Dr. Bjarki Þór ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Inga Árni Sæberg skrifar 7. febrúar 2024 16:00 Dr. Bjarki Þór er nýr aðstoðarmaður Guðmundar Inga. Stjórnarráðið Dr. Bjarki Þór Grönfeldt hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Bjarki Þór hafi lokið doktorsprófi í stjórnmálasálfræði við Háskólann í Kent í Englandi, en hann sé jafnframt með meistaragráðu í faginu frá þeim háskóla. BS-námi sínu í sálfræði hafi hann lokið við Háskólann í Reykjavík. Bjarki sé stúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Meðfram doktorsnáminu í Kent hafi Bjarki kennt sálfræði og tölfræði á bæði grunn- og meistarastigi. Frá lokum doktorsprófs hafi Bjarki starfað við kennslu og rannsóknir við Háskólann á Bifröst en muni fara í leyfi á meðan hann gegnir starfi aðstoðarmanns. Bjarki sé fæddur árið 1994 og hafi alist upp á Brekku í Norðurárdal og hafi í gegnum tíðina búið í Borgarfirði, Reykjavík og Canterbury í Englandi. Bjarki hafi gengt ýmsum trúnaðarstörfum í félagsmálum frá unga aldri. Hann hafi meðal annars verið aðalritari Ungra vinstri grænna, ritstjóri Háskólablaðs HR og forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Í dag sitji hann í stjórnum Menntaskóla Borgarfjarðar og Menningarsjóðs Borgarbyggðar, ásamt því að gegna formennsku í Atvinnuleysistryggingasjóði. Bjarki sé í sambandi með Daníel Jakobssyni landslagsarkitekt. Leysir Ólaf Elínarson af Í tilkynningu er ekkert minnst á það hvern Bjarki Þór leysir af hólmi, en ráðherrar eru flestir með tvo aðstoðarmenn. Ólafur Elínarson, fyrrverandi aðstoðarmaður, segir í samtali við Vísi að hann hafi látið af störfum sem slíkur í desember. Nú sé hann upplýsingafulltrúi hjá Carbfix. Hann sé þannig kominn aftur í loftslagsmálinu, þar sem ástríðan liggi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Bjarki Þór hafi lokið doktorsprófi í stjórnmálasálfræði við Háskólann í Kent í Englandi, en hann sé jafnframt með meistaragráðu í faginu frá þeim háskóla. BS-námi sínu í sálfræði hafi hann lokið við Háskólann í Reykjavík. Bjarki sé stúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Meðfram doktorsnáminu í Kent hafi Bjarki kennt sálfræði og tölfræði á bæði grunn- og meistarastigi. Frá lokum doktorsprófs hafi Bjarki starfað við kennslu og rannsóknir við Háskólann á Bifröst en muni fara í leyfi á meðan hann gegnir starfi aðstoðarmanns. Bjarki sé fæddur árið 1994 og hafi alist upp á Brekku í Norðurárdal og hafi í gegnum tíðina búið í Borgarfirði, Reykjavík og Canterbury í Englandi. Bjarki hafi gengt ýmsum trúnaðarstörfum í félagsmálum frá unga aldri. Hann hafi meðal annars verið aðalritari Ungra vinstri grænna, ritstjóri Háskólablaðs HR og forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Í dag sitji hann í stjórnum Menntaskóla Borgarfjarðar og Menningarsjóðs Borgarbyggðar, ásamt því að gegna formennsku í Atvinnuleysistryggingasjóði. Bjarki sé í sambandi með Daníel Jakobssyni landslagsarkitekt. Leysir Ólaf Elínarson af Í tilkynningu er ekkert minnst á það hvern Bjarki Þór leysir af hólmi, en ráðherrar eru flestir með tvo aðstoðarmenn. Ólafur Elínarson, fyrrverandi aðstoðarmaður, segir í samtali við Vísi að hann hafi látið af störfum sem slíkur í desember. Nú sé hann upplýsingafulltrúi hjá Carbfix. Hann sé þannig kominn aftur í loftslagsmálinu, þar sem ástríðan liggi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira