Helldivers 2: Geimverur drepnar í nafni velmegunar Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2024 08:46 Arrowhead Game Studios Helldivers 2 er þrususkemmtilegur fjölspilunarleikur sem einkennist af óreiðu og húmor. Um er að ræða einn óvæntasta smell ársins og hefur velgengni leiksins komið framleiðendum hans á óvart. Leikurinn setur spilara í spor hermanna sem kallast Helldivers og berjast fyrir hina svokölluðu Super Earth, eða Ofur Jörð, og markmið þeirra er að dreifa „stýrðu lýðræði“ og velmegun um Vetrarbrautina og standa vörð um Ofur Jörð gegn Terminids, verðmætum pöddum sem eru úr verðmætum efnum, og Automation, sósíalískum vélmennum. Spilarar fá að ferðast um Vetrarbrautina, kynnast fjarlægum geimverum og drepa þær svo í nafni Ofur jarðar, frelsis og föðurlandsástar. FYRIR OFUR JÖRÐ! Í nafni velmegunar! Sem Helldiver fær maður stjórn á geimskipi og er varpað á yfirborð pláneta þar sem óvinir lýðræðisins ráða ríkjum. Hægt er að dreifa lýðræði með allt að þremur vinum, ókunnugu fóki eða jafnvel einn. Pöddurnar og vélmennin eru að berjast gegn mönnum um yfirráð yfir vetrarbrautinni og hvað spilarar gera skiptir máli. Það fyrsta sem maður gerir er að velja sér svæði til að berjast um og þá sér maður hve margir aðrir eru að berjast þar. Þá sér maður einnig hvernig gengur að kynna plánetur svæðisins fyrir lýðræði en þau verkefni sem spilarar taka sér fyrir höndum spila inn í það. Hermennirnir lenda á plánetunni og fá þar verkefni til að leysa á tilteknum tíma, áður en þeir þurfa að kalla eftir flutningi aftur út í geim. Í leiðinni þarf maður að verjast árásum geimvera. Fyrir vel heppnaðar árásir fær maður ýmis stig og einvher sýni, sem hægt er að nota til að uppfæra geimskipið, sem gerir manni auðveldara að drepa geimverur. Arrowhead Game Studios Stuðningur frá sporbraut Í einu verkefni sem ég og Hjölli vinur minn skelltum okkur í með tveimur ókunnugum hetjum lýðræðis, lentum við í miklu kapphlaupi við tímann. Með samstilltu átaki tókst okkur þó að sprengja verksmiðjur vélmennanna í loft upp og flýja á brott á síðustu stundu. Tíminn var í raun útrunninn og þegar það gerist, hættir maður að njóta stuðnings frá sporbraut. Sá stuðningur er í formi skotfæra, liðsauka, loftárása, jarðsprengja og ýmis annars. Skotfæri eru nefnilega af skornum skammti og þegar maður skiptir um magasín þarf maður að passa sig, því kúlurnar flytjast ekki fyrir töfra á milli magasína, eins og gerist í flestum skotleikjum. Ef þú átt fimm skot eftir þegar þú hleður byssuna upp á nýtt, tapar þú þeim skotum. Það er þó hægt að kalla eftir skotfærum frá sporbraut. Passið ykkur bara að standa ekki undir lendingarfarinu þegar það lendir. Það er banvænt, eins og Hjölli komst að. Meðspilarar manns geta einnig skaðað mann, sem getur komið óreiðunni á næsta stig. Sérstaklega þegar maður lendir kannski í smá basli og verður umkringdur af pöddum. Við slíkar kringumstæður gæti spilara dottið í hug að flýja en þá komist að því að „vinir“ hans hafa lagt fullt af jarðsprengjum fyrir aftan hann. Þessi svik, eins og ég vil kalla atvikið, upplifði ég. Einu sinni bað ég Kjartan vinn minn um að kalla inn loftárás á aragrúa padda sem ég sá í fjarska. Hann tók upp úr vasanum sendi sem maður þarf að kasta að skotmarkinu en kastaði honum „óvart“ bara í jörðina á milli okkar. Það var pirrandi. Maður getur sum sé fallið í loftárásum vina eða þeir geta einfaldlega skotið mann í hnakkan „fyrir slysni“. Það eru ýmsar leiðir til að ganga frá vinum sínum, hvort sem það er viljandi eða ekki. Ég gruna Kjartan um græsku. Það er samt þessi óreiða í samblandi við fasista-satíru andrúmsloft Helldivers og það hvað borðin geta verið erfið sem gerir þennan leik svo skemmtilegan. Arrowhead Game Studios Í einu borði vorum við að renna út á tíma en áttum eitt verkefni eftir. Ég sagði strákunum borubrattur að kalla á flaugina sem flytur okkur aftur á sporbraut en ég ætlaði að granda síðustu vélmennaverksmiðjunni. Ég púllaði harðkjarna Leroy Jenkins og sprettaði rakleiðis að verksmiðjunni. Ég kastaði svo handsprengju sem rataði beint inn í þar til gert op en áður en verksmiðjan sprakk í loftið var ég drepinn. Verkefnið heppnaðist samt. Nokkru síðar ætlaði ég að leika sama leik gegn pöddunum. Hlaupa í gegnum hjarðir af pöddum og Kobey-a grensu ofan í hreiður. Ég var varla lagður af stað þegar ég sagði: „Þetta voru mistök“. Nokkrum sekúndum síðar var ég dauður og missti þar með haug af sýnum, sem ég hefði getað notað. Það var þó ekki Kjartan sem drap mig þetta skiptið. Stríð í Vetrarbrautinni Helldivers, eins og hermennirnir kallast, eru að reyna að hreinsa Vetrarbrautina af óvinveittum og sósíalískum geimverum. Þetta getur maður séð á korti um borð í geimskipi manns, þar sem maður getur valið sér hvert maður vill fara og hvernig verkefni maður vill taka að sér. Það eru nokkrar mismunandi tegundir verkefna í boði, sem snúast þó flest um að fara eitthvað og sækja eða drepa eitthvað. Síðan þarf maður að fara annað og kalla eftir brottflutningi á meðan maður getur. Í millitíðinni er svo hægt að finna áðurnefnd sýni og annað góss í borðinu. Það borgar sig oft að skoða sig um, ef maður hefur tíma til þess. Hægt er að velja sér verkefni á mismunandi erfiðleikastigum og maður fær meiri verðlaun fyrir að leysa erfiðari verkefni. Borð leiksins eru nokkuð fjölbreytt en þau taka mið af plánetunni sem maður er á, hvaða tími dags er á þeirri plánetu, veðri og öðru. En aftur af hinu mikilvæga stríði. Því er í raun stýrt af starsfmönnum Arrowhead Studios, sem virka eins og nokkurs konar Dungeon Masters, eins og þeir sem stýra ævintýrum í hlutverkaleikjum eins og Dungeons and Dragons. Þetta býður upp á óvæntar og skemmtilegar vendingar í Vetrarbrautinni á komandi vikum og mánuðum, jafnvel árum, ef starfsmönnum Arrowhead gengur mjög vel að halda spilurum í leiknum. Framleiðendur leiksins sögðu nýverið að ekki stæði til að breyta leiknum á þá leið að spilarar berjist við aðra spilara, svokallað PvP, því það yrði fljótt leiðinlegt. Ég tek undir það og vísa til þeirra saga sem ég hef sagt um Kjartan hér að ofan. Hann er toxic. Eftir einn leik var hann með tólf hundruð stig í friendly fire damage, sem er mjög mikið. Við hinir vorum með núll. Lítur vel út Þegar kemur að útliti Helldivers 2 er í raun lítið annað hægt að segja að hann líti vel út, þegar hann gerir það ekki. Lagg hefur plagað mann af og til og einu sinni þurfti ég að slökkva á leiknum til að stöðva það. Umhverfi leiksins og persónur eru vel gerðar og líta vel út. Þá líta sprengingar alltaf vel út og byssur leiksins eru vel gerðar. Maður finnur fyrir skotunum í gegnum PS5 fjarstýringuna. Þá getur verið sérstaklega gaman að horfa á loftárásir og annað sem maður beitir gegn ógeðslegum drullusokka geimverum fyrir lýðræðið. Arrowhead Game Studios Vondur leikur, skamm! Þá komum við að gagnrýninni. Það fyrsta sem ég hef út á að setja snýr að leiknum sjálfum, frekar en spilun. Leikurinn hefur nokkrum sinnum krassað hjá mér. Í tveimur slíkum tilvikum gerðist það rétt fyrir lokin á löngum borðum og missti ég því af góssinu sem maður fær fyrir vel heppnaðar árásir. Sem er gjörsamlega óþolandi. Í öðru tilviki, þá tók leikurinn upp á því að lagga einstaklega mikið. Ég var kominn niður í um það bil tvo ramma á sekúndu og þurfti að loka leiknum og opna hann upp á nýtt. Ég komst þó ekki aftur inn í leikinn hjá strákunum því hann lét eins og ég væri þar enn og missti ég enn eina ferðina af góssinu. Ég þarf þetta góss til að dreifa stýrðu lýðræði um Vetrarbrautina! Svona gallar eru frekar pirrandi í netleikjum sem þessum. Það verður að segjast. Sérstaklega þegar það kostar mann einhverjar fjörutíu mínútur. Arrowhead Game Studios Svo er annað sem fer í taugarnar á mér en það snýr að spiluninni. Fyrir að leysa verkefni fær maður meðal annars orður. Þær getur maður svo notað til að kaupa byssur, brynjur, hjálma, skikkjur og annað drasl. Mér finnst maður allt of lengi að fá nýtt shit. Maður þarf að grænda of mikið til að fá aðgang að nýjum vopnum. Það þurfa vinir til að geta stillt saman strengi sína og myndað bestu fjögurra manna hópanna. Arrowhead Game Studios Samantekt-ish Helldivers 2 er merkilega skemmtilegur leikur, þegar hann er ekki að krassa hjá mér. Þetta er líklega besti Starship Troopers leikurinn sem er til, þó þetta sé ekki slíkur leikur. Óreiðan og grínið gerir merkilega mikið fyrir þennan leik og öll kerfi hans haldast mjög vel í hendur. Það hefur verið mjög gaman að myrða geimverur í nafni lýðræðisins og ég sé vel fyrir mér að halda því áfram. Ég verð vonandi ekki einn um það. Leikjadómar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Leikurinn setur spilara í spor hermanna sem kallast Helldivers og berjast fyrir hina svokölluðu Super Earth, eða Ofur Jörð, og markmið þeirra er að dreifa „stýrðu lýðræði“ og velmegun um Vetrarbrautina og standa vörð um Ofur Jörð gegn Terminids, verðmætum pöddum sem eru úr verðmætum efnum, og Automation, sósíalískum vélmennum. Spilarar fá að ferðast um Vetrarbrautina, kynnast fjarlægum geimverum og drepa þær svo í nafni Ofur jarðar, frelsis og föðurlandsástar. FYRIR OFUR JÖRÐ! Í nafni velmegunar! Sem Helldiver fær maður stjórn á geimskipi og er varpað á yfirborð pláneta þar sem óvinir lýðræðisins ráða ríkjum. Hægt er að dreifa lýðræði með allt að þremur vinum, ókunnugu fóki eða jafnvel einn. Pöddurnar og vélmennin eru að berjast gegn mönnum um yfirráð yfir vetrarbrautinni og hvað spilarar gera skiptir máli. Það fyrsta sem maður gerir er að velja sér svæði til að berjast um og þá sér maður hve margir aðrir eru að berjast þar. Þá sér maður einnig hvernig gengur að kynna plánetur svæðisins fyrir lýðræði en þau verkefni sem spilarar taka sér fyrir höndum spila inn í það. Hermennirnir lenda á plánetunni og fá þar verkefni til að leysa á tilteknum tíma, áður en þeir þurfa að kalla eftir flutningi aftur út í geim. Í leiðinni þarf maður að verjast árásum geimvera. Fyrir vel heppnaðar árásir fær maður ýmis stig og einvher sýni, sem hægt er að nota til að uppfæra geimskipið, sem gerir manni auðveldara að drepa geimverur. Arrowhead Game Studios Stuðningur frá sporbraut Í einu verkefni sem ég og Hjölli vinur minn skelltum okkur í með tveimur ókunnugum hetjum lýðræðis, lentum við í miklu kapphlaupi við tímann. Með samstilltu átaki tókst okkur þó að sprengja verksmiðjur vélmennanna í loft upp og flýja á brott á síðustu stundu. Tíminn var í raun útrunninn og þegar það gerist, hættir maður að njóta stuðnings frá sporbraut. Sá stuðningur er í formi skotfæra, liðsauka, loftárása, jarðsprengja og ýmis annars. Skotfæri eru nefnilega af skornum skammti og þegar maður skiptir um magasín þarf maður að passa sig, því kúlurnar flytjast ekki fyrir töfra á milli magasína, eins og gerist í flestum skotleikjum. Ef þú átt fimm skot eftir þegar þú hleður byssuna upp á nýtt, tapar þú þeim skotum. Það er þó hægt að kalla eftir skotfærum frá sporbraut. Passið ykkur bara að standa ekki undir lendingarfarinu þegar það lendir. Það er banvænt, eins og Hjölli komst að. Meðspilarar manns geta einnig skaðað mann, sem getur komið óreiðunni á næsta stig. Sérstaklega þegar maður lendir kannski í smá basli og verður umkringdur af pöddum. Við slíkar kringumstæður gæti spilara dottið í hug að flýja en þá komist að því að „vinir“ hans hafa lagt fullt af jarðsprengjum fyrir aftan hann. Þessi svik, eins og ég vil kalla atvikið, upplifði ég. Einu sinni bað ég Kjartan vinn minn um að kalla inn loftárás á aragrúa padda sem ég sá í fjarska. Hann tók upp úr vasanum sendi sem maður þarf að kasta að skotmarkinu en kastaði honum „óvart“ bara í jörðina á milli okkar. Það var pirrandi. Maður getur sum sé fallið í loftárásum vina eða þeir geta einfaldlega skotið mann í hnakkan „fyrir slysni“. Það eru ýmsar leiðir til að ganga frá vinum sínum, hvort sem það er viljandi eða ekki. Ég gruna Kjartan um græsku. Það er samt þessi óreiða í samblandi við fasista-satíru andrúmsloft Helldivers og það hvað borðin geta verið erfið sem gerir þennan leik svo skemmtilegan. Arrowhead Game Studios Í einu borði vorum við að renna út á tíma en áttum eitt verkefni eftir. Ég sagði strákunum borubrattur að kalla á flaugina sem flytur okkur aftur á sporbraut en ég ætlaði að granda síðustu vélmennaverksmiðjunni. Ég púllaði harðkjarna Leroy Jenkins og sprettaði rakleiðis að verksmiðjunni. Ég kastaði svo handsprengju sem rataði beint inn í þar til gert op en áður en verksmiðjan sprakk í loftið var ég drepinn. Verkefnið heppnaðist samt. Nokkru síðar ætlaði ég að leika sama leik gegn pöddunum. Hlaupa í gegnum hjarðir af pöddum og Kobey-a grensu ofan í hreiður. Ég var varla lagður af stað þegar ég sagði: „Þetta voru mistök“. Nokkrum sekúndum síðar var ég dauður og missti þar með haug af sýnum, sem ég hefði getað notað. Það var þó ekki Kjartan sem drap mig þetta skiptið. Stríð í Vetrarbrautinni Helldivers, eins og hermennirnir kallast, eru að reyna að hreinsa Vetrarbrautina af óvinveittum og sósíalískum geimverum. Þetta getur maður séð á korti um borð í geimskipi manns, þar sem maður getur valið sér hvert maður vill fara og hvernig verkefni maður vill taka að sér. Það eru nokkrar mismunandi tegundir verkefna í boði, sem snúast þó flest um að fara eitthvað og sækja eða drepa eitthvað. Síðan þarf maður að fara annað og kalla eftir brottflutningi á meðan maður getur. Í millitíðinni er svo hægt að finna áðurnefnd sýni og annað góss í borðinu. Það borgar sig oft að skoða sig um, ef maður hefur tíma til þess. Hægt er að velja sér verkefni á mismunandi erfiðleikastigum og maður fær meiri verðlaun fyrir að leysa erfiðari verkefni. Borð leiksins eru nokkuð fjölbreytt en þau taka mið af plánetunni sem maður er á, hvaða tími dags er á þeirri plánetu, veðri og öðru. En aftur af hinu mikilvæga stríði. Því er í raun stýrt af starsfmönnum Arrowhead Studios, sem virka eins og nokkurs konar Dungeon Masters, eins og þeir sem stýra ævintýrum í hlutverkaleikjum eins og Dungeons and Dragons. Þetta býður upp á óvæntar og skemmtilegar vendingar í Vetrarbrautinni á komandi vikum og mánuðum, jafnvel árum, ef starfsmönnum Arrowhead gengur mjög vel að halda spilurum í leiknum. Framleiðendur leiksins sögðu nýverið að ekki stæði til að breyta leiknum á þá leið að spilarar berjist við aðra spilara, svokallað PvP, því það yrði fljótt leiðinlegt. Ég tek undir það og vísa til þeirra saga sem ég hef sagt um Kjartan hér að ofan. Hann er toxic. Eftir einn leik var hann með tólf hundruð stig í friendly fire damage, sem er mjög mikið. Við hinir vorum með núll. Lítur vel út Þegar kemur að útliti Helldivers 2 er í raun lítið annað hægt að segja að hann líti vel út, þegar hann gerir það ekki. Lagg hefur plagað mann af og til og einu sinni þurfti ég að slökkva á leiknum til að stöðva það. Umhverfi leiksins og persónur eru vel gerðar og líta vel út. Þá líta sprengingar alltaf vel út og byssur leiksins eru vel gerðar. Maður finnur fyrir skotunum í gegnum PS5 fjarstýringuna. Þá getur verið sérstaklega gaman að horfa á loftárásir og annað sem maður beitir gegn ógeðslegum drullusokka geimverum fyrir lýðræðið. Arrowhead Game Studios Vondur leikur, skamm! Þá komum við að gagnrýninni. Það fyrsta sem ég hef út á að setja snýr að leiknum sjálfum, frekar en spilun. Leikurinn hefur nokkrum sinnum krassað hjá mér. Í tveimur slíkum tilvikum gerðist það rétt fyrir lokin á löngum borðum og missti ég því af góssinu sem maður fær fyrir vel heppnaðar árásir. Sem er gjörsamlega óþolandi. Í öðru tilviki, þá tók leikurinn upp á því að lagga einstaklega mikið. Ég var kominn niður í um það bil tvo ramma á sekúndu og þurfti að loka leiknum og opna hann upp á nýtt. Ég komst þó ekki aftur inn í leikinn hjá strákunum því hann lét eins og ég væri þar enn og missti ég enn eina ferðina af góssinu. Ég þarf þetta góss til að dreifa stýrðu lýðræði um Vetrarbrautina! Svona gallar eru frekar pirrandi í netleikjum sem þessum. Það verður að segjast. Sérstaklega þegar það kostar mann einhverjar fjörutíu mínútur. Arrowhead Game Studios Svo er annað sem fer í taugarnar á mér en það snýr að spiluninni. Fyrir að leysa verkefni fær maður meðal annars orður. Þær getur maður svo notað til að kaupa byssur, brynjur, hjálma, skikkjur og annað drasl. Mér finnst maður allt of lengi að fá nýtt shit. Maður þarf að grænda of mikið til að fá aðgang að nýjum vopnum. Það þurfa vinir til að geta stillt saman strengi sína og myndað bestu fjögurra manna hópanna. Arrowhead Game Studios Samantekt-ish Helldivers 2 er merkilega skemmtilegur leikur, þegar hann er ekki að krassa hjá mér. Þetta er líklega besti Starship Troopers leikurinn sem er til, þó þetta sé ekki slíkur leikur. Óreiðan og grínið gerir merkilega mikið fyrir þennan leik og öll kerfi hans haldast mjög vel í hendur. Það hefur verið mjög gaman að myrða geimverur í nafni lýðræðisins og ég sé vel fyrir mér að halda því áfram. Ég verð vonandi ekki einn um það.
Leikjadómar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira