Ný mislæg gatnamót í hrauninu fyrir framtíðar byggingarsvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2024 09:11 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vilhelm Gunnarsson Gerð nýrra mislægra gatnamóta í hrauninu milli Straumsvíkur og Hvassahrauns fylgir breikkun Reykjanesbrautar, sem hófst fyrr í vetur. Gatnamótunum er ætlað að greiða leið að nýjum framtíðar byggingarsvæðum Hafnarfjarðar, að því er fram kom í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. Í þættinum Pallborðinu á Vísi, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kynni að stafa af eldsumbrotum og jarðskjálfum, var athygli vakin á því að á sama tíma og áhyggjur eru af hugsanlegu hraunrennsli á þessu svæði sé verið að byggja þarna mislæg gatnamót og leggja þannig drög að nýjum hverfum fyrir Hafnarfjörð. Verið er að gera ný mislæg gatnamót á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin „En þá fáum við vonandi tíma til að gera varnargarða,“ sagði Rósa og var síðan spurð hvort ástæða væri til stöðva þessar framkvæmdir. „Það held ég ekki. Enda hefur ekki komið ástæða fyrir því.“ Kortið sýnir þau hraun sem runnu á Reykjanesskaga í síðustu eldgosahrinu frá 9. öld og fram á 13. öld. Kapelluhraun rann til sjávar við Straumsvík í Krýsuvíkureldum árið 1151.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Hún vísaði til umræðu fyrr í þættinum um að eldsumbrot nærri höfuðborgarsvæðinu myndu eiga sér langan aðdraganda. Ef menn teldu að brautinni og þessu hverfi myndi stafa hætta af hraunflæði þá hefðu menn tíma til að hanna garða og grípa til annarra mótvægisaðgerða. Frá Pallborðinu á Vísi. Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins gæti stafað af eldgosum og jarðskjálftum.Vilhelm Gunnarsson „Auðvitað höldum við bara áfram þangað til annað kemur í ljós. Og höfum þá möguleika til að grípa til aðgerða, eftir því hvernig skýrslur og annað koma fram í vor. Og vonandi verður þá nokkurra ára aðdragandi ef eitthvað gerist í grennd við höfuðborgarsvæðið á næstu árum eða hvenær sem það verður,“ sagði bæjarstjórinn. Þau Kristín og Magnús Tumi voru einnig spurð um afstöðu sína til frekari útþenslu byggðar út í hraunin við Hafnarfjörð. Svörin má sjá í þessu myndskeiði: Hér má sjá Pallborðið í heild: Hafnarfjörður Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Í þættinum Pallborðinu á Vísi, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kynni að stafa af eldsumbrotum og jarðskjálfum, var athygli vakin á því að á sama tíma og áhyggjur eru af hugsanlegu hraunrennsli á þessu svæði sé verið að byggja þarna mislæg gatnamót og leggja þannig drög að nýjum hverfum fyrir Hafnarfjörð. Verið er að gera ný mislæg gatnamót á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar.Vegagerðin „En þá fáum við vonandi tíma til að gera varnargarða,“ sagði Rósa og var síðan spurð hvort ástæða væri til stöðva þessar framkvæmdir. „Það held ég ekki. Enda hefur ekki komið ástæða fyrir því.“ Kortið sýnir þau hraun sem runnu á Reykjanesskaga í síðustu eldgosahrinu frá 9. öld og fram á 13. öld. Kapelluhraun rann til sjávar við Straumsvík í Krýsuvíkureldum árið 1151.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Hún vísaði til umræðu fyrr í þættinum um að eldsumbrot nærri höfuðborgarsvæðinu myndu eiga sér langan aðdraganda. Ef menn teldu að brautinni og þessu hverfi myndi stafa hætta af hraunflæði þá hefðu menn tíma til að hanna garða og grípa til annarra mótvægisaðgerða. Frá Pallborðinu á Vísi. Rósa Guðbjartsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins gæti stafað af eldgosum og jarðskjálftum.Vilhelm Gunnarsson „Auðvitað höldum við bara áfram þangað til annað kemur í ljós. Og höfum þá möguleika til að grípa til aðgerða, eftir því hvernig skýrslur og annað koma fram í vor. Og vonandi verður þá nokkurra ára aðdragandi ef eitthvað gerist í grennd við höfuðborgarsvæðið á næstu árum eða hvenær sem það verður,“ sagði bæjarstjórinn. Þau Kristín og Magnús Tumi voru einnig spurð um afstöðu sína til frekari útþenslu byggðar út í hraunin við Hafnarfjörð. Svörin má sjá í þessu myndskeiði: Hér má sjá Pallborðið í heild:
Hafnarfjörður Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58
Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36