Rafmagnsofnar uppseldir: Íbúar mjög uggandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 14:35 Þegar mest lét stóðu um 50 manns í biðröð í Múrbúðinni í Keflavík eftir rafmagnsofnum. Sigurður Hallbjörnsson Rafmagnsofnar eru uppseldir í Reykjanesbæ. Verslunarstjóri í Múrbúðinni segist aldrei hafa upplifað annað eins, örtröðin í dag hafi verið svakaleg. Viðskiptavinur sem beið í langri röð segir þungt hljóð í íbúum. „Þetta var bara alveg svakalegt. Ég hef aldrei á þeim sjö árum sem ég hef unnið hérna séð aðra eins örtröð.“ Þetta segir Stefán Gíslason, verslunarstjóri í Múrbúðinni, þar sem fólk beið í hátt í tvær klukkustundir í röð í verslun þeirra í Keflavík til að kaupa rafmagnsofn. Ofnarnir seldust upp strax í morgun, en um 600 stykki voru send úr verslunum í Reykjavík. Brugðið var á það ráð að skammta ofnanna og segir Stefán að fyrst hafi hámarkið verið fjögur stykki á mann. Síðar var því breytt í tvö stykki á mann. Unnið er að því að panta meira magn frá birgjum að utan. Neyðarstig almannavarna var virkjað skömmu eftir hádegi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum eftir að hraun rann yfir heitavatnslögn. Almannavarnir hafa beðið almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. Stefán segir viðskiptavini hafa verið með mikið jafnaðargeð og sýnt einstaka biðlund. „Fólk beið í einn eða tvo tíma, alveg sultuslakt. Ég vill endilega nota tækifærið og hrósa fólki fyrir hvað það var rólegt í þessum aðstæðum. Það sýndu allir yfirvegun og ró, það er alveg aðdáunarvert.“ Íbúar mjög uggandi Sigurður Hallbjörnsson er einn af þeim sem beið í röð eftir rafmagnsofni í Múrbúðinni. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa þurft að leggja langt frá búðinni þar sem engin bílastæði voru til staðar vegna fjöldans. Ég mætti þarna rúmlega eitt, þá voru fimmtíu manns í röð. Sigurður segir þungt hljóð í fólki. „Það er mjög áhyggjufullt. Sjálfur hef ég miklar áhyggjur, sérstaklega af lögnunum.“ Sigurður býr í gömlu húsi í Innri-Njarðvík. Í fyrravetur sprungu lagnir í húsinu í frostkafla. Hann náði að sögn að bjarga því fyrir horn með því að fóðra lagnirnar og vonar að það dugi til nú. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru rafmagnsofnar uppseldir í nær öllum byggingarvöruverslunum Reykjanesbæjar. „Fólk er bara ekki alveg búið að meðtaka þetta enn þá. Ég segi kannski ekki alveg að það sé panik ástand, en fólk er mjög uggandi,“ segir Sigurður Hallbjörnsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Verslun Tengdar fréttir Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Þetta var bara alveg svakalegt. Ég hef aldrei á þeim sjö árum sem ég hef unnið hérna séð aðra eins örtröð.“ Þetta segir Stefán Gíslason, verslunarstjóri í Múrbúðinni, þar sem fólk beið í hátt í tvær klukkustundir í röð í verslun þeirra í Keflavík til að kaupa rafmagnsofn. Ofnarnir seldust upp strax í morgun, en um 600 stykki voru send úr verslunum í Reykjavík. Brugðið var á það ráð að skammta ofnanna og segir Stefán að fyrst hafi hámarkið verið fjögur stykki á mann. Síðar var því breytt í tvö stykki á mann. Unnið er að því að panta meira magn frá birgjum að utan. Neyðarstig almannavarna var virkjað skömmu eftir hádegi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum eftir að hraun rann yfir heitavatnslögn. Almannavarnir hafa beðið almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. Stefán segir viðskiptavini hafa verið með mikið jafnaðargeð og sýnt einstaka biðlund. „Fólk beið í einn eða tvo tíma, alveg sultuslakt. Ég vill endilega nota tækifærið og hrósa fólki fyrir hvað það var rólegt í þessum aðstæðum. Það sýndu allir yfirvegun og ró, það er alveg aðdáunarvert.“ Íbúar mjög uggandi Sigurður Hallbjörnsson er einn af þeim sem beið í röð eftir rafmagnsofni í Múrbúðinni. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa þurft að leggja langt frá búðinni þar sem engin bílastæði voru til staðar vegna fjöldans. Ég mætti þarna rúmlega eitt, þá voru fimmtíu manns í röð. Sigurður segir þungt hljóð í fólki. „Það er mjög áhyggjufullt. Sjálfur hef ég miklar áhyggjur, sérstaklega af lögnunum.“ Sigurður býr í gömlu húsi í Innri-Njarðvík. Í fyrravetur sprungu lagnir í húsinu í frostkafla. Hann náði að sögn að bjarga því fyrir horn með því að fóðra lagnirnar og vonar að það dugi til nú. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru rafmagnsofnar uppseldir í nær öllum byggingarvöruverslunum Reykjanesbæjar. „Fólk er bara ekki alveg búið að meðtaka þetta enn þá. Ég segi kannski ekki alveg að það sé panik ástand, en fólk er mjög uggandi,“ segir Sigurður Hallbjörnsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Verslun Tengdar fréttir Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11