„Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 8. febrúar 2024 20:16 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum aðgerðum sem þurfti að grípa til þegar hraunið stefndi á heitavatnslögnina. Það var frábært að fylgjast með starfsfólki veitufyrirtækjanna leggjast öll á eitt, ásamt jarðvinnuverktökunum sem voru að vinna í varnargörðunum, að verja gömlu lögnina og kaupa tíma svo hægt væri að ganga frá nýju lögninni og koma henni í ofan í, sem tókst. Það var lykilatriði verkefnanna í dag.“ Aðspurður út í verkefni næturinnar og morgundagsins segir Víðir: „Núna stöndum við frami fyrir því að það er orðið hitavatnslaust á hluta Suðurnesjanna og það styttist í að það verði alls staðar. Það verður svona upp úr níu sem heita vatnið verður alveg farið, og þá er stóra málið að halda hita á húsum og við höfum verið að gefa leiðbeiningar um notkun á rafmagnsofnum í dag.“ Víðir hvetur fólk til að hlúa að nágrönnum sínum. „Við vitum það alveg að það er fólk sem hefur ekki haft tækifæri á að ná sér í ofna, fólk sem skilur ekki leiðbeiningarnar sem hafa verið gefnar út og áttar sig ekki á hlutunum. Þess vegna er mikilvægt að hverfin sameinist um að passa hvert upp á annað. Því ef álagið verður of mikið á rafkerfin þá eru heilu hverfin undir. Þannig það skiptir mjög miklu máli núna að sýna náungakærleikann, kanna á nágrönnum okkar, og sjá hvernig við getum hjálpast að í gegnum nóttina.“ Hitablásarar hafa verið áberandi í umræðunni í dag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim, og svo virðist sem einhverjir einstaklingar hafi keypt marga ofna til þess að selja þá á uppsprengdu verði. Við höfum séð færslur á Facebook þar sem fólk virðist hafa keypt heilu brettin bara til að selja þau. Hvernig blasir það við þér? „Þetta er bara glatað að nýta sér neyð annarra til að græða á því. Það er hins vegar fallegt ef fólk er að kaupa og lána og trygga að allir hafa þetta. En við verðum að muna það að sú orka sem við getum notað á hverju heimili, er ekkert mikið meiri en í einum öflugum hárblásara. Það er ekki hægt að setja upp fjölda blásara á hverju heimili til að halda uppi miklum hita. Þetta snýst bara um að komast í gegnum nóttina og morgundaginn með lágmarkshita.“ Hann segist vona að ekki komi til þess að fólk þurfi að yfirgefa húsin sín vegna hitavatnsleysis. „En við erum tilbúin ef það verður.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum aðgerðum sem þurfti að grípa til þegar hraunið stefndi á heitavatnslögnina. Það var frábært að fylgjast með starfsfólki veitufyrirtækjanna leggjast öll á eitt, ásamt jarðvinnuverktökunum sem voru að vinna í varnargörðunum, að verja gömlu lögnina og kaupa tíma svo hægt væri að ganga frá nýju lögninni og koma henni í ofan í, sem tókst. Það var lykilatriði verkefnanna í dag.“ Aðspurður út í verkefni næturinnar og morgundagsins segir Víðir: „Núna stöndum við frami fyrir því að það er orðið hitavatnslaust á hluta Suðurnesjanna og það styttist í að það verði alls staðar. Það verður svona upp úr níu sem heita vatnið verður alveg farið, og þá er stóra málið að halda hita á húsum og við höfum verið að gefa leiðbeiningar um notkun á rafmagnsofnum í dag.“ Víðir hvetur fólk til að hlúa að nágrönnum sínum. „Við vitum það alveg að það er fólk sem hefur ekki haft tækifæri á að ná sér í ofna, fólk sem skilur ekki leiðbeiningarnar sem hafa verið gefnar út og áttar sig ekki á hlutunum. Þess vegna er mikilvægt að hverfin sameinist um að passa hvert upp á annað. Því ef álagið verður of mikið á rafkerfin þá eru heilu hverfin undir. Þannig það skiptir mjög miklu máli núna að sýna náungakærleikann, kanna á nágrönnum okkar, og sjá hvernig við getum hjálpast að í gegnum nóttina.“ Hitablásarar hafa verið áberandi í umræðunni í dag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim, og svo virðist sem einhverjir einstaklingar hafi keypt marga ofna til þess að selja þá á uppsprengdu verði. Við höfum séð færslur á Facebook þar sem fólk virðist hafa keypt heilu brettin bara til að selja þau. Hvernig blasir það við þér? „Þetta er bara glatað að nýta sér neyð annarra til að græða á því. Það er hins vegar fallegt ef fólk er að kaupa og lána og trygga að allir hafa þetta. En við verðum að muna það að sú orka sem við getum notað á hverju heimili, er ekkert mikið meiri en í einum öflugum hárblásara. Það er ekki hægt að setja upp fjölda blásara á hverju heimili til að halda uppi miklum hita. Þetta snýst bara um að komast í gegnum nóttina og morgundaginn með lágmarkshita.“ Hann segist vona að ekki komi til þess að fólk þurfi að yfirgefa húsin sín vegna hitavatnsleysis. „En við erum tilbúin ef það verður.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira