Gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu árið 2024 samanborið við árin 2009 til 2012 Gunnar Ármannsson skrifar 5. mars 2024 10:00 Hefur eitthvað áunnist á þessum árum? Vonandi, en samanburðurinn við önnur vestræn lönd er okkur ekki hagstæður á þessu árabili. Skv. frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins í maí 2012 var Ísland í 3. sæti lista EHCI (Euro Health Consumer Index) yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum. Tekið var fram að Ísland héldi sínu sæti frá sambærilegri könnun frá árinu 2009. Ég vakti athygli á því á þessum tíma að það væri full ástæða til að rýna tölurnar frá 2012 betur því að blikur væru á lofti. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu á umræddu viðmiðunartímabili. Flest löndin í kringum okkur á þessum lista væru að bæta stigatölu sína á milli viðmiðunaráranna en að Ísland væri að fá færri stig. Skv. tölum EHCI árið 2024 situr Ísland í 10 sæti listans. M.a. annarra landa sem nú eru fyrir ofan Ísland eru Noregur, Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Árin 2009 og 2012 var það eingöngu Danmörk af þessum þjóðum sem voru ofar Íslandi á listanum. Í skýrslu EHCI frá árinu 2012 er vakin athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virðist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Ástæða þess að ég rifja þetta upp núna er sú að ég hlustaði á Silfrið á Rúv í gær. Samsetning hópsins sem var til spjalls var nokkuð sérstök þar sem fyrirferðarmestu viðmælendurnir voru pólítíkusar, núverandi og fyrrverandi, ásamt nokkrum stjórnendum, núverandi og fyrrverandi. Ég saknaði þess að ekki skyldu vera þarna sérfræðingar úr hópi heilbrigðisstarfsmanna með reynslu af störfum í kerfinu. Ég gat ekki betur heyrt en pólitíkusarnir í hópnum væru ennþá þeirrar skoðunar að blandað kerfi væri ekki sem best og gæta þyrfti betur að því að ríkið sæi í meira mæli um að veita þjónustuna, frekar en einkareknar lausnir. Þessi umræða pólitíkusanna minnti mig á fleiri ummæli úr skýrslu EHCI frá árinu 2012. Í skýrslunni var athyglin dregin sérstaklega að Hollandi sem ár eftir ár væri á toppnum (er í öðru sæti 2024). Á það var bent að í Hollandi væri blandað kerfi, svokallað Bismarck kerfi, og að svo virtist sem Hollenska módelið væri síðasti naglinn í líkkistu svokallaðs Beveridge healthcare systems, þar sem greiðsla fyrir þjónustuna og veiting hennar væri á sömu hendi. Í skýrslunni sagði: „the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!“ En í skýrslunni var einnig tekið fram að þrátt fyrir að Hollenska kerfið virtist vera að skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Af lýsingum forsvarsmanna heimilislækna á Íslandi að dæma undanfarið, og jafnvel annarra lækna en heimilislækna, er ekki annað að sjá en að Norðurlöndin hafi á síðustu árum fært sig nær blönduðu leiðinni. Kannski er það ástæða þess að þau eru öll komin hærra en Ísland á EHCI listann árið 2024? Núverandi heilbrigðisráðherra virðist átta sig á að áherslur síðustu ára voru ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Það er ekki annað að sjá en að hann geri sér góða grein fyrir þeim árangri sem blönduð leið hefur verið að skila í þeim ríkjum sem við viljum helst bera okkur saman við. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnar Ármannsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hefur eitthvað áunnist á þessum árum? Vonandi, en samanburðurinn við önnur vestræn lönd er okkur ekki hagstæður á þessu árabili. Skv. frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins í maí 2012 var Ísland í 3. sæti lista EHCI (Euro Health Consumer Index) yfir gæði heilbrigðisþjónustunnar í umræddum löndum. Tekið var fram að Ísland héldi sínu sæti frá sambærilegri könnun frá árinu 2009. Ég vakti athygli á því á þessum tíma að það væri full ástæða til að rýna tölurnar frá 2012 betur því að blikur væru á lofti. Það mætti sjá vísbendingar um að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi væru að verða lakari í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu á umræddu viðmiðunartímabili. Flest löndin í kringum okkur á þessum lista væru að bæta stigatölu sína á milli viðmiðunaráranna en að Ísland væri að fá færri stig. Skv. tölum EHCI árið 2024 situr Ísland í 10 sæti listans. M.a. annarra landa sem nú eru fyrir ofan Ísland eru Noregur, Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Árin 2009 og 2012 var það eingöngu Danmörk af þessum þjóðum sem voru ofar Íslandi á listanum. Í skýrslu EHCI frá árinu 2012 er vakin athygli á því að blandað kerfi greiðslu og þjónustu (greiðsla og þjónusta ekki á sömu hendi) virðist mögulega vera að sanna sig sem árangursríkasta kerfið við veitingu heilbrigðisþjónustu. Ástæða þess að ég rifja þetta upp núna er sú að ég hlustaði á Silfrið á Rúv í gær. Samsetning hópsins sem var til spjalls var nokkuð sérstök þar sem fyrirferðarmestu viðmælendurnir voru pólítíkusar, núverandi og fyrrverandi, ásamt nokkrum stjórnendum, núverandi og fyrrverandi. Ég saknaði þess að ekki skyldu vera þarna sérfræðingar úr hópi heilbrigðisstarfsmanna með reynslu af störfum í kerfinu. Ég gat ekki betur heyrt en pólitíkusarnir í hópnum væru ennþá þeirrar skoðunar að blandað kerfi væri ekki sem best og gæta þyrfti betur að því að ríkið sæi í meira mæli um að veita þjónustuna, frekar en einkareknar lausnir. Þessi umræða pólitíkusanna minnti mig á fleiri ummæli úr skýrslu EHCI frá árinu 2012. Í skýrslunni var athyglin dregin sérstaklega að Hollandi sem ár eftir ár væri á toppnum (er í öðru sæti 2024). Á það var bent að í Hollandi væri blandað kerfi, svokallað Bismarck kerfi, og að svo virtist sem Hollenska módelið væri síðasti naglinn í líkkistu svokallaðs Beveridge healthcare systems, þar sem greiðsla fyrir þjónustuna og veiting hennar væri á sömu hendi. Í skýrslunni sagði: „the lesson is clear: Remove politicians and other amateurs from operative decision-making in what might well be the most complex industry on the face of the Earth: Healthcare!“ En í skýrslunni var einnig tekið fram að þrátt fyrir að Hollenska kerfið virtist vera að skila betri árangri þá hafi þó lítil lönd eins og Norðurlöndin náð góðum árangri með „Beveridge“ kerfinu. Það er skýrt á þann hátt að þar sem löndin séu svo fámenn, og þar með heilbrigðiskerfin lítil, þá geti stjórnendur þrátt fyrir allt náð utan um verkefni sín. Hættan við „Beveridge“ kerfið sé þó sú að stjórnendur, bæði pólitíkusar og embættismenn, missi sjónar af hagsmunum sjúklinganna sjálfra og fari að beina sjónum sínum í of miklu mæli að hagsmunum kerfisins sjálfs, sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í að koma á. Af lýsingum forsvarsmanna heimilislækna á Íslandi að dæma undanfarið, og jafnvel annarra lækna en heimilislækna, er ekki annað að sjá en að Norðurlöndin hafi á síðustu árum fært sig nær blönduðu leiðinni. Kannski er það ástæða þess að þau eru öll komin hærra en Ísland á EHCI listann árið 2024? Núverandi heilbrigðisráðherra virðist átta sig á að áherslur síðustu ára voru ekki að skila þeim árangri sem vonast var eftir. Það er ekki annað að sjá en að hann geri sér góða grein fyrir þeim árangri sem blönduð leið hefur verið að skila í þeim ríkjum sem við viljum helst bera okkur saman við. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun