Mögulegt að smærri viðburður valdi gosi Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 12:55 Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga. Vísir/Arnar Verðmætabjörgun í Grindavík heldur áfram í dag. Svipað mynstur er á jarðhræringum á svæðinu og fyrir síðasta gos en mögulegt er að minni atburð þurfi en áður til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Í gær var um helming íbúa Grindavíkur veittur aðgangur að heimilum sínum í rýmri tíma en áður eftir eldgosið í janúar. Margir nýttu tímann í að sækja heilu búslóðirnar og tæma heimili sín fyrir fullt og allt. Verðmætabjörgunin heldur áfram í dag en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir skipulagið hafa gengið vel í gær og í morgun. „Við erum að upplifa að fólk er að sækja dótið sitt, eða sækja búslóðina sína. Mikið að fólki hefur sótt það sem það getur á þessum tíma. Auðvitað hefðum við getað gefið meiri tíma en þetta var gert með þeim formerkjum að koma sem flestum inn á þessum tveim dögum. En á næstu dögum heldur fólk áfram að geta farið heim og sótt það sem ekki er búið að sækja ef það ætlar sér að sækja búslóðina. Virknin heldur sínu róli Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga, virknin virðist halda sínu róli. Nú er reiknað með að um sex og hálf milljón rúmmetrar af kviku séu komnir í kvikuganginn. Það miðast við gögn frá 1. febrúar en samkvæmt Sigríði Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er beðið eftir nýjum útreikningum sem koma á morgun eða hinn. „Ef við horfum bara á hvernig þetta hefur verið frá því að þetta byrjaði í nóvember á verður verða þessi kvikuhlaup, eða kvikugangur, og svo eldgos, eða ekki. Svo erum við að horfa þarna á Svartsengi. Það lækkar og svo fer það aftur að hækka. Við höfum alveg séð þetta mynstur. Það nær ákveðinni hæð og svo byrjar ballið. Við erum bara að horfa á það núna. Það er ómögulegt að segja til um nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerist.“ Fyrirvarinn ætti að vera svipaður Það gæti þurft minni atburð til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Það breyti þó ekki fyrirvaranum sem jarðvísindamenn ættu að fá. „Það gæti verið minnst níutíu mínútur, kannski klukkutími, ég veit það ekki. Eða nokkrir klukkutímar, miðað við síðustu tvö gos. Það er það sem við erum að horfa til,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Í gær var um helming íbúa Grindavíkur veittur aðgangur að heimilum sínum í rýmri tíma en áður eftir eldgosið í janúar. Margir nýttu tímann í að sækja heilu búslóðirnar og tæma heimili sín fyrir fullt og allt. Verðmætabjörgunin heldur áfram í dag en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir skipulagið hafa gengið vel í gær og í morgun. „Við erum að upplifa að fólk er að sækja dótið sitt, eða sækja búslóðina sína. Mikið að fólki hefur sótt það sem það getur á þessum tíma. Auðvitað hefðum við getað gefið meiri tíma en þetta var gert með þeim formerkjum að koma sem flestum inn á þessum tveim dögum. En á næstu dögum heldur fólk áfram að geta farið heim og sótt það sem ekki er búið að sækja ef það ætlar sér að sækja búslóðina. Virknin heldur sínu róli Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga, virknin virðist halda sínu róli. Nú er reiknað með að um sex og hálf milljón rúmmetrar af kviku séu komnir í kvikuganginn. Það miðast við gögn frá 1. febrúar en samkvæmt Sigríði Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er beðið eftir nýjum útreikningum sem koma á morgun eða hinn. „Ef við horfum bara á hvernig þetta hefur verið frá því að þetta byrjaði í nóvember á verður verða þessi kvikuhlaup, eða kvikugangur, og svo eldgos, eða ekki. Svo erum við að horfa þarna á Svartsengi. Það lækkar og svo fer það aftur að hækka. Við höfum alveg séð þetta mynstur. Það nær ákveðinni hæð og svo byrjar ballið. Við erum bara að horfa á það núna. Það er ómögulegt að segja til um nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerist.“ Fyrirvarinn ætti að vera svipaður Það gæti þurft minni atburð til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Það breyti þó ekki fyrirvaranum sem jarðvísindamenn ættu að fá. „Það gæti verið minnst níutíu mínútur, kannski klukkutími, ég veit það ekki. Eða nokkrir klukkutímar, miðað við síðustu tvö gos. Það er það sem við erum að horfa til,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50