Lilja Dögg ráðherra er ánægð með að Bláa lónið sé opið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2024 13:30 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem var gestur á opnum fundi Framsóknar í Árborg í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir er mjög sátt við að Bláa lónið sé opið þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesi. Hún segir fyrirtækið afar mikilvægt þegar ferðaþjónustan er annars vegar en þar starfa tæplega níu hundruð manns. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var gestur í gær á opnum fundi Framsóknar í Árborg þar sem hún fór yfir fjölmörg mál, bæði hér heima og í útlöndum. Mestur tími fór þó í að ræða stöðuna í Grindavík og aðstoðina við samfélagið þar. „Við leggjum fram í næstu viku frumvarp þess efnis þar sem er verið að kynna uppkaup á húsnæði. Við höfum líka heyrt af því að það hugnist ekki öllum því það eru ýmsir, sem vilja um leið og þetta er orðið öruggt að flytja til baka og það kæmi mér ekki á óvart að við munum sjá svipaða þróun og var í Vestmannaeyjum að það sé hluti, sem kemur til baka en hluti, sem flytur frá Grindavík en þetta segi ég auðvitað með það að leiðarljósi að Grindavík verði orðin örugg,” segir Lilja. Það eru margir hissa á því á meðan Grindvíkingar mega ekki eyða meiri tíma í bæjarfélaginu sínu eða flytja heim þar sem það er óhætt að Bláalónið, sé opið á sama tíma. Hvað segir Lilja við því ? „Það er þannig að tæplega 900 manns starfa í Bláa lóninu og þetta er eitt okkar öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki og það hefur áhrif á alla ferðaþjónustuna þegar lokað er í Bláa lóninu.” Þannig að þú ert með því að hafa opið? „Þegar það er metið að það sé öruggt og fólk er búið að æfa rýmingu og annað slíkt þá tel ég að það geti verið opið,” segir Lilja. Fjölmargir mættu til að hlusta á hvað Lilja Dögg hefði að segja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ríkisvaldið að standa sig vel varðandi Grindavík að mati Lilju eða hvað? „Já, við erum að gera allt, sem við mögulega getum og viljum áfram stuðla að því að ná utan um þessa stöðu en ég skil auðvitað, það eru margir, sem eru orðnir pirraðir og ég væri það sjálf ef ég kæmist ekki í húsið mitt, þannig að við þurfum bara að vinna með það en alltaf að ná utan um fólkið,” segir Lilja Dögg. Lilja Dögg er hlynnt því að Bláa lónið sé opið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Framsóknarflokkurinn Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var gestur í gær á opnum fundi Framsóknar í Árborg þar sem hún fór yfir fjölmörg mál, bæði hér heima og í útlöndum. Mestur tími fór þó í að ræða stöðuna í Grindavík og aðstoðina við samfélagið þar. „Við leggjum fram í næstu viku frumvarp þess efnis þar sem er verið að kynna uppkaup á húsnæði. Við höfum líka heyrt af því að það hugnist ekki öllum því það eru ýmsir, sem vilja um leið og þetta er orðið öruggt að flytja til baka og það kæmi mér ekki á óvart að við munum sjá svipaða þróun og var í Vestmannaeyjum að það sé hluti, sem kemur til baka en hluti, sem flytur frá Grindavík en þetta segi ég auðvitað með það að leiðarljósi að Grindavík verði orðin örugg,” segir Lilja. Það eru margir hissa á því á meðan Grindvíkingar mega ekki eyða meiri tíma í bæjarfélaginu sínu eða flytja heim þar sem það er óhætt að Bláalónið, sé opið á sama tíma. Hvað segir Lilja við því ? „Það er þannig að tæplega 900 manns starfa í Bláa lóninu og þetta er eitt okkar öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki og það hefur áhrif á alla ferðaþjónustuna þegar lokað er í Bláa lóninu.” Þannig að þú ert með því að hafa opið? „Þegar það er metið að það sé öruggt og fólk er búið að æfa rýmingu og annað slíkt þá tel ég að það geti verið opið,” segir Lilja. Fjölmargir mættu til að hlusta á hvað Lilja Dögg hefði að segja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ríkisvaldið að standa sig vel varðandi Grindavík að mati Lilju eða hvað? „Já, við erum að gera allt, sem við mögulega getum og viljum áfram stuðla að því að ná utan um þessa stöðu en ég skil auðvitað, það eru margir, sem eru orðnir pirraðir og ég væri það sjálf ef ég kæmist ekki í húsið mitt, þannig að við þurfum bara að vinna með það en alltaf að ná utan um fólkið,” segir Lilja Dögg. Lilja Dögg er hlynnt því að Bláa lónið sé opið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Framsóknarflokkurinn Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira