Hvað tefur kjaraviðræðurnar? Arnþór Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 08:31 Nú hafa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Breiðfylkingarinnar staðið yfir í nokkuð marga mánuði og virðist hvorki ganga né reka. Málið er mér skylt þar sem ég er félagi í VR og að auki í framboði til stjórnar VR og hef ákveðnar skoðanir á málinu sem mér finnst rétt að viðra. Í upphafi lögðu af stað í þennan leiðangur VR, LÍV, Efling og Starfsgreinasambandið. VR og LÍV hafa dregið sig út úr Breiðfylkingunni. VR og LÍV eru með um 40 þúsund félagsmenn og er það töluvert skarð fyrir Breiðfylkinguna að missa Verslunarmenn út úr hópnum. Efling er þegar farin af stað í aðra átt, eða annan farveg en Starfsgreinasambandið, og hvort að samflotið milli Eflingar og Starfsgreinasambandsins haldi er ómögulegt um að segja. Réttast hefði verið að öll ASÍ félögin hefðu farið í samfloti, samtakamátturinn er mikið afl og vænlegast til árangurs. En það er gömul saga og ný að ASÍ félögin hafa oftar en ekki farið í kjaraviðræður í hópum eða bandalögum. Gallinn við að ASÍ félögin séu ekki öll saman er einmitt það sem er að gerast þessa dagana. SA leggurs sig fram við að kljúfa samstöðuna niður í einingar með óheiðarlegri framkomu og virðist vera að takast ætlunarverk sitt. Það var rétt ákvörðun hjá Verslunarmönnum að bakka út úr samflotinu og ástæðan fyrir því að Verslunarmenn gera það er að enn eina ferðina ætla Samtök atvinnulífsins að reyna að ganga frá samningum án þess að bera ábyrgð, launahækkanir fara hömlulaust út í verðlagið og ávinninningurinn brennur upp á verðbólgubálinu eða hverfur inn í glæpsamlegt vaxtaokur. Samninganefnd Verslunarmanna var ekki tilbúin til þess að ganga frá samningum án þess að setja hömlur á að launahækkanir sem færu beint út í verðagið. Eðlilegast hefði verið að Breiðfylkingin öll stæði saman og lýsti yfir árangurlausum samningum. Samstaðan skiptir máli. En úr því sem komið er eiga Verslunarmenn að hefja skipulagningu verkfalla og sækja verkfallsheimild til félagsmanna. Samningarnir munu dragast á langinn ef SA fær engan þrýsting eða pressu frá viðsemjendum sínum. Málþófið hjá SA mun annars halda áfram og uppákomurnar verða fleiri. SA hefur engu að tapa á því draga samningaviðræðurnar um mánuð eða einhverja mánuði í viðbót. Hvorki Verslunarmenn né Samtök atvinnurekenda vilja að hér skelli á verkfall. Það yrði engum til góðs en það er eina vopnið sem Verslunarmenn hafa til þess að þrýsta á sanngjarna samninga sem skila bættum kjörum, lægri verðbólgu og lægri vöxtum í kjölfarið. Höfundur er félagi í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú hafa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Breiðfylkingarinnar staðið yfir í nokkuð marga mánuði og virðist hvorki ganga né reka. Málið er mér skylt þar sem ég er félagi í VR og að auki í framboði til stjórnar VR og hef ákveðnar skoðanir á málinu sem mér finnst rétt að viðra. Í upphafi lögðu af stað í þennan leiðangur VR, LÍV, Efling og Starfsgreinasambandið. VR og LÍV hafa dregið sig út úr Breiðfylkingunni. VR og LÍV eru með um 40 þúsund félagsmenn og er það töluvert skarð fyrir Breiðfylkinguna að missa Verslunarmenn út úr hópnum. Efling er þegar farin af stað í aðra átt, eða annan farveg en Starfsgreinasambandið, og hvort að samflotið milli Eflingar og Starfsgreinasambandsins haldi er ómögulegt um að segja. Réttast hefði verið að öll ASÍ félögin hefðu farið í samfloti, samtakamátturinn er mikið afl og vænlegast til árangurs. En það er gömul saga og ný að ASÍ félögin hafa oftar en ekki farið í kjaraviðræður í hópum eða bandalögum. Gallinn við að ASÍ félögin séu ekki öll saman er einmitt það sem er að gerast þessa dagana. SA leggurs sig fram við að kljúfa samstöðuna niður í einingar með óheiðarlegri framkomu og virðist vera að takast ætlunarverk sitt. Það var rétt ákvörðun hjá Verslunarmönnum að bakka út úr samflotinu og ástæðan fyrir því að Verslunarmenn gera það er að enn eina ferðina ætla Samtök atvinnulífsins að reyna að ganga frá samningum án þess að bera ábyrgð, launahækkanir fara hömlulaust út í verðlagið og ávinninningurinn brennur upp á verðbólgubálinu eða hverfur inn í glæpsamlegt vaxtaokur. Samninganefnd Verslunarmanna var ekki tilbúin til þess að ganga frá samningum án þess að setja hömlur á að launahækkanir sem færu beint út í verðagið. Eðlilegast hefði verið að Breiðfylkingin öll stæði saman og lýsti yfir árangurlausum samningum. Samstaðan skiptir máli. En úr því sem komið er eiga Verslunarmenn að hefja skipulagningu verkfalla og sækja verkfallsheimild til félagsmanna. Samningarnir munu dragast á langinn ef SA fær engan þrýsting eða pressu frá viðsemjendum sínum. Málþófið hjá SA mun annars halda áfram og uppákomurnar verða fleiri. SA hefur engu að tapa á því draga samningaviðræðurnar um mánuð eða einhverja mánuði í viðbót. Hvorki Verslunarmenn né Samtök atvinnurekenda vilja að hér skelli á verkfall. Það yrði engum til góðs en það er eina vopnið sem Verslunarmenn hafa til þess að þrýsta á sanngjarna samninga sem skila bættum kjörum, lægri verðbólgu og lægri vöxtum í kjölfarið. Höfundur er félagi í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun