Björn Brynjúlfur nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2024 14:30 Björn Brynjúlfur Björnsson er nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. viðskiptaráð Björn Brynjúlfur Björnsson er nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Gengið hefur verið frá ráðningu Björns og hefur hann störf þann 1. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðskiptaráði. Björn er hagfræðingur að mennt með meistaragráðu frá Oxford háskóla. Hann er framkvæmdastjóri og stofnandi Moodup, hugbúnaðarfyrirtækis sem mælir starfsánægju fyrir vinnustaði. Áður starfaði hann sem efnahags- og rekstrarráðgjafi, hagfræðingur Viðskiptaráðs og ráðgjafi hjá McKinsey & Company. „Ég hlakka til mæta aftur til Viðskiptaráðs og vinna þar að jákvæðum breytingum fyrir íslenskt samfélag. Á síðustu árum hef ég öðlast fjölþætta sýn á rekstrarumhverfi fyrirtækja í gegnum störf mín sem frumkvöðull og ráðgjafi, sem verður gott veganesti á þeirri vegferð. Innan raða Viðskiptaráðs má finna breiðan hóp fyrirtækja með reynslumikla stjórnendur. Það verður heiður að starfa með þessu fólki auk stjórnvalda, stjórnsýslu og fleiri aðila,“ segir Björn Brynjúlfur. Kemur í stað Svanhildar Björn Brynjúlfur tekur við stöðunni af Svanhildi Hólm Valsdóttur en hún tekur verður nýr sendiherra Íslands í Washington. Töluvert var fjallað um skipun Svanhildar vegna tengsla hennar við Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Við hjá Viðskiptaráði erum stolt af því að hafa fengið Björn til liðs við okkur. Hann þekkir vel til starfa ráðsins auk þess að hafa djúpa þekkingu á efnahagsmálum. Reynsla hans og hæfileikar munu efla ráðið sem hreyfiafl framfara fyrir íslenskt atvinnulíf og þjóðfélag. Með Björn í forystu verðum við vel í stakk búin til að styðja við heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf, sem er undirstaða framfara og bættra lífskjara,“ segir Andri Þór Guðmundsson, nýr formaður Viðskiptaráðs. Vinnumarkaður Efnahagsmál Vistaskipti Tímamót Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðskiptaráði. Björn er hagfræðingur að mennt með meistaragráðu frá Oxford háskóla. Hann er framkvæmdastjóri og stofnandi Moodup, hugbúnaðarfyrirtækis sem mælir starfsánægju fyrir vinnustaði. Áður starfaði hann sem efnahags- og rekstrarráðgjafi, hagfræðingur Viðskiptaráðs og ráðgjafi hjá McKinsey & Company. „Ég hlakka til mæta aftur til Viðskiptaráðs og vinna þar að jákvæðum breytingum fyrir íslenskt samfélag. Á síðustu árum hef ég öðlast fjölþætta sýn á rekstrarumhverfi fyrirtækja í gegnum störf mín sem frumkvöðull og ráðgjafi, sem verður gott veganesti á þeirri vegferð. Innan raða Viðskiptaráðs má finna breiðan hóp fyrirtækja með reynslumikla stjórnendur. Það verður heiður að starfa með þessu fólki auk stjórnvalda, stjórnsýslu og fleiri aðila,“ segir Björn Brynjúlfur. Kemur í stað Svanhildar Björn Brynjúlfur tekur við stöðunni af Svanhildi Hólm Valsdóttur en hún tekur verður nýr sendiherra Íslands í Washington. Töluvert var fjallað um skipun Svanhildar vegna tengsla hennar við Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Við hjá Viðskiptaráði erum stolt af því að hafa fengið Björn til liðs við okkur. Hann þekkir vel til starfa ráðsins auk þess að hafa djúpa þekkingu á efnahagsmálum. Reynsla hans og hæfileikar munu efla ráðið sem hreyfiafl framfara fyrir íslenskt atvinnulíf og þjóðfélag. Með Björn í forystu verðum við vel í stakk búin til að styðja við heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf, sem er undirstaða framfara og bættra lífskjara,“ segir Andri Þór Guðmundsson, nýr formaður Viðskiptaráðs.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Vistaskipti Tímamót Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira