Neitar að hafa reynt að drepa fólk í Silfratjörn Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2024 14:10 Shokri Keryo gekk inn í dómsal í fylgd lögreglumanns. Vísir/Arnar Shokri Keryo, tvítugur karlmaður, neitaði sök þegar ákæra á hendur honum fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal var þingfest í dag. Verjandi hans, Leó Daðason, tók afstöðu til sakargifta fyrir hans hönd en hann talar ekki íslensku. Móðurmál hans er sænska og hann tjáði sig að öðru leyti í gegnum dómtúlk. Shokri er ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember í fyrra, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar, skotið fjórum skotum í áttina að fjórum ónafngreindum einstaklingum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Shokri hafnaði sömuleiðis bótaskyldu í málinu. Sá sem varð fyrir skoti gerir hæstu bótakröfuna, upp á 3,5 milljónir króna. Hafi stofnað lífi og limum í augljósa hættu Sá sem varð fyrir skoti, Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár, hlaut sár á hægri sköflung. Þá brotnaði afturrúða og myndaðist dæld í afturhlera bíls. Rúða brotnaði í íbúð fjölskyldu og hafnaði skotið í vegg í íbúð þar sem fjögurra manna fjölskylda svaf, þar á meðal fjögurra og átta ára börn. Með háttsemi sinni er Shokri sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Önnur ákæra tekin upp í málinu Þegar málið var þingfest upp úr klukkan 14 í dag tilkynnti dómari að um tvær ákærur var að ræða. Seinni ákæran var gefin út þann 2. janúar síðastliðinn. Í henni er hann ákærður í sjö ákæruliðum fyrir umferðarlagabrot, með því að aka án ökuréttinda og í fimm tilfellum með kannabisefni í blóðinu. Keryo játaði sök í öllum sjö ákæruliðum þeirrar ákæru. Niðurstöðu rannsóknar beðið Í þinghaldinu kom fram að niðurstöðu rannsóknar á skothylkjum sé enn beðið og óljóst hvenær hún muni liggja fyrir. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, sagði það eina hluta rannsóknar málsins sem enn er útistandandi. Fréttin var uppfærð eftir að Vísir fékk seinni ákæruna afhenta. Dómsmál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Verjandi hans, Leó Daðason, tók afstöðu til sakargifta fyrir hans hönd en hann talar ekki íslensku. Móðurmál hans er sænska og hann tjáði sig að öðru leyti í gegnum dómtúlk. Shokri er ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember í fyrra, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar, skotið fjórum skotum í áttina að fjórum ónafngreindum einstaklingum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Shokri hafnaði sömuleiðis bótaskyldu í málinu. Sá sem varð fyrir skoti gerir hæstu bótakröfuna, upp á 3,5 milljónir króna. Hafi stofnað lífi og limum í augljósa hættu Sá sem varð fyrir skoti, Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár, hlaut sár á hægri sköflung. Þá brotnaði afturrúða og myndaðist dæld í afturhlera bíls. Rúða brotnaði í íbúð fjölskyldu og hafnaði skotið í vegg í íbúð þar sem fjögurra manna fjölskylda svaf, þar á meðal fjögurra og átta ára börn. Með háttsemi sinni er Shokri sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Önnur ákæra tekin upp í málinu Þegar málið var þingfest upp úr klukkan 14 í dag tilkynnti dómari að um tvær ákærur var að ræða. Seinni ákæran var gefin út þann 2. janúar síðastliðinn. Í henni er hann ákærður í sjö ákæruliðum fyrir umferðarlagabrot, með því að aka án ökuréttinda og í fimm tilfellum með kannabisefni í blóðinu. Keryo játaði sök í öllum sjö ákæruliðum þeirrar ákæru. Niðurstöðu rannsóknar beðið Í þinghaldinu kom fram að niðurstöðu rannsóknar á skothylkjum sé enn beðið og óljóst hvenær hún muni liggja fyrir. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, sagði það eina hluta rannsóknar málsins sem enn er útistandandi. Fréttin var uppfærð eftir að Vísir fékk seinni ákæruna afhenta.
Dómsmál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira