Er blóðsykurinn þinn versti óvinur? Dögg Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 12:01 Undanfarið hefur ekki farið lítið fyrir blóðsykursumræðunni. Í stuttu máli sagt hækkar blóðsykur við neyslu kolvetna, insúlín er seytt frá brisi og virkar sem lykill inn í frumurnar, þar sem glúkósi er tekinn inn og umbreyttur í orku. Allt eðlileg viðbrögð líkamans. Hjá einstaklingum með sykursýki 1 er insúlínframleiðsla af skornum skammti. Þeir sem hafa sykursýki 2 er insúlínframleiðsla til staðar en virkni insúlínsins skert. Leitast er þá við að auka framleiðslu insúlíns enn frekar, þar til brisið gefur sig, framleiðsla lækkar og blóðsykur hækkar. Ákveðin matvæli hækka blóðsykur meira en önnur. Sé blóðsykur oft hár eykur það líkur á sykursýki 2. Hafir þú áhyggjur af blóðsykri er ráðlegt að leita ráða hjá lækni. Af hverju sílesandi blóðsykursmælar? Sala sílesandi blóðsykursmæla hefur aukist verulega enda með aukinni blóðsykurshræðslu er möguleiki á að græða. Mælarnir eru festir á húð, lesa magn blóðsykurs og sendir niðurstöðurnar í símann. Mikilvæg tæki fyrir þá sem hafa sykursýki. Undanfarið hafa mælarnir verið markaðssettir fyrir þá sem vilja efla heilsu, tækla orkuleysið, heilaþokuna, kveðja aukakílóin og auka afköst í íþróttum. Markhópurinn er hinn almenni einstaklingur sem er umhugað um heilsuna sem er á sama tíma sá hópur fólks sem almennt þykir ekki ástæða til að hafa áhyggjur af. Selja lausnina með að ala á ótta og hræðslu Til að selja lausnina þarf að skapa óttann. Hvert vandamálið á fætur öðru er talið upp. Sykurfíkn, síþreyta, snarlþörf, heilaþoka, krabbamein, alzheimer, hjartasjúkdómar og meira að segja kvef.Samkvæmt þessu er blóðsykurinn okkar helsta heilsufarsógn. Bækur hafa verið gefnar út þar sem settar eru fram byltingarkenndar lausnir sem eiga að bjarga öllu á nokkrum vikum með tíu hollráðum. Eina sem þú þarft að gera er bara að kaupa bækurnar, jú og kannski best að kaupa mæli líka, til að vera alveg viss. Jafnvel blóðsykurstillandi fæðubótarefni líka, þó vissulega sé engin vísindaleg sönnun fyrir virkni þess. En hvað vitum við í raun og veru? Staðaþekkingar í dag styður ekki við þessar gríðarlega stóru fullyrðingar sem settar hafa verið fram af hálfu þessara einstaklinga. Þær rannsóknir sem við höfum á blóðsykursmælingum eru byggðar á einstaklingum með sykursýki. Einstaklingar með sjúkdóma hafa oft allt aðrar næringarþarfir en heilbrigðir, enda starfsemi líkamans öðruvísi. Skoðum þetta nánar. Niðurstöður landskönnunar á mataræði Íslendinga 2019-2021 sýnir að heildarneysla kolvetna hefur farið úr 42% í 37% að meðaltali. Ráðlagt er að 45-60% heildarorku séu kolvetni. En líkaminn treystir á kolvetni sem sinn aðal orkugjafa. Það er því ekki skrítið að finna fyrir orkuleysi, síþreytu og naslþörf ef við gefum ekki líkamanum þá orku sem hann þarf. Þegar við nærum ekki líkamann kallar hann enn hærra. Það getur því valdið því að við sækjum í orkuríkari en næringasnauðari mat í meira magni sem hægt væri að rangtúlka sem sykurfíkn. Sama landskönnun sýndi að samanlögð grænmetis- og ávaxtaneysla var 213 g að meðaltali, en ráðlögð eru 500 g á dag, sem aðeins 2% þátttakenda náðu. Auk þess voru aðeins 27% þátttakenda sem náðu ráðlögðum 70 g af heilkornum á dag. En það eru næringarrík kolvetni sem rannsóknir hafa sýnt fram á heilsueflandi áhrif og minnki líkur á krabbameinum og sykursýki 2. Trefjaneysla hefur einnig farið niður í 16 g að meðaltali, en ráðlagt er að ná allavega 25 g á dag. Trefjar eru kolvetni sem eru ómeltanleg, en ekki síður mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ráðlögð neysla trefja styður við örveruflóruna og dregur úr líkum á sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Trefjar hafa marga fleiri kosti og auka má trefjaneyslu með auknu plöntufæði. Blessað kvefið er veirusjúkdómur, sem ekkert tengist blóðsykri en hinsvegar má efla ónæmiskerfið með góðu næringarástandi. Raunin er sú að eitt næringarefni er ekki yfir önnur hafin, þetta er fallegt samspil sem virkar best með fjölbreyttu mataræði. Ég legg hér áherslu á kolvetni aðeins vegna þeirrar áróðursherferðar sem það hefur orðið fyrir. Mataræði íslendinga er ekki í takt við ráðleggingar embætti landlæknis. Ráðleggingar sem eru vandlega settar saman af sérfræðingum og byggja á fjölda rannsókna og sterkum vísindalegum rökum. Skammtíma matarkúrar og áráttuhegðun á mat er fæstum hollt og getur haft í för með sér skaðlegar afleiðingar til lengdar. Vænlegra til árangurs er að reyna að auka fjölbreytni í mataræðinu og vera gagnrýnin á galdralausnir. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur ekki farið lítið fyrir blóðsykursumræðunni. Í stuttu máli sagt hækkar blóðsykur við neyslu kolvetna, insúlín er seytt frá brisi og virkar sem lykill inn í frumurnar, þar sem glúkósi er tekinn inn og umbreyttur í orku. Allt eðlileg viðbrögð líkamans. Hjá einstaklingum með sykursýki 1 er insúlínframleiðsla af skornum skammti. Þeir sem hafa sykursýki 2 er insúlínframleiðsla til staðar en virkni insúlínsins skert. Leitast er þá við að auka framleiðslu insúlíns enn frekar, þar til brisið gefur sig, framleiðsla lækkar og blóðsykur hækkar. Ákveðin matvæli hækka blóðsykur meira en önnur. Sé blóðsykur oft hár eykur það líkur á sykursýki 2. Hafir þú áhyggjur af blóðsykri er ráðlegt að leita ráða hjá lækni. Af hverju sílesandi blóðsykursmælar? Sala sílesandi blóðsykursmæla hefur aukist verulega enda með aukinni blóðsykurshræðslu er möguleiki á að græða. Mælarnir eru festir á húð, lesa magn blóðsykurs og sendir niðurstöðurnar í símann. Mikilvæg tæki fyrir þá sem hafa sykursýki. Undanfarið hafa mælarnir verið markaðssettir fyrir þá sem vilja efla heilsu, tækla orkuleysið, heilaþokuna, kveðja aukakílóin og auka afköst í íþróttum. Markhópurinn er hinn almenni einstaklingur sem er umhugað um heilsuna sem er á sama tíma sá hópur fólks sem almennt þykir ekki ástæða til að hafa áhyggjur af. Selja lausnina með að ala á ótta og hræðslu Til að selja lausnina þarf að skapa óttann. Hvert vandamálið á fætur öðru er talið upp. Sykurfíkn, síþreyta, snarlþörf, heilaþoka, krabbamein, alzheimer, hjartasjúkdómar og meira að segja kvef.Samkvæmt þessu er blóðsykurinn okkar helsta heilsufarsógn. Bækur hafa verið gefnar út þar sem settar eru fram byltingarkenndar lausnir sem eiga að bjarga öllu á nokkrum vikum með tíu hollráðum. Eina sem þú þarft að gera er bara að kaupa bækurnar, jú og kannski best að kaupa mæli líka, til að vera alveg viss. Jafnvel blóðsykurstillandi fæðubótarefni líka, þó vissulega sé engin vísindaleg sönnun fyrir virkni þess. En hvað vitum við í raun og veru? Staðaþekkingar í dag styður ekki við þessar gríðarlega stóru fullyrðingar sem settar hafa verið fram af hálfu þessara einstaklinga. Þær rannsóknir sem við höfum á blóðsykursmælingum eru byggðar á einstaklingum með sykursýki. Einstaklingar með sjúkdóma hafa oft allt aðrar næringarþarfir en heilbrigðir, enda starfsemi líkamans öðruvísi. Skoðum þetta nánar. Niðurstöður landskönnunar á mataræði Íslendinga 2019-2021 sýnir að heildarneysla kolvetna hefur farið úr 42% í 37% að meðaltali. Ráðlagt er að 45-60% heildarorku séu kolvetni. En líkaminn treystir á kolvetni sem sinn aðal orkugjafa. Það er því ekki skrítið að finna fyrir orkuleysi, síþreytu og naslþörf ef við gefum ekki líkamanum þá orku sem hann þarf. Þegar við nærum ekki líkamann kallar hann enn hærra. Það getur því valdið því að við sækjum í orkuríkari en næringasnauðari mat í meira magni sem hægt væri að rangtúlka sem sykurfíkn. Sama landskönnun sýndi að samanlögð grænmetis- og ávaxtaneysla var 213 g að meðaltali, en ráðlögð eru 500 g á dag, sem aðeins 2% þátttakenda náðu. Auk þess voru aðeins 27% þátttakenda sem náðu ráðlögðum 70 g af heilkornum á dag. En það eru næringarrík kolvetni sem rannsóknir hafa sýnt fram á heilsueflandi áhrif og minnki líkur á krabbameinum og sykursýki 2. Trefjaneysla hefur einnig farið niður í 16 g að meðaltali, en ráðlagt er að ná allavega 25 g á dag. Trefjar eru kolvetni sem eru ómeltanleg, en ekki síður mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ráðlögð neysla trefja styður við örveruflóruna og dregur úr líkum á sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Trefjar hafa marga fleiri kosti og auka má trefjaneyslu með auknu plöntufæði. Blessað kvefið er veirusjúkdómur, sem ekkert tengist blóðsykri en hinsvegar má efla ónæmiskerfið með góðu næringarástandi. Raunin er sú að eitt næringarefni er ekki yfir önnur hafin, þetta er fallegt samspil sem virkar best með fjölbreyttu mataræði. Ég legg hér áherslu á kolvetni aðeins vegna þeirrar áróðursherferðar sem það hefur orðið fyrir. Mataræði íslendinga er ekki í takt við ráðleggingar embætti landlæknis. Ráðleggingar sem eru vandlega settar saman af sérfræðingum og byggja á fjölda rannsókna og sterkum vísindalegum rökum. Skammtíma matarkúrar og áráttuhegðun á mat er fæstum hollt og getur haft í för með sér skaðlegar afleiðingar til lengdar. Vænlegra til árangurs er að reyna að auka fjölbreytni í mataræðinu og vera gagnrýnin á galdralausnir. Höfundur er mastersnemi í klínískri næringarfræði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun