„Getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2024 19:12 Bjarni sagði það ekki slá sig vel að sjá börn mótmæla á Austurvelli í dag. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir dagaspursmál um að ráðherranefndin og ríkisstjórnin komist til botns í umræðu sinni um málefni hælisleitenda og geti því myndað sér nýja stefnu í málaflokknum. Hann segir að það gæti gerst innan skamms að Ísland fari að bjarga fólki, en segist óttast að innviðir landsins springi. „Það getur engin sagt, þegar við höfum verið á meðal hæstu þjóða í framlögum til mannúðaraðstoðar á þessu svæði og verið að taka á móti þetta mörgum flóttamönnum og hælisleitendum til Íslands, að hér sé ekkert að gerast. Það er bara alrangt. Það stenst enga skoðun,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni nefndi að af þeim 850 manns sem Norðurlöndin hafi sótt séu um 750 ríkisborgarar. „Þeir sem eru dvalarleyfishafar og hafa verið sóttir til Gasa eru 100, fyrir öll Norðurlöndin. Það er álíka eins og ef við ættum eftir að sækja til Gasa tvo til þrjá. En við erum með beiðni að veita aðstoð um hundrað manns.“ s „Þegar að hælisleitendamálaflokkurinn er farinn að kosta okkur Íslendinga tuttugu milljarða á ári þá er komið að því að við tökum einhverjar ákvarðanir sem standast einhverja skoðun. Þannig að við getum sem þjóð tekið almennilega, og staðið undir væntingum, þegar við bjóðum fólki að koma hingað og fá hæli og samþykkjum þeirra umsóknir. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni að samþykkja mun fleiri en allir aðrir og sprengt alla innviði. Það er bara staðan sem við stöndum frami fyrir.“ Aðspurður um hvort að það sé óeining innan ríkisstjórnarinnar um málaflokkinn segir Bjarni svo ekki vera. „Við erum sammála um það að þessi mál þurfa vera að tekin til heildarendurskoðunar vegna þess ef við höldum áfram á þessari braut þá erum við algjörlega búin að missa stjórn á kostnaðinum og innviðirnir, til dæmis skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og annars staðar, eru sprungnir.“ Mótmæli barna slá Bjarna ekki vel Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. „Við deilum auðvitað vanlíðan fólks og krakkanna með þetta ástand, sem er hrein hörmung. Það er ekki furða að mörgum líða illa yfir þessu ástandi sem við horfum upp á þarna niður frá á Gasa og þessi stríðsátök eru heilt yfir hrein hörmung,“ sagði Bjarni um mótmælin. Aðspurður um hvað honum þyki um að börn séu þarna að mótmæla sagði hann.: „Það slær mig nú ekkert sérstaklega vel, en það sýnir að þessi mál ná inn í alla þjóðfélagshópa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Það getur engin sagt, þegar við höfum verið á meðal hæstu þjóða í framlögum til mannúðaraðstoðar á þessu svæði og verið að taka á móti þetta mörgum flóttamönnum og hælisleitendum til Íslands, að hér sé ekkert að gerast. Það er bara alrangt. Það stenst enga skoðun,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni nefndi að af þeim 850 manns sem Norðurlöndin hafi sótt séu um 750 ríkisborgarar. „Þeir sem eru dvalarleyfishafar og hafa verið sóttir til Gasa eru 100, fyrir öll Norðurlöndin. Það er álíka eins og ef við ættum eftir að sækja til Gasa tvo til þrjá. En við erum með beiðni að veita aðstoð um hundrað manns.“ s „Þegar að hælisleitendamálaflokkurinn er farinn að kosta okkur Íslendinga tuttugu milljarða á ári þá er komið að því að við tökum einhverjar ákvarðanir sem standast einhverja skoðun. Þannig að við getum sem þjóð tekið almennilega, og staðið undir væntingum, þegar við bjóðum fólki að koma hingað og fá hæli og samþykkjum þeirra umsóknir. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni að samþykkja mun fleiri en allir aðrir og sprengt alla innviði. Það er bara staðan sem við stöndum frami fyrir.“ Aðspurður um hvort að það sé óeining innan ríkisstjórnarinnar um málaflokkinn segir Bjarni svo ekki vera. „Við erum sammála um það að þessi mál þurfa vera að tekin til heildarendurskoðunar vegna þess ef við höldum áfram á þessari braut þá erum við algjörlega búin að missa stjórn á kostnaðinum og innviðirnir, til dæmis skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og annars staðar, eru sprungnir.“ Mótmæli barna slá Bjarna ekki vel Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. „Við deilum auðvitað vanlíðan fólks og krakkanna með þetta ástand, sem er hrein hörmung. Það er ekki furða að mörgum líða illa yfir þessu ástandi sem við horfum upp á þarna niður frá á Gasa og þessi stríðsátök eru heilt yfir hrein hörmung,“ sagði Bjarni um mótmælin. Aðspurður um hvað honum þyki um að börn séu þarna að mótmæla sagði hann.: „Það slær mig nú ekkert sérstaklega vel, en það sýnir að þessi mál ná inn í alla þjóðfélagshópa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Innflytjendamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira