18 mánuðir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa 20. febrúar 2024 10:31 Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska. Leikskólastigið hefur vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara á undanförnum árum. Ekki hefur tekist að manna leikskóla eða fjölga plássum og biðlistar hafa lengst. Með lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, fyrir rúmum þremur árum, mátti ætla að tímabilið sem foreldrar þyrftu á einhvern hátt að brúa myndi styttast. Flest stjórnmálaöfl á sveitarstjórnarstiginu lofuðu því að börn kæmust inn á leikskóla um 18 mánaða aldur og einhver settu markið á 12 mánuði. Staðan er þó sú að í mörgum sveitarfélögum fá foreldrar hvorki pláss hjá dagforeldri né á leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel rúmlega ári eftir að barn nær 12 mánaða aldri. Það er óásættanlegt hve margir foreldrar þurfa að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til að komast aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausn er að ríkið komi til móts við börn og foreldra og að fæðingarorlof verði lengt enn frekar. Fæðingarorlof í 18 mánuði gæti létt töluverðri óvissu af foreldrum og á sama tíma mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem hafa verið að mæta þörfum fjölskyldna með misjöfnum leiðum. Flestar aðgerðir sveitarfélaga hafa verið þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynja og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar því margir foreldrar hafa ekki aðgang að öflugu stuðningsneti og þeim fjölgar í okkar samfélagi með breyttri samfélagsgerð. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sér að því að hlúa að starfsemi leikskóla og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi barna og starfsfólks. Tengslamyndun er afar mikilvæg fyrstu ár barna. Samvera við fjölskyldu skiptir miklu máli hvað varðar tauga- og tilfinningaþroska barna og sú samvera á ekki að vera þjökuð af streitu vegna þess að foreldrar hafi áhyggjur af fjárhag og því sem tekur við að loknu fæðingarorlofi. Við sem samfélag þurfum að huga betur að foreldrum og farsæld barna. Við teljum að lenging fæðingarorlofs gæti verið mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Huga verður að því að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu aldrei undir lágmarkslaunum og að láglaunafjölskyldur hafi efni á því að taka fæðingarorlof. Landsfundur VG árið 2023 samþykkti ályktun þess efnis að áhersla væri lögð á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Mikilvægt væri að tryggja áfram jafna skiptingu milli beggja foreldra til að stuðla að auknu kynjajafnrétti. Við teljum það heillavænlegt skref í átt að meiri farsæld fyrir börn og samfélagið allt. Það er forvarnar- og lýðheilsumál að létta þessum áhyggjum af foreldrum og einnig réttindi hvers barns samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að gera það sem börnum er fyrir bestu, huga að lífi þeirra og þroska og að þau njóti samveru við fjölskyldu sína (3., 6. og 9. grein). Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi og stjórnarkona VG. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, ritari VG og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Fæðingarorlof Leikskólar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska. Leikskólastigið hefur vaxið langt umfram fjölgun leikskólakennara á undanförnum árum. Ekki hefur tekist að manna leikskóla eða fjölga plássum og biðlistar hafa lengst. Með lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði, fyrir rúmum þremur árum, mátti ætla að tímabilið sem foreldrar þyrftu á einhvern hátt að brúa myndi styttast. Flest stjórnmálaöfl á sveitarstjórnarstiginu lofuðu því að börn kæmust inn á leikskóla um 18 mánaða aldur og einhver settu markið á 12 mánuði. Staðan er þó sú að í mörgum sveitarfélögum fá foreldrar hvorki pláss hjá dagforeldri né á leikskóla fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel rúmlega ári eftir að barn nær 12 mánaða aldri. Það er óásættanlegt hve margir foreldrar þurfa að hafa sterkt tengslanet í kringum sig til að komast aftur út á vinnumarkað eða í nám að loknu fæðingarorlofi. Ein lausn er að ríkið komi til móts við börn og foreldra og að fæðingarorlof verði lengt enn frekar. Fæðingarorlof í 18 mánuði gæti létt töluverðri óvissu af foreldrum og á sama tíma mikilvæg stuðningsaðgerð ríkis til sveitarfélaga sem hafa verið að mæta þörfum fjölskyldna með misjöfnum leiðum. Flestar aðgerðir sveitarfélaga hafa verið þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynja og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þá yrði þetta öflug aðgerð til jöfnuðar því margir foreldrar hafa ekki aðgang að öflugu stuðningsneti og þeim fjölgar í okkar samfélagi með breyttri samfélagsgerð. Með þessu gætu sveitarfélög einbeitt sér að því að hlúa að starfsemi leikskóla og eflt enn frekar uppeldis-, náms- og starfsumhverfi barna og starfsfólks. Tengslamyndun er afar mikilvæg fyrstu ár barna. Samvera við fjölskyldu skiptir miklu máli hvað varðar tauga- og tilfinningaþroska barna og sú samvera á ekki að vera þjökuð af streitu vegna þess að foreldrar hafi áhyggjur af fjárhag og því sem tekur við að loknu fæðingarorlofi. Við sem samfélag þurfum að huga betur að foreldrum og farsæld barna. Við teljum að lenging fæðingarorlofs gæti verið mikilvægur þáttur í þeirri vegferð. Huga verður að því að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu aldrei undir lágmarkslaunum og að láglaunafjölskyldur hafi efni á því að taka fæðingarorlof. Landsfundur VG árið 2023 samþykkti ályktun þess efnis að áhersla væri lögð á lengingu fæðingarorlofs í áföngum úr 12 mánuðum í 18 mánuði. Mikilvægt væri að tryggja áfram jafna skiptingu milli beggja foreldra til að stuðla að auknu kynjajafnrétti. Við teljum það heillavænlegt skref í átt að meiri farsæld fyrir börn og samfélagið allt. Það er forvarnar- og lýðheilsumál að létta þessum áhyggjum af foreldrum og einnig réttindi hvers barns samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að gera það sem börnum er fyrir bestu, huga að lífi þeirra og þroska og að þau njóti samveru við fjölskyldu sína (3., 6. og 9. grein). Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi og stjórnarkona VG. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri, ritari VG og varaþingmaður.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar