Tugmilljóna mál skrifstofustjóra fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 16:27 Hæstiréttur tekur mál Jóhanns fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni íslenska ríkisins um áfrýjunarleyfi í máli Jóhanns Guðmundssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Jóhanni voru dæmdar 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Í nóvember síðastliðnum sneri Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms við og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur Jóhanni hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra um að leggja stöðu hans niður. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi talið að ráðuneytinu hefði ekki tekist að sanna að starfslok Jóhanns hefðu verið ákveðin 24. júní árið 2020 og lagt til grundvallar að ávirðingar hefðu ráðið því að ákveðið hefði verið 31. ágúst sama ár að leggja niður embætti hans, en Jóhann hefði verið sendur í leyfi 14. júlí það ár. Hafi reynt að koma sér hjá lögboðinni meðferð Í dóminum hafi verið rakið að við þessar aðstæður hefði ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þá hafi Landsréttur talið að ákvörðun ráðherra um að leggja niður embætti Jóhanns hefði verið ósamrýmanleg þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt væri að undirbúningur og úrlausn máls miðuðu að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi aðila. Ákvörðun ráðherra hefði því verið ólögmæt enda ekki byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Fordæmisgildi um réttindi ríkisstarfsmanna Í ákvörðuninni segir að ríkið hafi byggt á því að úrslit málsins hafi fordæmisgildi og snúi að mikilsverðum hagsmunum þess þar sem það varði réttarstöðu skrifstofustjóra sem embættismanna vegna skipulagsbreytinga innan ráðuneytis. Þá hafi ríkið byggt á því að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng þar sem í dóminum sé blandað saman ákvörðun um niðurlagningu embættisins og hvort bjóða skyldi Jóhanni nýtt starf í ráðuneytinu. Auk þess hafi ríkið vísað til forsendna og niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Þá segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um réttarstöðu ríkisstarfsmanna við niðurlagningu stöðu vegna skipulagsbreytinga. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum sneri Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms við og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur Jóhanni hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra um að leggja stöðu hans niður. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi talið að ráðuneytinu hefði ekki tekist að sanna að starfslok Jóhanns hefðu verið ákveðin 24. júní árið 2020 og lagt til grundvallar að ávirðingar hefðu ráðið því að ákveðið hefði verið 31. ágúst sama ár að leggja niður embætti hans, en Jóhann hefði verið sendur í leyfi 14. júlí það ár. Hafi reynt að koma sér hjá lögboðinni meðferð Í dóminum hafi verið rakið að við þessar aðstæður hefði ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þá hafi Landsréttur talið að ákvörðun ráðherra um að leggja niður embætti Jóhanns hefði verið ósamrýmanleg þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt væri að undirbúningur og úrlausn máls miðuðu að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi aðila. Ákvörðun ráðherra hefði því verið ólögmæt enda ekki byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Fordæmisgildi um réttindi ríkisstarfsmanna Í ákvörðuninni segir að ríkið hafi byggt á því að úrslit málsins hafi fordæmisgildi og snúi að mikilsverðum hagsmunum þess þar sem það varði réttarstöðu skrifstofustjóra sem embættismanna vegna skipulagsbreytinga innan ráðuneytis. Þá hafi ríkið byggt á því að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng þar sem í dóminum sé blandað saman ákvörðun um niðurlagningu embættisins og hvort bjóða skyldi Jóhanni nýtt starf í ráðuneytinu. Auk þess hafi ríkið vísað til forsendna og niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Þá segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um réttarstöðu ríkisstarfsmanna við niðurlagningu stöðu vegna skipulagsbreytinga.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira