Efling komin að þolmörkum í viðræðum Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2024 10:08 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að Efling hafi komið til móts við SA og eigi nú heimtingu á að samningsvilji þeirra sé virtur. vísir/ívar fannar Efling segist hafa mátt mæta virðingarleysi gagnvart samningsrétti, hagsmunum og tilveru. Stéttarfélagið gerir engu að síður ráð fyrir því að hægt verði að ljúka samningsviðræðum á innan við viku en félagið komist ekki lengra. Þetta má lesa úr fremur torræðri tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsfólk Eflingar hafi ítrekað á umliðnum árum upplifað virðingarleysi gagnvart samningsrétti sínum, hagsmunum og tilveru. Ekkert ætti þó að vera því til fyrirstöðu að hægt verði að ljúka samningaviðræðunum á innan við viku, að mati samninganefndar og trúnaðarráðs. „Félagsfólk Eflingar hefur komið verulega til móts við Samtök atvinnulífsins og á heimtingu á því að samningsvilji þeirra sé endurgoldinn. Samninganefnd og trúnaðarráð treysta því jafnframt að ríkissáttasemjari geri sitt til að liðka fyrir viðræðum.“ Samningsnefnd SA. Í sérstakri tilkynningu frá Eflingu segir að þar á bæ sé búið að gefa allt eftir sem til er, lengra verði ekki komist og Eflingarfélagar séu þess albúnir að leggja í harðar aðgerðir.vísir/vilhelm Áðurnefnt virðingarleysi hefur, að sögn Eflingar, birst af hálfu viðsemjenda Eflingar, sem og af embætti ríkissáttasemjara. „Tími slíks virðingarleysis í garð verka- og láglaunafólks er liðinn, og félagsfólk Eflingar er tilbúið að beita sér af fullri hörku til að þeim sé sýnd eðlileg lágmarksvirðing.“ Ekki verður séð annað en Efling telji sig hafa gefið allt eftir sem hægt er og eru tilbúnir í aðgerðir ef kröfum þeirra verður ekki mætt. Samningaviðræður eru nú yfirstandandi milli breiðfylkingarinnar svonefndrar og Samtaka atvinnulífsins. En þar er tekist á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára. Framlag ríkisins ræður miklu um hvort samningar takist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var spurð út í gang samningaviðræðna að loknum fundi breiðfylkingarinnar svonefndu með helstu ráðherrum í gær. Þá svaraði hún því til að hún væri í fjölmiðlabanni. En það var fremur þungt yfir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem vildi ekki svara því hvort viðræðurnar við SA væru að ganga upp. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Þetta má lesa úr fremur torræðri tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að félagsfólk Eflingar hafi ítrekað á umliðnum árum upplifað virðingarleysi gagnvart samningsrétti sínum, hagsmunum og tilveru. Ekkert ætti þó að vera því til fyrirstöðu að hægt verði að ljúka samningaviðræðunum á innan við viku, að mati samninganefndar og trúnaðarráðs. „Félagsfólk Eflingar hefur komið verulega til móts við Samtök atvinnulífsins og á heimtingu á því að samningsvilji þeirra sé endurgoldinn. Samninganefnd og trúnaðarráð treysta því jafnframt að ríkissáttasemjari geri sitt til að liðka fyrir viðræðum.“ Samningsnefnd SA. Í sérstakri tilkynningu frá Eflingu segir að þar á bæ sé búið að gefa allt eftir sem til er, lengra verði ekki komist og Eflingarfélagar séu þess albúnir að leggja í harðar aðgerðir.vísir/vilhelm Áðurnefnt virðingarleysi hefur, að sögn Eflingar, birst af hálfu viðsemjenda Eflingar, sem og af embætti ríkissáttasemjara. „Tími slíks virðingarleysis í garð verka- og láglaunafólks er liðinn, og félagsfólk Eflingar er tilbúið að beita sér af fullri hörku til að þeim sé sýnd eðlileg lágmarksvirðing.“ Ekki verður séð annað en Efling telji sig hafa gefið allt eftir sem hægt er og eru tilbúnir í aðgerðir ef kröfum þeirra verður ekki mætt. Samningaviðræður eru nú yfirstandandi milli breiðfylkingarinnar svonefndrar og Samtaka atvinnulífsins. En þar er tekist á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára. Framlag ríkisins ræður miklu um hvort samningar takist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var spurð út í gang samningaviðræðna að loknum fundi breiðfylkingarinnar svonefndu með helstu ráðherrum í gær. Þá svaraði hún því til að hún væri í fjölmiðlabanni. En það var fremur þungt yfir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem vildi ekki svara því hvort viðræðurnar við SA væru að ganga upp. „Við höldum bara fundarhöldum áfram á morgun. Það hlýtur að draga til tíðinda fljótlega,“ sagði formaður VR.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21