Áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna fordæmalausrar stöðu á Gaza Steinunn Bergmann skrifar 12. febrúar 2024 12:01 Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að bregðast við og leita leiða til að tryggja tafarlausa brottför þeirra einstaklinga á Gaza sem hafa hlotið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Félagið hefur áður fordæmt ástandið á Gaza svæðinu og skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér í þágu mannréttinda og friðar. Ísraelsríki er undir eftirliti Alþjóðadómstólsins í Haag, vegna ásakana um þjóðarmorð í Palestínsku, þar sem meirihluti er á barnsaldri. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza þar sem almennir borgarar ganga í gegnum hörmungar og fjöldi fólks hefur verið hrakin á flótta án þess að eygja möguleika á öruggu skjóli eða grunnþjónustu. Eins og ítrekað hefur verið bent á þá eykst fjöldi þeirra sem syrgja missi ástvina stöðugt og skelfingin vex með hverri mínútu. Þetta upplausnarástand mun leiða af sér alvarlegar langtíma afleiðingar og því mikilvægt að aðstoða fólkið til að komast í öruggt skjól. Fram hefur komið að stjórnvöld hafi átt í samráði við Norðurlönd og aðrar vinaþjóðir vegna dvalarleyfa og fjölskyldusameiningar palestínskra dvalarleyfishafa á Íslandi. Jafnframt hefur komið fram að Ísland fái hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en hin Norðurlöndin. Þá hefur komið fram að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða fólkið við að yfirgefa Gaza en það leysir ekki íslensk stjórnvöld undan siðferðilegri skyldu til aðstoðar. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því þarf að bregðast við án tafar. Einstaklingsframtakið hefur sýnt að það er hægt að ná til fólks á Gaza og aðstoða yfir landamæri. Enn berast fréttir um aukna hörku í aðgerðum Ísraelshers og því þarf að hafa hraðar hendur. Ísland hefur um árabil sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu og því ber að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við þetta fordæmalausa ástand. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir samstöðu með félagsráðgjöfum í Palestínu sem verða einnig fyrir áhrifum af þessum hörmungum en reyna að standa vaktina með félagslegri ráðgjöf, stuðningi og aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og skaða. Þeir kalla eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins og standa ráðþrota gagnvart þeirri kúgun sem fær að viðgangast, dæmi eru um palestínska félagsráðgjafa sem hafa verið handteknir og sitja nú í ísraelskum fangelsum án ákæru. Þeir biðla til alþjóðasamfélags félagsráðgjafa um að þagga ekki ástandið og draga ekki úr staðreyndum eins og valdaójafnvæginu sem felst í nýlendustefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínu og hefur leitt af sér gróf mannréttindabrot og kúgun. Félagsráðgjafafélag Íslands birti áskorun til stjórnvalda 20. október 2023 með ákalli um að þau beiti sér í þágu mannréttinda og friðar vegna átaka og mannréttindabrota á Gaza. Þann 10. desember 2023 ítrekaði félagið áskorun sína og hvatti félagsráðgjafa til að sýna samstöðu með því að undirrita hana en þegar hafa 80 aðilar undirritað. Margir félagsráðgjafar hafa tekið þátt í samstöðufundum og mótmælum með ákalli um aðgerðir í þágu mannréttinda og friðar. Stjórnvöld hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Sýnum samstöðu í verki, nú er fordæmalaus staða á Gaza sem krefst fordæmalausra aðgerða. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að aðstoða einstaklinga sem eru í bráðum háska á Gaza og hafa sannarlega fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að bregðast við og leita leiða til að tryggja tafarlausa brottför þeirra einstaklinga á Gaza sem hafa hlotið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Félagið hefur áður fordæmt ástandið á Gaza svæðinu og skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér í þágu mannréttinda og friðar. Ísraelsríki er undir eftirliti Alþjóðadómstólsins í Haag, vegna ásakana um þjóðarmorð í Palestínsku, þar sem meirihluti er á barnsaldri. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza þar sem almennir borgarar ganga í gegnum hörmungar og fjöldi fólks hefur verið hrakin á flótta án þess að eygja möguleika á öruggu skjóli eða grunnþjónustu. Eins og ítrekað hefur verið bent á þá eykst fjöldi þeirra sem syrgja missi ástvina stöðugt og skelfingin vex með hverri mínútu. Þetta upplausnarástand mun leiða af sér alvarlegar langtíma afleiðingar og því mikilvægt að aðstoða fólkið til að komast í öruggt skjól. Fram hefur komið að stjórnvöld hafi átt í samráði við Norðurlönd og aðrar vinaþjóðir vegna dvalarleyfa og fjölskyldusameiningar palestínskra dvalarleyfishafa á Íslandi. Jafnframt hefur komið fram að Ísland fái hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en hin Norðurlöndin. Þá hefur komið fram að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða fólkið við að yfirgefa Gaza en það leysir ekki íslensk stjórnvöld undan siðferðilegri skyldu til aðstoðar. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því þarf að bregðast við án tafar. Einstaklingsframtakið hefur sýnt að það er hægt að ná til fólks á Gaza og aðstoða yfir landamæri. Enn berast fréttir um aukna hörku í aðgerðum Ísraelshers og því þarf að hafa hraðar hendur. Ísland hefur um árabil sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu og því ber að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við þetta fordæmalausa ástand. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir samstöðu með félagsráðgjöfum í Palestínu sem verða einnig fyrir áhrifum af þessum hörmungum en reyna að standa vaktina með félagslegri ráðgjöf, stuðningi og aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og skaða. Þeir kalla eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins og standa ráðþrota gagnvart þeirri kúgun sem fær að viðgangast, dæmi eru um palestínska félagsráðgjafa sem hafa verið handteknir og sitja nú í ísraelskum fangelsum án ákæru. Þeir biðla til alþjóðasamfélags félagsráðgjafa um að þagga ekki ástandið og draga ekki úr staðreyndum eins og valdaójafnvæginu sem felst í nýlendustefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínu og hefur leitt af sér gróf mannréttindabrot og kúgun. Félagsráðgjafafélag Íslands birti áskorun til stjórnvalda 20. október 2023 með ákalli um að þau beiti sér í þágu mannréttinda og friðar vegna átaka og mannréttindabrota á Gaza. Þann 10. desember 2023 ítrekaði félagið áskorun sína og hvatti félagsráðgjafa til að sýna samstöðu með því að undirrita hana en þegar hafa 80 aðilar undirritað. Margir félagsráðgjafar hafa tekið þátt í samstöðufundum og mótmælum með ákalli um aðgerðir í þágu mannréttinda og friðar. Stjórnvöld hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Sýnum samstöðu í verki, nú er fordæmalaus staða á Gaza sem krefst fordæmalausra aðgerða. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að aðstoða einstaklinga sem eru í bráðum háska á Gaza og hafa sannarlega fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun