„Eins og að setja hurðina utan í bíl og keyra í burtu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2024 16:12 Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir fráleitt að ferðaþjónustan skuli fara svona illa með svæðið. Vísir/Samsett Aðsókn ferðamanna og innfæddra að Gróttu og Snoppu á Seltjarnarnesi hefur aukist gríðarlega síðustu ár og þá sérsaklega þegar búist er við Norðurljósum. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir bæinn vera að skoða gjaldtöku til að geta byggt upp innviði á svæðinu. Það hefur komið fyrir að rútufyrirtæki ferji stóra hópa ferðamanna út í Snoppu sem er svæðið við eiðina að Gróttu. Þar eru bílastæði þar sem vinsælt er að leggja þegar fólk leggur í göngutúr um svæðið og að skoða norðurljósin. Þar að auki eru bílastæðin vinsæll áfangastaður í sjálfu sér til að fylgjast með norðurljósum eða fallegu útsýni í hlýjum bílnum. Þörf á stýringu til að verja svæðið Í gærmorgun brá Seltirningum í brún þegar í ljós komu jarðvegsskemmdir á Snoppu við bílastæðin sem virðast vera eftir rútu. Bætt var úr skemmdunum hið snarasta og unnið verður við að lagfæra jarðveginn frekar eftir helgi. Hjólförin eru líklega eftir rútu.Magnús V. Guðlaugsson „Þetta sem gerðist á föstudagskvöldið sýnir það að það er full þörf á að skoða einhverja stýringu til að verja þetta svæði,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Fráleitt að senda rútur á friðað svæði Hann segir bæinn vera búin að velta steinum varðandi gjaldtöku í einhvern tíma. Gjaldtaka inn á svæðið gæti fjármagnað frekari uppbyggingu innviða í Snoppu svo hægt væri að taka á móti fleirum án þess að valda spjöllum á svæðinu. Það að ferðaþjónustufyrirtæki skyldu senda stórar rútur inn á friðað svæði þegar aðsóknin er þegar mikil vera fráleitt. Jafnframt segir hann bæinn vera búinn að fá tilboð frá minnst tveimur fyrirtækjum varðandi gjaldtökubúnað en hann myndi gilda fyrir Seltirninga jafnt sem aðra. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um þetta. Það á eftir að fara inn í pólitíkina og taka snúning þar,“ segir Þór. Hann hefur þó mestar áhyggjur af því að honum hafi ekki borist nein tilkynning frá rútubílstjóranum sjálfum um spjöllin og segir að það sé ekki eðlilegt að valda tjóni án þess að tilkynna það. „Þetta er pínulítið eins og að setja hurðina utan í bíl á Hagkaupsplaninu og dælda hana og keyra svo í burtu án þess að setja miða.“ Seltjarnarnes Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Það hefur komið fyrir að rútufyrirtæki ferji stóra hópa ferðamanna út í Snoppu sem er svæðið við eiðina að Gróttu. Þar eru bílastæði þar sem vinsælt er að leggja þegar fólk leggur í göngutúr um svæðið og að skoða norðurljósin. Þar að auki eru bílastæðin vinsæll áfangastaður í sjálfu sér til að fylgjast með norðurljósum eða fallegu útsýni í hlýjum bílnum. Þörf á stýringu til að verja svæðið Í gærmorgun brá Seltirningum í brún þegar í ljós komu jarðvegsskemmdir á Snoppu við bílastæðin sem virðast vera eftir rútu. Bætt var úr skemmdunum hið snarasta og unnið verður við að lagfæra jarðveginn frekar eftir helgi. Hjólförin eru líklega eftir rútu.Magnús V. Guðlaugsson „Þetta sem gerðist á föstudagskvöldið sýnir það að það er full þörf á að skoða einhverja stýringu til að verja þetta svæði,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Fráleitt að senda rútur á friðað svæði Hann segir bæinn vera búin að velta steinum varðandi gjaldtöku í einhvern tíma. Gjaldtaka inn á svæðið gæti fjármagnað frekari uppbyggingu innviða í Snoppu svo hægt væri að taka á móti fleirum án þess að valda spjöllum á svæðinu. Það að ferðaþjónustufyrirtæki skyldu senda stórar rútur inn á friðað svæði þegar aðsóknin er þegar mikil vera fráleitt. Jafnframt segir hann bæinn vera búinn að fá tilboð frá minnst tveimur fyrirtækjum varðandi gjaldtökubúnað en hann myndi gilda fyrir Seltirninga jafnt sem aðra. „Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um þetta. Það á eftir að fara inn í pólitíkina og taka snúning þar,“ segir Þór. Hann hefur þó mestar áhyggjur af því að honum hafi ekki borist nein tilkynning frá rútubílstjóranum sjálfum um spjöllin og segir að það sé ekki eðlilegt að valda tjóni án þess að tilkynna það. „Þetta er pínulítið eins og að setja hurðina utan í bíl á Hagkaupsplaninu og dælda hana og keyra svo í burtu án þess að setja miða.“
Seltjarnarnes Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira