Endurgreiða konu 8.500 krónur vegna mistaka við strípur og litun Lovísa Arnardóttir skrifar 7. febrúar 2024 07:00 Konan vildi ljósar strípur í rótina og gulan tón í aflitaða hárenda en fékk það ekki. Vísir/Getty Hárgreiðslustofu hefur verið gert að endurgreiða konu 8.500 krónur vegna mistaka við litun á hári hennar. Konan fór í litun þann 31. júlí á síðasta ári og greiddi fyrir það 19 þúsund krónur. Sama dag kvartað hún undan lituninni og fór í lagfæringu daginn eftir. Konan kvartaði til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í ágúst á síðasta ári og krafðist þess að fá litunina endurgreidda að fullu og bætur að andvirði litahreinsunar á millisíðu hári. Samkvæmt verklagi nefndarinnar var hárgreiðslustofunni boðið að svara kvörtuninni. Það gerðu þau í nóvember sama ár. Gagnaöflun vegna málsins lauk í upphafi febrúar á þessu ári og var kveðinn upp úrskurður þann 5. febrúar. Þjónustan ekki í samræmi við óskir Í kvörtun konunnar kom fram að þjónustan hafi ekki verið í samræmi við hennar óskir. Hún hafi beðið um að ljósar strípur yrðu settar í dökka rót hennar og gylltur eða gulur tóner í aflitaða enda hársins. Hún hafi sýnt starfsmanni myndir sem hafi sýnt þá útkomu sem hún hafi viljað fá. Útkoman hafi svo verið allt önnur. Hún hafi verið alveg aflitaða rót og gráfjólubláan lit í enda hársins í stað þess gula tóns sem hún hafði óskað eftir. Konan kvartaði samdægurs til stofunnar og var boðið að koma í lagfæringu daginn eftir. Í lagfæringunni óskaði hún eftir því að hár hennar yrði litahreinsað til að ná gráa tónernum úr hárendunum og að rótin yrði lagfærð svo það sæist að hún hefði farið í strípur en ekki heillitun. Starfsmaðurinn var ekki við því heldur heillitaði hárið í millibrúnum lit og tónaði hárendana í hlýbrúnum lit. Erfitt að lita þurrt hár Starfsmaður hafi svo fullyrt að það væri vegna ástands hárs konunnar sem svo fór fyrir lituninni en það var mjög þurrt. Sé hárið þurrt sé hvorki auðvelt né gott að lita það. Þegar konan var svo beðin að greiða fyrir lagfæringarnar neitaði hún því og vísaði til þess að lagfæringin hafi heldur ekki verið í samræmi við það sem hún bað um. Eftir það kvartaði hún svo til kærunefndarinnar. Í svörum hárgreiðslustofunnar til kærunefndarinnar kemur fram að starfsmaðurinn hafi samtals varið níu klukkustundum í að laga hár hennar auk þess sem miklu magni efna hafi verið varið í bæði upprunalegu litunina og svo lagfæringuna. Þá segir að tap þeirra sé umtalsvert enda sé kostnaður við laun, efni og annað tengt þjónustunni mun meiri en sú fjárhæð sem sóknaraðili greiddi fyrir þjónustuna. Í niðurstöðu nefndarinnar er fallist á það að eftir lagfæringu hafi hár konunnar ekki verið í samræmi við það sem hún hafi óskað eftir og ekki bætt úr þeim mistökum sem voru gerð daginn áður. Því telur nefndin konuna eiga rétt á afslætti af greiðslu fyrir þjónustuna sem þykir hæfilegur 50 prósent og því er stofunni gert að endurgreiða henni 8.500 krónur. Ekki var fallist á kröfu hennar um bætur sem nemi því sem kosti að litahreinsa hárið. Neytendur Hár og förðun Tengdar fréttir Komst ekki í ferð og fær 185 þúsund krónur endurgreiddar Ferðamaður sem komst ekki í íshellaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis vegna veðurs fær ferðina endurgreidda að fullu. Hann fór einnig fram á bætur vegna andlegs álags en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á það. 6. febrúar 2024 12:26 Hjón segja pakkaferð hafa verið svindl og fá 60 þúsund endurgreitt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert ferðaskrifstofu að endurgreiða hjónum 60 þúsund krónur vegna pakkaferðar sem þau fóru í síðasta sumar. Þau greiddu samtals 272 þúsund krónur fyrir ferðina, sem var auglýst sem pakkaferð á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allt væri innifalið fyrir 130 þúsund krónur á mann. 24. janúar 2024 08:55 Fær geymsluna á bílnum og þrifin endurgreidd að fullu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að því að fyrirtæki sem sér um geymslu og þrif bifreiða á meðan fólk ferðast þarf að endurgreiða manni 38.900 krónur og greiða 35 þúsund krónur í málskostnaðargjald. 11. janúar 2024 08:00 Lét aflífa hvolpinn og fær engar skaðabætur Hundaræktendur þurfa ekki að endurgreiða konu sem aflífaði veikan hvolp sem hún hafði keypt af þeim. Þar vó þungt að hún ákvað að láta aflífa hvolpinn áður en ítarleg skoðun gat farið fram á honum. 10. janúar 2024 16:00 Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi. 10. janúar 2024 10:31 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Konan kvartaði til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í ágúst á síðasta ári og krafðist þess að fá litunina endurgreidda að fullu og bætur að andvirði litahreinsunar á millisíðu hári. Samkvæmt verklagi nefndarinnar var hárgreiðslustofunni boðið að svara kvörtuninni. Það gerðu þau í nóvember sama ár. Gagnaöflun vegna málsins lauk í upphafi febrúar á þessu ári og var kveðinn upp úrskurður þann 5. febrúar. Þjónustan ekki í samræmi við óskir Í kvörtun konunnar kom fram að þjónustan hafi ekki verið í samræmi við hennar óskir. Hún hafi beðið um að ljósar strípur yrðu settar í dökka rót hennar og gylltur eða gulur tóner í aflitaða enda hársins. Hún hafi sýnt starfsmanni myndir sem hafi sýnt þá útkomu sem hún hafi viljað fá. Útkoman hafi svo verið allt önnur. Hún hafi verið alveg aflitaða rót og gráfjólubláan lit í enda hársins í stað þess gula tóns sem hún hafði óskað eftir. Konan kvartaði samdægurs til stofunnar og var boðið að koma í lagfæringu daginn eftir. Í lagfæringunni óskaði hún eftir því að hár hennar yrði litahreinsað til að ná gráa tónernum úr hárendunum og að rótin yrði lagfærð svo það sæist að hún hefði farið í strípur en ekki heillitun. Starfsmaðurinn var ekki við því heldur heillitaði hárið í millibrúnum lit og tónaði hárendana í hlýbrúnum lit. Erfitt að lita þurrt hár Starfsmaður hafi svo fullyrt að það væri vegna ástands hárs konunnar sem svo fór fyrir lituninni en það var mjög þurrt. Sé hárið þurrt sé hvorki auðvelt né gott að lita það. Þegar konan var svo beðin að greiða fyrir lagfæringarnar neitaði hún því og vísaði til þess að lagfæringin hafi heldur ekki verið í samræmi við það sem hún bað um. Eftir það kvartaði hún svo til kærunefndarinnar. Í svörum hárgreiðslustofunnar til kærunefndarinnar kemur fram að starfsmaðurinn hafi samtals varið níu klukkustundum í að laga hár hennar auk þess sem miklu magni efna hafi verið varið í bæði upprunalegu litunina og svo lagfæringuna. Þá segir að tap þeirra sé umtalsvert enda sé kostnaður við laun, efni og annað tengt þjónustunni mun meiri en sú fjárhæð sem sóknaraðili greiddi fyrir þjónustuna. Í niðurstöðu nefndarinnar er fallist á það að eftir lagfæringu hafi hár konunnar ekki verið í samræmi við það sem hún hafi óskað eftir og ekki bætt úr þeim mistökum sem voru gerð daginn áður. Því telur nefndin konuna eiga rétt á afslætti af greiðslu fyrir þjónustuna sem þykir hæfilegur 50 prósent og því er stofunni gert að endurgreiða henni 8.500 krónur. Ekki var fallist á kröfu hennar um bætur sem nemi því sem kosti að litahreinsa hárið.
Neytendur Hár og förðun Tengdar fréttir Komst ekki í ferð og fær 185 þúsund krónur endurgreiddar Ferðamaður sem komst ekki í íshellaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis vegna veðurs fær ferðina endurgreidda að fullu. Hann fór einnig fram á bætur vegna andlegs álags en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á það. 6. febrúar 2024 12:26 Hjón segja pakkaferð hafa verið svindl og fá 60 þúsund endurgreitt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert ferðaskrifstofu að endurgreiða hjónum 60 þúsund krónur vegna pakkaferðar sem þau fóru í síðasta sumar. Þau greiddu samtals 272 þúsund krónur fyrir ferðina, sem var auglýst sem pakkaferð á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allt væri innifalið fyrir 130 þúsund krónur á mann. 24. janúar 2024 08:55 Fær geymsluna á bílnum og þrifin endurgreidd að fullu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að því að fyrirtæki sem sér um geymslu og þrif bifreiða á meðan fólk ferðast þarf að endurgreiða manni 38.900 krónur og greiða 35 þúsund krónur í málskostnaðargjald. 11. janúar 2024 08:00 Lét aflífa hvolpinn og fær engar skaðabætur Hundaræktendur þurfa ekki að endurgreiða konu sem aflífaði veikan hvolp sem hún hafði keypt af þeim. Þar vó þungt að hún ákvað að láta aflífa hvolpinn áður en ítarleg skoðun gat farið fram á honum. 10. janúar 2024 16:00 Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi. 10. janúar 2024 10:31 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Komst ekki í ferð og fær 185 þúsund krónur endurgreiddar Ferðamaður sem komst ekki í íshellaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis vegna veðurs fær ferðina endurgreidda að fullu. Hann fór einnig fram á bætur vegna andlegs álags en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á það. 6. febrúar 2024 12:26
Hjón segja pakkaferð hafa verið svindl og fá 60 þúsund endurgreitt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert ferðaskrifstofu að endurgreiða hjónum 60 þúsund krónur vegna pakkaferðar sem þau fóru í síðasta sumar. Þau greiddu samtals 272 þúsund krónur fyrir ferðina, sem var auglýst sem pakkaferð á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allt væri innifalið fyrir 130 þúsund krónur á mann. 24. janúar 2024 08:55
Fær geymsluna á bílnum og þrifin endurgreidd að fullu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að því að fyrirtæki sem sér um geymslu og þrif bifreiða á meðan fólk ferðast þarf að endurgreiða manni 38.900 krónur og greiða 35 þúsund krónur í málskostnaðargjald. 11. janúar 2024 08:00
Lét aflífa hvolpinn og fær engar skaðabætur Hundaræktendur þurfa ekki að endurgreiða konu sem aflífaði veikan hvolp sem hún hafði keypt af þeim. Þar vó þungt að hún ákvað að láta aflífa hvolpinn áður en ítarleg skoðun gat farið fram á honum. 10. janúar 2024 16:00
Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi. 10. janúar 2024 10:31