Alltaf það fallegasta við þetta Aron Guðmundsson skrifar 6. mars 2024 16:01 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur mætir Stjörnunni í einum af tveimur undanúrslitaleikjum Powerade bikarsins í handbolta í Laugardalshöll í kvöld. Undanúrslitin leggjast vel í Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals sem segir alltaf jafn mikil forréttindi að taka þátt í bikarhátíðinni. Þá hrósar hann HSÍ fyrir einstaklega góða umgjörð í kringum úrslitaleiki yngri flokka. Undanúrslitin karla megin hefjast í kvöld með téðum leik Vals og Stjörnunnar og svo mætast ÍBV og Haukar einnig. Fram undan eru svo þétt skipaðir dagar í úrslitum meistara- og yngri flokka í bikarkeppninni og stendur hátíðin alveg fram á sunnudag. „Þetta leggst bara mjög vel í mig og alltaf mjög gefandi, bæði fyrir leikmenn, þjálfara og félögin, að taka þátt í svona bikarhátíð,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals í samtali við Vísi. „Þetta kryddar vel upp á boltann og allt saman. Maður snertir alltaf á því í kringum svona bikarhátíð hversu mikil forréttindi það eru að taka þátt í henni.“ Hvaða ógnir felast í þessu liði Stjörnunnar sem þið eruð að fara mæta? „Stjarnan er hefur verið að spila mjög vel núna eftir áramót og áttu líka flotta spretti fyrir áramót. Þeir eru þéttir, Adam hefur þá verið að verja vel fyrir aftan. Þetta lið er að mínu mati líka búið að bæta sig mjög mikið í hraðaupphlaupunum, í raun öllum bylgjum þess. Þá býr liðið yfir góðum leikmönnum sóknarlega. Þeir eru með Tandra, Egil og Hergeir til að mynda. Mikið af góðum vopnum í þessu flotta liði sem virðist smám saman alltaf vera að bæta sig. Þannig að þú átt bara von á hörkuleik? „Já ekkert ósvipuðum síðasta leik okkar við þá þar sem að Stjarnan var öflugri í fyrri hálfleik en við síðustu tuttugu mínútur seinni hálfleiks. Þetta er bikarkeppnin og síðustu leikir í deild fram að bikarleikjum hafa oft lítil áhrif. Þetta er bara þannig hvernig dúkurinn, stemningin og spennustigið fer í mannskapinn í báðum liðum. Þetta verður í það minnsta fjör. Valsmenn hafa haft í nægu að snúast í vetur. Auk þess að keppa í bikar- og deildarkeppni hér heima er liðið komið langt í Evrópubikarnum. En hvernig er að halda öllum þessum boltum á lofti og halda mönnum ferskum og beittum? „Það er nú bara svolítið þannig að í svona stöðu verður þetta að einhverjum þéttum takti. Þegar að þú ert búinn að vera spila á tveggja til þriggja daga fresti. Í sjálfu sér hafa æfingarnar kannski verið full rólegar af því þú ert eiginlega alltaf yfir höfuð að fara yfir næstu andstæðinga. En það er bara gaman að spila í öllum þessum keppnum og liðið hefur vanist þessu. Auðvitað hefur þetta áhrif og eitthvað smá hnjask í mannskapnum en allir vilja vera með í svona stórum leik.“ HSÍ gert mjög vel Það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem fá að láta ljós sitt skína á bikarhátíðinni næstu daga. Framtíðarstjörnur Íslands í yngri flokkum félaganna mæta einnig til leiks í leikjum með umgjörð í hæsta gæðaflokki í sínum úrslitaleikjum. „Mér finnst það eiginlega alltaf fallegast við þetta. Umgjörðina í kringum úrslitaleikina hjá yngri flokkunum og þar finnst mér HSÍ hafa gert mjög vel. Fyrst voru þetta alltaf bara fjórði og þriðji flokkur sem að fengu að upplifa þessa úrslitahelgi í bikarnum í Laugardalshöll. Nú er búið að fjölga úrslitaleikjunum niður í fimmta og sjötta flokk. Krakkarnir fá því að kynnast dúknum, heyra þjóðsönginn í Laugardalshöll og fá smjörþefinn af öllum herlegheitunum í kringum úrslitaleiki bikarsins mjög snemma á sínum ferli. Aðalatriðið er kannski ekki að þú sért að vinna eitthvað marga leiki í yngri flokkunum en að vera þarna í Laugardalshöll á úrslitahelginni gefur alveg vel fyrir leikmennina þegar að þeir eru svo komnir upp í meistaraflokk. Mér finnst þetta fallegast við helgina og mjög vel gert hjá HSÍ hversu mikil virðing er sýnd yngri flokkunum.“ Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Undanúrslitin karla megin hefjast í kvöld með téðum leik Vals og Stjörnunnar og svo mætast ÍBV og Haukar einnig. Fram undan eru svo þétt skipaðir dagar í úrslitum meistara- og yngri flokka í bikarkeppninni og stendur hátíðin alveg fram á sunnudag. „Þetta leggst bara mjög vel í mig og alltaf mjög gefandi, bæði fyrir leikmenn, þjálfara og félögin, að taka þátt í svona bikarhátíð,“ segir Óskar Bjarni, þjálfari Vals í samtali við Vísi. „Þetta kryddar vel upp á boltann og allt saman. Maður snertir alltaf á því í kringum svona bikarhátíð hversu mikil forréttindi það eru að taka þátt í henni.“ Hvaða ógnir felast í þessu liði Stjörnunnar sem þið eruð að fara mæta? „Stjarnan er hefur verið að spila mjög vel núna eftir áramót og áttu líka flotta spretti fyrir áramót. Þeir eru þéttir, Adam hefur þá verið að verja vel fyrir aftan. Þetta lið er að mínu mati líka búið að bæta sig mjög mikið í hraðaupphlaupunum, í raun öllum bylgjum þess. Þá býr liðið yfir góðum leikmönnum sóknarlega. Þeir eru með Tandra, Egil og Hergeir til að mynda. Mikið af góðum vopnum í þessu flotta liði sem virðist smám saman alltaf vera að bæta sig. Þannig að þú átt bara von á hörkuleik? „Já ekkert ósvipuðum síðasta leik okkar við þá þar sem að Stjarnan var öflugri í fyrri hálfleik en við síðustu tuttugu mínútur seinni hálfleiks. Þetta er bikarkeppnin og síðustu leikir í deild fram að bikarleikjum hafa oft lítil áhrif. Þetta er bara þannig hvernig dúkurinn, stemningin og spennustigið fer í mannskapinn í báðum liðum. Þetta verður í það minnsta fjör. Valsmenn hafa haft í nægu að snúast í vetur. Auk þess að keppa í bikar- og deildarkeppni hér heima er liðið komið langt í Evrópubikarnum. En hvernig er að halda öllum þessum boltum á lofti og halda mönnum ferskum og beittum? „Það er nú bara svolítið þannig að í svona stöðu verður þetta að einhverjum þéttum takti. Þegar að þú ert búinn að vera spila á tveggja til þriggja daga fresti. Í sjálfu sér hafa æfingarnar kannski verið full rólegar af því þú ert eiginlega alltaf yfir höfuð að fara yfir næstu andstæðinga. En það er bara gaman að spila í öllum þessum keppnum og liðið hefur vanist þessu. Auðvitað hefur þetta áhrif og eitthvað smá hnjask í mannskapnum en allir vilja vera með í svona stórum leik.“ HSÍ gert mjög vel Það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem fá að láta ljós sitt skína á bikarhátíðinni næstu daga. Framtíðarstjörnur Íslands í yngri flokkum félaganna mæta einnig til leiks í leikjum með umgjörð í hæsta gæðaflokki í sínum úrslitaleikjum. „Mér finnst það eiginlega alltaf fallegast við þetta. Umgjörðina í kringum úrslitaleikina hjá yngri flokkunum og þar finnst mér HSÍ hafa gert mjög vel. Fyrst voru þetta alltaf bara fjórði og þriðji flokkur sem að fengu að upplifa þessa úrslitahelgi í bikarnum í Laugardalshöll. Nú er búið að fjölga úrslitaleikjunum niður í fimmta og sjötta flokk. Krakkarnir fá því að kynnast dúknum, heyra þjóðsönginn í Laugardalshöll og fá smjörþefinn af öllum herlegheitunum í kringum úrslitaleiki bikarsins mjög snemma á sínum ferli. Aðalatriðið er kannski ekki að þú sért að vinna eitthvað marga leiki í yngri flokkunum en að vera þarna í Laugardalshöll á úrslitahelginni gefur alveg vel fyrir leikmennina þegar að þeir eru svo komnir upp í meistaraflokk. Mér finnst þetta fallegast við helgina og mjög vel gert hjá HSÍ hversu mikil virðing er sýnd yngri flokkunum.“
Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira