VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2024 11:08 Bræðurnir hafa vakið mikla athygli fyrir skrautlegt atriði í Söngvakeppninni. Tvíeykið í VÆB, bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir ætla einir keppenda að flytja lag sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar um helgina. Þeir segjast ekki geta beðið eftir keppninni þar sem þeir munu stíga fyrstir á svið. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bræðurnir munu flytja lag sitt Bíómynd í keppninni á laugardag. Þeir segjast vera sérstaklega nánir í dag eftir að hafa byrjað að búa til tónlist saman. „Ég var alltaf að búa til einhver bíts og þessi kall hérna var alltaf eitthvað að raula yfir þau. Ég að búa til lög og hann að syngja,“ segir Hálfdán Helgi. Matthías segir báða bræðurna rappa. Af hverju VÆB? Hvaðan kemur það nafn? „Upprunalega vantaði okkur bara eitthvað nafn og hugsuðum að við þyrftum nafn sem útskýrir tónlistina okkar. VÆB! Bara væba. Til að chilla með. Eftir á höfum við breytt aðeins þýðingunni og erum komnir með merkingu fyrir VÆB. Þetta er semsagt skammstöfun. Hvað þýðir þetta Matti?“ spyr Hálfdán. „Þetta þýðir: Virðing, æðruleysi og bullandi stemning! Það er konseptið.“ Með sólgleraugun hvert sem þeir fara Bræðurnir mættu með sólgleraugu í stúdíó Bylgjunnar sem bræðurnir hafa á sér á sviði í Söngvakeppninni. Þeir segjast hvergi fara án þeirra og eru með sömu týpu. „Okkur var bara sagt að vera með þessi gleraugu,“ segir Matthías hlæjandi. Hann segir stílista þeirra bræðra hana Sylvíu hafa sagt þeim að hafa þau á sér hvar sem er. Þeir bræður segja gleðina skipta mestu í sínu lagi. Jákvæð orka sömuleiðis. Streymiskóngar Þið eruð streymiskóngar Söngvakeppninnar? „Heyrðu, það passar. Það er hárrétt! Saman eru bæði lögin okkar, íslenska útgáfan og enska útgáfan með yfir hundrað þúsund spilanir, á stuttum tíma. Það er ruglað.“ Þeir bræður segja þátttöku sína í Söngvakeppninni vera það besta sem þeir hafi gert. Það skemmtilegasta sem hafi komið fyrir þá. Ætla að sjá til með Eurovision Ætlið þið að fara í Eurovision? „Við erum náttúrulega fyrst og fremst að einblína bara á Söngvakeppnina. Við ætlum að byrja á því bara. Síðan taka bara samtalið við RÚV ef það kemur að því skilurðu. Það þarf ekkert að hugsa þetta lengra,“ segir Matthías. Þeir bræður munu opna Söngvakeppnina á laugardag. Þeir segja það algjöran heiður, þeir segjast ætla að byrja keppnina vel. „Það er strax byrjað að bóka okkur út um allt í sumar. Þetta er algjör veisla,“ segja bræðurnir. Þeir hafa spilað lengi saman og voru meðal annars í Kringlunni um daginn þar sem allt var krökkt af æstum aðdáendum. Syngja einir á íslensku Reglan í Söngvakeppninni hefur verið sú að keppendur þurfa að flytja lag sitt fyrst á íslensku. Síðan megja þeir flytja það á ensku en í ár eru Væb bræður þeir einu sem munu flytja sitt lag á íslensku, jafnvel þó það sé til á ensku. „Við erum búnir að hugsa þetta vel og við höfum tekið stöðuna. Við ætlum að taka þetta á íslensku alla leið,“ segja þeir bræður. Þeir myndu taka það á íslensku í Eurovision sömuleiðis. „Lagið er samið á íslensku. Íslenska er besta tungumálið. Flottasta tungumálið í heiminum. Og við ætlum bara að taka þetta þannig.“ Bræðurnir hafa einnig gert remix af laginu sínu. Eurovision Tónlist Íslensk tunga Tengdar fréttir Myndband með framlagi Bashars frumsýnt í gær Flunkunýtt myndband við Wild West, lagið sem Bashar Murad flytur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, var frumsýnt með viðhöfn á Kex Hostel í gærkvöldi. 27. febrúar 2024 11:18 Stjörnulífið: Frumsýningarpartý, Söngvakeppnin og konudagurinn Liðin var var svo sannarlega viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Konudagurinn, Söngvakeppni sjónvarpsins og frumsýningarpartý bar þar hæst. 26. febrúar 2024 10:42 Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli. 26. febrúar 2024 02:10 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bræðurnir munu flytja lag sitt Bíómynd í keppninni á laugardag. Þeir segjast vera sérstaklega nánir í dag eftir að hafa byrjað að búa til tónlist saman. „Ég var alltaf að búa til einhver bíts og þessi kall hérna var alltaf eitthvað að raula yfir þau. Ég að búa til lög og hann að syngja,“ segir Hálfdán Helgi. Matthías segir báða bræðurna rappa. Af hverju VÆB? Hvaðan kemur það nafn? „Upprunalega vantaði okkur bara eitthvað nafn og hugsuðum að við þyrftum nafn sem útskýrir tónlistina okkar. VÆB! Bara væba. Til að chilla með. Eftir á höfum við breytt aðeins þýðingunni og erum komnir með merkingu fyrir VÆB. Þetta er semsagt skammstöfun. Hvað þýðir þetta Matti?“ spyr Hálfdán. „Þetta þýðir: Virðing, æðruleysi og bullandi stemning! Það er konseptið.“ Með sólgleraugun hvert sem þeir fara Bræðurnir mættu með sólgleraugu í stúdíó Bylgjunnar sem bræðurnir hafa á sér á sviði í Söngvakeppninni. Þeir segjast hvergi fara án þeirra og eru með sömu týpu. „Okkur var bara sagt að vera með þessi gleraugu,“ segir Matthías hlæjandi. Hann segir stílista þeirra bræðra hana Sylvíu hafa sagt þeim að hafa þau á sér hvar sem er. Þeir bræður segja gleðina skipta mestu í sínu lagi. Jákvæð orka sömuleiðis. Streymiskóngar Þið eruð streymiskóngar Söngvakeppninnar? „Heyrðu, það passar. Það er hárrétt! Saman eru bæði lögin okkar, íslenska útgáfan og enska útgáfan með yfir hundrað þúsund spilanir, á stuttum tíma. Það er ruglað.“ Þeir bræður segja þátttöku sína í Söngvakeppninni vera það besta sem þeir hafi gert. Það skemmtilegasta sem hafi komið fyrir þá. Ætla að sjá til með Eurovision Ætlið þið að fara í Eurovision? „Við erum náttúrulega fyrst og fremst að einblína bara á Söngvakeppnina. Við ætlum að byrja á því bara. Síðan taka bara samtalið við RÚV ef það kemur að því skilurðu. Það þarf ekkert að hugsa þetta lengra,“ segir Matthías. Þeir bræður munu opna Söngvakeppnina á laugardag. Þeir segja það algjöran heiður, þeir segjast ætla að byrja keppnina vel. „Það er strax byrjað að bóka okkur út um allt í sumar. Þetta er algjör veisla,“ segja bræðurnir. Þeir hafa spilað lengi saman og voru meðal annars í Kringlunni um daginn þar sem allt var krökkt af æstum aðdáendum. Syngja einir á íslensku Reglan í Söngvakeppninni hefur verið sú að keppendur þurfa að flytja lag sitt fyrst á íslensku. Síðan megja þeir flytja það á ensku en í ár eru Væb bræður þeir einu sem munu flytja sitt lag á íslensku, jafnvel þó það sé til á ensku. „Við erum búnir að hugsa þetta vel og við höfum tekið stöðuna. Við ætlum að taka þetta á íslensku alla leið,“ segja þeir bræður. Þeir myndu taka það á íslensku í Eurovision sömuleiðis. „Lagið er samið á íslensku. Íslenska er besta tungumálið. Flottasta tungumálið í heiminum. Og við ætlum bara að taka þetta þannig.“ Bræðurnir hafa einnig gert remix af laginu sínu.
Eurovision Tónlist Íslensk tunga Tengdar fréttir Myndband með framlagi Bashars frumsýnt í gær Flunkunýtt myndband við Wild West, lagið sem Bashar Murad flytur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, var frumsýnt með viðhöfn á Kex Hostel í gærkvöldi. 27. febrúar 2024 11:18 Stjörnulífið: Frumsýningarpartý, Söngvakeppnin og konudagurinn Liðin var var svo sannarlega viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Konudagurinn, Söngvakeppni sjónvarpsins og frumsýningarpartý bar þar hæst. 26. febrúar 2024 10:42 Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli. 26. febrúar 2024 02:10 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Myndband með framlagi Bashars frumsýnt í gær Flunkunýtt myndband við Wild West, lagið sem Bashar Murad flytur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, var frumsýnt með viðhöfn á Kex Hostel í gærkvöldi. 27. febrúar 2024 11:18
Stjörnulífið: Frumsýningarpartý, Söngvakeppnin og konudagurinn Liðin var var svo sannarlega viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Konudagurinn, Söngvakeppni sjónvarpsins og frumsýningarpartý bar þar hæst. 26. febrúar 2024 10:42
Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli. 26. febrúar 2024 02:10