Tímamót í jeppasögunni – Konungurinn er mættur Toyota á Íslandi 29. febrúar 2024 10:09 Nýr Toyota Land Cruiser 250 tekur við krúnunni af Land Cruiser 150 sem þjónað hefur vel og dyggilega í 14 ár. Verið velkomin á forsýningu á þessum glæsilega jeppa og sögusýningu í Toyota Kauptúni, laugardaginn 2. mars milli kl. 12 og 16. Jeppaunnendum er óhætt að taka laugardaginn 2. mars frá, því þá verður í fyrsta sinn hægt að sjá Land Cruiser 250 á Íslandi. Þetta er upptakturinn að kynslóðaskiptum því seinna á árinu tekur Land Cruiser 250 við krúnunni af Land Cruiser 150 sem þjónað hefur vel og dyggilega í 14 ár. „Það ríkir mikil spenna hér innanhúss og auðvitað líka á meðal íslenskra jeppaáhugamanna,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. „Það er alltaf viðburður í sögu Toyota þegar nýr Land Cruiser er kynntur til sögunnar, ekki síst hér á Íslandi en Land Cruiser hefur verið flaggskipið okkar hér á landi í langan tíma. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga enda strax kominn langur biðlisti eftir nýja jeppanum.“ Glæsileg saga þessa konungs jeppanna heldur því áfram. Fyrsta eintakið af Land Cruiser 250 kom til landsins á dögunum. Þetta er sýningareintak sem er á ferð um Evrópu til að kynna nýja kynslóð og stoppar hér á landi í aðeins örfáa daga. „Nýi Land Cruiserinn er mjög fjölhæfur og sterkur alvöru jeppi með enn betri og sterkari grind en forveri sinn. Fimm útfærslur verða í boði í almennri sölu; First Edition, Luxury, VX, GX og LX. Hann er því sannarlega bíll sem hentar frábærlega við íslenskar aðstæður.“ Fróðleg og skemmtileg sögusýning Í tilefni af komu bílsins og forsýningar á honum verður efnt til Land Cruiser sögusýningar þar sem rúmlega 70 ára sögu bílsins verða gerð skil og vel valin eintök frá fyrri árum verða sýnd. „Það ætlum við m.a. að sýna nokkur gömul og falleg eintök af Land Cruiser jeppum en saga hans hér á landi er rúmlega hálfrar aldar gömul. Auk þess verðum við með ýmsan fróðleik um sögu Land Cruiser jeppanna á Íslandi. Þessi sýning er mikill hvalreki fyrir allt áhugafólk um jeppa og þá sérstaklega Land Cruiser jeppann.“ Forsýning á Land Cruiser 250 og sögusýning hefst í Toyota Kauptúni á laugardaginn 2. mars kl. 12 og stendur yfir til kl. 16. Nánari upplýsingar á vef Toyota á Íslandi. Bílar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Þetta er upptakturinn að kynslóðaskiptum því seinna á árinu tekur Land Cruiser 250 við krúnunni af Land Cruiser 150 sem þjónað hefur vel og dyggilega í 14 ár. „Það ríkir mikil spenna hér innanhúss og auðvitað líka á meðal íslenskra jeppaáhugamanna,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. „Það er alltaf viðburður í sögu Toyota þegar nýr Land Cruiser er kynntur til sögunnar, ekki síst hér á Íslandi en Land Cruiser hefur verið flaggskipið okkar hér á landi í langan tíma. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga enda strax kominn langur biðlisti eftir nýja jeppanum.“ Glæsileg saga þessa konungs jeppanna heldur því áfram. Fyrsta eintakið af Land Cruiser 250 kom til landsins á dögunum. Þetta er sýningareintak sem er á ferð um Evrópu til að kynna nýja kynslóð og stoppar hér á landi í aðeins örfáa daga. „Nýi Land Cruiserinn er mjög fjölhæfur og sterkur alvöru jeppi með enn betri og sterkari grind en forveri sinn. Fimm útfærslur verða í boði í almennri sölu; First Edition, Luxury, VX, GX og LX. Hann er því sannarlega bíll sem hentar frábærlega við íslenskar aðstæður.“ Fróðleg og skemmtileg sögusýning Í tilefni af komu bílsins og forsýningar á honum verður efnt til Land Cruiser sögusýningar þar sem rúmlega 70 ára sögu bílsins verða gerð skil og vel valin eintök frá fyrri árum verða sýnd. „Það ætlum við m.a. að sýna nokkur gömul og falleg eintök af Land Cruiser jeppum en saga hans hér á landi er rúmlega hálfrar aldar gömul. Auk þess verðum við með ýmsan fróðleik um sögu Land Cruiser jeppanna á Íslandi. Þessi sýning er mikill hvalreki fyrir allt áhugafólk um jeppa og þá sérstaklega Land Cruiser jeppann.“ Forsýning á Land Cruiser 250 og sögusýning hefst í Toyota Kauptúni á laugardaginn 2. mars kl. 12 og stendur yfir til kl. 16. Nánari upplýsingar á vef Toyota á Íslandi.
Bílar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira