breyta? „Verna ætlar að vera breytingaafl á stöðnuðum tryggingamarkaði þar sem framþróun hefur verið afar takmörkuð. Með því að þróa tæknilausnir sem meta gæði aksturs og veita ökumönnum endurgjöf um það sem betur má fara má draga úr áhættu í umferðinni.“ Samkvæmt útreikningum Verna má áætla að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi sparað um 150 milljónir í iðgjöld á síðastliðnu ári. „Auk þess áætlum við að viðskiptavinir hafi lækkað kolefnisfótspor sitt í umferðinni um 9-11% með mýkri akstri þar sem mýkt aksturs hefur áhrif á útblástur. Það jafngildir því að gróðursetja yfir 194 þúsund tré, sem væri einn af stærri skógum landsins,“ bætir Friðrik við. Á sama tíma segir hann Verna vera stöðugt að vinna að því að einfalda fólki lífið. „Verna appið er þannig ekki bara tæknilausn til að meta aksturslag ökumanna heldur einnig vistkerfi af mismunandi tegundum þjónustu fyrir bíleigendur, t.d. betri kjör á bifreiðaskoðun hjá Frumherja og afsláttur af barnabílstólum.“ Sá möguleiki að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu breytir einnig miklu fyrir bíleigendur og leysir af hólmi þörfina á að hafa önnur bílastæða-öpp sem innheimta ýmist mánaðargjald eða sérstakt þjónustugjald í hvert sinn sem bílnum er lagt. „Nú viljum við gera þessa þjónustu aðgengilega fyrir öll og hvetjum eindregið til þess að ná í appið og byrja að nýta sér þá möguleika sem þar eru í boði”, segir Friðrik að lokum. Kíktu undir húddið og sjáðu hvað Verna hefur uppá að bjóða.
Tryggingar Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Neytendur Bílastæði Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira