Árslaun stjórnarformanna bankanna hlupu á tugum milljóna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. mars 2024 08:22 Brynjólfur, Helga, Linda og Sigurður gegndu stjórnarformennsku í bönkum á liðnu ári. Stjórnarformenn Íslandsbanka, Kviku banka, Arion banka og Landsbanka voru með á bilinu 1,1 til 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun fyrir að gegna starfi stjórnarformanns. Öll sinna þau öðrum störfum samhliða formannssetunni Heimildin greindi frá því á þriðjudag að Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefði fengið alls 21,5 milljónir króna í laun fyrir stjórnarformennsku Kviku banka árið 2023. Það gera um það bil 1,8 milljónir króna á mánuði. Mánaðarlaun hans hjá SI námu að meðaltali 4,1 milljón árið 2022 samkvæmt hátekjulista miðilsins. Í ársskýrslu Arion banka kemur fram að Brynjólfur Bjarnason stjórnarformaður bankans hefði fengið 26,5 milljónir í árslaun frá bankanum. Að meðaltali eru það um 2,2 milljónir á mánuði. Brynjólfur situr að auki í stjórn fjárfestingafélagsins Marinvest og álframleiðslufélagsins ISAL hf. – Rio Tinto. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans fékk samkvæmt ársskýrslu samtals 19,9 milljónir í laun í fyrir formannssetuna í fyrra, eða um 1,6 milljón á mánuði. Hún starfar á sviði fasteignaþróunar og ráðgjafar. Hvað Íslandsbanka varðar var kjörin inn ný stjórn á hluthafafundi þann 28. júlí í fyrra eftir að Finnur Árnason stjórnarformaður, Guðrún Þorgeirsdóttir varaformaður og Ari Daníelsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu eftir Íslandsbankamálið svokallaða. Á fundinum var Linda Jónsdóttir kjörin stjórnarformaður Íslandsbanka. Samkvæmt ársskýrslu fékk Linda 5,7 milljónir króna það árið fyrir stjórnarformennskuna. Þá má áætla að hún hafi fengið um 1,1 milljón á mánuði þá rúmu fimm mánuði sem hún gegndi stöðunni. Linda var samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar með tæplega sex milljónir króna í laun á mánuði árið 2022 þegar hún starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel. Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kjaramál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Sjá meira
Heimildin greindi frá því á þriðjudag að Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefði fengið alls 21,5 milljónir króna í laun fyrir stjórnarformennsku Kviku banka árið 2023. Það gera um það bil 1,8 milljónir króna á mánuði. Mánaðarlaun hans hjá SI námu að meðaltali 4,1 milljón árið 2022 samkvæmt hátekjulista miðilsins. Í ársskýrslu Arion banka kemur fram að Brynjólfur Bjarnason stjórnarformaður bankans hefði fengið 26,5 milljónir í árslaun frá bankanum. Að meðaltali eru það um 2,2 milljónir á mánuði. Brynjólfur situr að auki í stjórn fjárfestingafélagsins Marinvest og álframleiðslufélagsins ISAL hf. – Rio Tinto. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans fékk samkvæmt ársskýrslu samtals 19,9 milljónir í laun í fyrir formannssetuna í fyrra, eða um 1,6 milljón á mánuði. Hún starfar á sviði fasteignaþróunar og ráðgjafar. Hvað Íslandsbanka varðar var kjörin inn ný stjórn á hluthafafundi þann 28. júlí í fyrra eftir að Finnur Árnason stjórnarformaður, Guðrún Þorgeirsdóttir varaformaður og Ari Daníelsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu eftir Íslandsbankamálið svokallaða. Á fundinum var Linda Jónsdóttir kjörin stjórnarformaður Íslandsbanka. Samkvæmt ársskýrslu fékk Linda 5,7 milljónir króna það árið fyrir stjórnarformennskuna. Þá má áætla að hún hafi fengið um 1,1 milljón á mánuði þá rúmu fimm mánuði sem hún gegndi stöðunni. Linda var samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar með tæplega sex milljónir króna í laun á mánuði árið 2022 þegar hún starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel.
Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kjaramál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Sjá meira